Fara í efni

Stefnt að því að leggja fram frumvarp um náttúrupassa í byrjun næsta árs

Sér ofan á Seyðisfjörð - Mynd: HA
Sér ofan á Seyðisfjörð - Mynd: HA

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær áform um að setja á fót samráðshóp helstu hagsmunaaðila til að útfæra nánar hugmyndir um svokallaðan náttúrupassa eða ferðakort.

Gert er ráð fyrir að vinnu við útfærslu ljúki í lok árs og að frumvarp verði lagt fram á Alþingi í byrjun næsta árs. Frá þessu er greint í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins