Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Glærur og upptaka frá námskeiði

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Glærur og upptaka frá námskeiði
Framkvæmdir við Söxu eru meðal þeirra sem sjóðurinn hefur styrkt.

Góður rómur var gerður að námskeiðum fyrir væntanlega umsækjendur um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Glærur og upptöku af námskeiðinu er nú hægt að nálgast hér á vefnum.

Björn Jóhannsson, umhverfisstjóri Ferðamálastofu, stóð fyrir námskeiðunum sem haldin voru bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þar var farið yfir reglur sjóðsins varðandi styrki, ýmislegt sem gott er fyrir umsækjendur að hafa í huga og umsóknarferlið sjálft. Opið er fyrir umsóknir til sjóðsins til og með 5. nóvember næstkomandi, eins og nánar má kynna sér á upplýsingasíðu um umsóknir.

Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða - Námskeið fyrir umsækjendur from Ferðamálastofa on Vimeo.


Athugasemdir