Erindi frá Ferðamálaþingi 2012

Erindi frá Ferðamálaþingi 2012
þing

Erindi sem flutt voru á Ferðamálaþingi 2012 í Hörpu eru nú komin hér inn á vefinn. Um 200 manns sóttu þingið en yfirskrift þess var "Hugsaðu þér stað!" Þingið var að þessu sinni helgað mikilvægi heildasýnar við uppbyggingu áfangastaða. Það hófst með ávarpi ráðherra ferðamála, Steingríms J. Sigfússonar og í lokin voru umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent. Þingstjóri var Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri  Icelandair Hótel  Akureyri.


Athugasemdir