Fara í efni

Hugsaðu þér stað! - Ferðamálaþing 2012

Harpa
Harpa

"Hugsaðu þér stað!" er yfirskrift ferðamálaþings 2012 sem Ferðamálastofa efnir til föstudaginn 23. nóvember. Þingið er haldið í Hörpu, Kaldalóni, kl 13-17.

Þingið er að þessu sinni helgað mikilvægi heildasýnar við uppbyggingu áfangastaða. Það hefst með ávarpi ráðherra ferðamála, Steingríms J. Sigfússonar og í lokin verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent. Þingstjóri er Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri  Icelandair Hótel  Akureyri.

Dags: 23. nóvember kl. 13-17
Staður: Harpa, Kaldalón
Aðgangur:  Ókeypis
Skráning: Skráning á Ferðamálaþing 2012 
(ekki nauðsynlegt fyrir þau sem ein-
göngu ætla að fylgjast með á Netinu)

 Dagskrá:

13:00 Ávarp ráðherra ferðamála og setning -  Steingrímur J. Sigfússon
13:20  Í upphafi skyldi endinn skoða - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
13:35 How to make a destination? - From slag heaps to a successful tourist destination
         – Anya Niewerra, General Director – Tourist Board South Limburg, Hollandi
14:20 Stutt kaffihlé
14:30 Ásýnd og aðkoma þéttbýliskjarna á Íslandi
         – Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti  hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands
14:50 Áfangastaðurinn Siglufjörður  – Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri Rauðku
15:10 Áningarstaðir - Bryggjur ferðaþjónustunnar – Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði
15:30 Hverju lofa Þjóðgarðar? - Um mikilvægi heildarsýnar í ferðamennsku“.
         – Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði
15:45 Umræður og fyrirspurnir
16:00 Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu
16:15 Ráðstefnulok og léttar veitingar  

Þingstjóri  Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri  Icelandair Hótel  Akureyri

Sent út á netinu
Þeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með ráðstefnunni í beinni útsendingu á Netinu. Leiðbeiningar til að tengjast eru hér að neðan. Athugið að þau sem ætla að fylgjast með á Netinu þurfa ekki að skrá sig sérstaklega á ráðstefnuna.

  1. Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:
    Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.
     
  2. Tengjast fundinum:
    Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en ráðstefnan hefst:
    https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=846782774&sipw=nv64
    Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á „run“. Eftir það á fundur að hefjast.