Fara í efni

Samið við Stefnu um endurgerð ferdamalastofa.is

Stefna undirskrift
Stefna undirskrift

Ferðamálastofa hefur samið við Stefnu hugbúnaðarhús um endurgerð vefsins ferdamalastofa.is. Verður nýr vefur opnaður fljótlega á nýju ári.

Þjóna greininni betur
Með endurgerð vefsins er markmið Ferðamálastofu að veita atvinnugreininni, og öðrum sem vefurinn á að nýtast, enn betri þjónustu en áður. Á vefnum er að finna margháttaðan fróðleik um íslenska ferðaþjónustu og starfsemi Ferðamálastofu, svo sem tölfræði, fræðslurit, lagaumhverfi, umhverfismál, útgáfumál og leyfismál ásamt ýmsu öðru. Þá er kappkostað að hafa þar tengingar á aðra vefi og upplýsingabrunna er varða íslenska ferðaþjónustu. Fréttaþáttur vefsins hefur verið öflugur og þar er einnig markmiðið að koma á framfæri öllu því sem er á döfinni hjá atvinnugreininni, svo sem fundum, ráðstefnum, námskeiðum o.fl.

Um Stefnu
Stefna hugbúnaðarhús einbeitir sér að hönnun, þróun og sölu á hugbúnaði á sviði veflausna og hefur náð góðum árangri með vefumsjónarkerfið Moya, veflausnarforritið Matartorg og ýmis bókunarkerfi s.s. Travelbooking. Stefna hefur einnig unnið að fjölmörgum sérlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir og veitt ráðgjöf um rekstur upplýsingakerfa og tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum.

Mynd:
Róbert Freyr Jónsson, sölu- og markaðsstjóri Stefnu og Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, skrifa undir samninginn.