VAKINN er á góðri siglingu

VAKINN er á góðri siglingu
Vakafyrirtæki

Alls hafa 62 fyrirtæki sótt um þátttöku í VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar sem fór af stað fyrr á árinu. Af þeim eru fjögur fyrirtæki sem hafa lokið ferlinu og eru fullgildir þátttakendur í VAKANUM.

Þau fyrirtæki sem lokið hafa úttektarferli eru Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar - Höldur, Iceland Excursions- Allrahanda og Atlantic ferðaskrifstofa. Meðfylgandi mynd var einmitt tekin þegar þau fengu viðurkenningar sínar afhentar.

45 fyrirtæki í úttektarferli
Samtals 45 fyrirtæki til viðbótar eru í úttektarferli og nokkur þeirra eru á lokastigum í umsóknarferlinu. Sjá má lista yfir nöfn þessara fyrirtækja inn á heimasíðu VAKANS http://www.vakinn.is/Vakinn/thatttakendur/

Þá er nú unnið hörðum höndum að innleiðngu næsta hluta kerfisins sem er stjörnuflokkun fyrir gististaði og er stefnt á að taka hann í notkun á komandi ári.


Athugasemdir