Fara í efni

Ferðaþjónusta bænda opnar vefbókunarkerfi

Ferðaþjónusta bænda vefur
Ferðaþjónusta bænda vefur

Í gær opnaði Ferðaþjónusta bænda nýtt vefbókunarkerfi. Þar getur ferðafólk leitað að, bókað og greitt fyrir gistingu, mat og afþreyingu á netinu hjá um 130 ferðaþjónustuaðilum um allt land.

Tækifærin í sölu á Netinu
Samtímis voru opnaðir formlega tveir nýir vefir, íslenskur og enskur, www.farmholidays.is og www.sveit.is. ?Á þessum nýju vefum gefst okkur kostur á að koma á framfæri mun meiri upplýsingum um hvern og einn bæ en áður. Fullkomið landakortakerfi og ljósmyndasafn er fyrir hvern bæ og opnað hefur verið fyrir bókunarvélar sem fletta upp í lausri gistingu hvers bæjar. Gestir geta nú bókað og greitt fyrir þjónustu án þess að bíða eftir staðfestingu ferðaþjónustubóndans,? segir Marteinn Nálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda.

Vefaðgangur ferðaþjónustubænda
Samhliða smíði nýju vefanna höfum var byggt upp sérstakur vefaðgangur ferðaþjónustubændanna sem er hluti af innri samskiptavef samtanna. Þar geta ferðaþjónustubændur uppfært bókunarstöðu gistirýmis sem er forsenda fyrir rauntíma bókunarvélum á vefnum.  Innri vefur Ferðaþjónustu bænda inniheldur svo ýmsa mikilvæga hluti eins og gæðahandbók, fræðsluefni, samskiptakerfi milli bæjanna og lokaða spjallþræði sem nýtast í félagsstarfinu.

Netsamband á alla bæi
Nýja bókunarkerfið byggir á tengingu allra bæjanna við miðlægt bókunarkerfi en á síðustu árum hefur netsamband batnað stórlega víða og eru nú horfur á allir bæir verði komnir í viðunandi netsamband innan  tíðar. ?Rauntíma uppfærsla á bókunarstöðu er lykilatriði í sölu á ferðaþjónustu á vefnum og notkun á nettækninni til þess er eina raunhæfa lausnin til framtíðar,? segir Marteinn.

Öflug sölustarfsemi í um 30 ár
Ferðaþjónusta bænda hefur í rúm 30 ár kynnt og selt ferðaþjónustu bænda. Fyrst var starfsemin á vegum Félags ferðaþjónustubænda en frá árinu 1990 hefur sölustarfsemin verið í sér rekstrarfélagi í eigu bænda.  Um 20 starfsmenn starfa nú á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda að Síðumúla 2 og ferðaþjónustubændur eru nú 130 talsins. ?Bókunarvélar á vefnum eru mikilvæg viðbót við starfsemina en með beinni og milliliðalausri sölu en með beinni og milliliðalausri sölu á vefnum gefst færi á að verða við kalli markaðarins. Ferðamenn kjósa í auknu mæli að nota veftæknina við að finna og bóka ferðalög þannig að Ferðaþjónusta bænda mun á þennan hátt bæta samkeppnisstöðu sína,? segir Marteinn Njálsson.