Fara í efni

Jón Gunnar Borgþórsson nýr forstöðumaður

Jón Gunnar Borgþórsson
Jón Gunnar Borgþórsson

Jón Gunnar Borgþórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Ferðamálastofu. Alls voru umsóknir um starfið tæplega 100 talsins og úr mörgum hæfum umsækjendum að velja.

Jón Gunnar útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1984 og árið 2003 lauk hann meistaragráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá sama skóla. Jón Gunnar hefur áralanga reynslu af ráðgjafastörfum á sviði markaðsmála, alþjóðaviðskipta, ferðamála, áætlana o.fl., þar á meðal hefur hann starfað sem ráðgjafi fyrir Útflutningsráð. Hann starfaði seinast sem framkvæmdastjóri  Hópferðamiðstöðvarinnar-Trex ehf. Einnig hefur hann starfað sem stundakennari í markaðsfræðum við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Jón Gunnar er starfsfólki Ferðamálastofu að góðu kunnur en hann vann Ferðamálaáætlun 2006-2015 sem nú er unnið eftir. Hann mun koma til starfa á næstu dögum.