Fara í efni

Opið hús hjá Upplýsingamiðstöð Vesturlands

Borgarnes
Borgarnes

Upplýsingamiðstöð Vesturlands hefur verið opnu í nýju húsnæði að Sólbakka 2 í Borgarnesi. Staðsetningunni má líkja við gatnamót landshlutans Vesturlands enda liggja þaðan leiðir til allra átta á Vesturlandi.

Af þessu tilefni verður opið hús hjá Upplýsingamiðstöðinni næstkomandi fimmtudag, 2. apríl, frá kl. 15-18. ?Léttar veitingar og skemmtiatriði og ennþá léttara fólk,? segir í tilkynningu.

Opnunartími upplýsingamiðstöðvarinnar hefur verið aukinn, þjónusta efld allverulega meðal annars með nýjum heimasíðum, lengdum opnunartíma og betra aðgengi að starfsfólki. Á staðnum verða einnig seldar vörur frá Vesturlensku handverks- og listafólki auk annarra hluta nauðsynlega hverjum ferðamanni. Myndin er frá Borgarnesi og fengin á hinum nýja ferðavef www.vesturland.is