Fara í efni

Fækkun farþega 31,3% á fyrsta ársfjórðungi

Flugstöð
Flugstöð

Tæplega 93 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársfjórðungi, fóru tæplega 379 þúsund farþegar um völlinn sem er 31,3% samdráttur sé miðað við sama tímabil í fyrra.

Fækkunin í mars nemur 37% en hafa ber í huga í þessu sambandi að í fyrra taldist páskaumferðin með marsmánuði en kemur inn í apríltölur í ár. Farþegar á leið frá landinu voru 41.678 í mars síðastliðnum en á leið til landsins voru 41.198 farþegar. Áfram- og skiptifarþegum fækkar einnig á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér að neðan.

Líkt og í janúar og febrúar má búast við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir marsmánuð en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.

  Mars.09. YTD Mars.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting
Héðan: 41.678 115.884

65.477

170.149

-36,35%

-31,89%
Hingað: 41.198 109.233

66.519

170.172

-38,07%

-35,81%
Áfram: 3.365 16.409

2.701

7.096

24,58%

131,24%
Skipti. 6.385 18.509

12.272

31.123

-47,97%

-40,53%
  92.626 260.035 146.969 378.540

-36,98%

-31,31%