Fréttir

Jón Gunnar Borgþórsson nýr forstöðumaður

Jón Gunnar Borgþórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Ferðamálastofu. Alls voru umsóknir um starfið tæplega 100 talsins og úr mörgum hæfum umsækjendum að velja. Jón Gunnar útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1984 og árið 2003 lauk hann meistaragráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá sama skóla. Jón Gunnar hefur áralanga reynslu af ráðgjafastörfum á sviði markaðsmála, alþjóðaviðskipta, ferðamála, áætlana o.fl., þar á meðal hefur hann starfað sem ráðgjafi fyrir Útflutningsráð. Hann starfaði seinast sem framkvæmdastjóri  Hópferðamiðstöðvarinnar-Trex ehf. Einnig hefur hann starfað sem stundakennari í markaðsfræðum við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Jón Gunnar er starfsfólki Ferðamálastofu að góðu kunnur en hann vann Ferðamálaáætlun 2006-2015 sem nú er unnið eftir. Hann mun koma til starfa á næstu dögum.
Lesa meira

Ferðaþjónusta bænda opnar vefbókunarkerfi

Í gær opnaði Ferðaþjónusta bænda nýtt vefbókunarkerfi. Þar getur ferðafólk leitað að, bókað og greitt fyrir gistingu, mat og afþreyingu á netinu hjá um 130 ferðaþjónustuaðilum um allt land. Tækifærin í sölu á Netinu Samtímis voru opnaðir formlega tveir nýir vefir, íslenskur og enskur, www.farmholidays.is og www.sveit.is. ?Á þessum nýju vefum gefst okkur kostur á að koma á framfæri mun meiri upplýsingum um hvern og einn bæ en áður. Fullkomið landakortakerfi og ljósmyndasafn er fyrir hvern bæ og opnað hefur verið fyrir bókunarvélar sem fletta upp í lausri gistingu hvers bæjar. Gestir geta nú bókað og greitt fyrir þjónustu án þess að bíða eftir staðfestingu ferðaþjónustubóndans,? segir Marteinn Nálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda. Vefaðgangur ferðaþjónustubændaSamhliða smíði nýju vefanna höfum var byggt upp sérstakur vefaðgangur ferðaþjónustubændanna sem er hluti af innri samskiptavef samtanna. Þar geta ferðaþjónustubændur uppfært bókunarstöðu gistirýmis sem er forsenda fyrir rauntíma bókunarvélum á vefnum.  Innri vefur Ferðaþjónustu bænda inniheldur svo ýmsa mikilvæga hluti eins og gæðahandbók, fræðsluefni, samskiptakerfi milli bæjanna og lokaða spjallþræði sem nýtast í félagsstarfinu. Netsamband á alla bæiNýja bókunarkerfið byggir á tengingu allra bæjanna við miðlægt bókunarkerfi en á síðustu árum hefur netsamband batnað stórlega víða og eru nú horfur á allir bæir verði komnir í viðunandi netsamband innan  tíðar. ?Rauntíma uppfærsla á bókunarstöðu er lykilatriði í sölu á ferðaþjónustu á vefnum og notkun á nettækninni til þess er eina raunhæfa lausnin til framtíðar,? segir Marteinn. Öflug sölustarfsemi í um 30 árFerðaþjónusta bænda hefur í rúm 30 ár kynnt og selt ferðaþjónustu bænda. Fyrst var starfsemin á vegum Félags ferðaþjónustubænda en frá árinu 1990 hefur sölustarfsemin verið í sér rekstrarfélagi í eigu bænda.  Um 20 starfsmenn starfa nú á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda að Síðumúla 2 og ferðaþjónustubændur eru nú 130 talsins. ?Bókunarvélar á vefnum eru mikilvæg viðbót við starfsemina en með beinni og milliliðalausri sölu en með beinni og milliliðalausri sölu á vefnum gefst færi á að verða við kalli markaðarins. Ferðamenn kjósa í auknu mæli að nota veftæknina við að finna og bóka ferðalög þannig að Ferðaþjónusta bænda mun á þennan hátt bæta samkeppnisstöðu sína,? segir Marteinn Njálsson.  
Lesa meira

Tveir nýir ferðaþjónustuvefir

Nýlega fóru í loftið tveir vefir til markaðssetningar á Íslandi og íslenskri ferðaþjónustu. Þetta eru vefirnir lastminute.is og enjoyiceland.is. Að lastminute.is standa sömu aðilar og að nat.is, sem mörgum er að góðu kunnur. Í Kynningu á vefnum segir m.a. að vefurinn sé ?nýjung fyrir allt landið þar sem fyrirtækin auglýsa hvert fyrir annað, þar sem meginmarkmiðið er að bjóða ferðamönnum að ferðast á hagkvæman hátt hvert á land sem er, sérstaklega á jaðartímum. Hér er komið nýtt verkfæri til að vekja athygli á sértilboðum ferðaþjónustunnar. Það gildi einu hvaða starfsemi á í hlut, gisting, bílaleiga, veitingar, samgöngur eða afþreying.  Það eru alltaf eitthvað óselt, sem betra er að nýta með afslætti en ekki. Þetta er milliliðalaus þjónusta, sem er mjög áberandi á veraldarvefnum. Kostnaði fyrirtækja að vera með sitt pláss til ráðstöfunar á latminute.is og auglýsingar er mjög stillt í hóf," segir orðrétt. www.lastminute.is Um enjoyiceland.is segir m.a.  að um sé að ræða ?opnun á stórum og efnismiklum vef sem tengir allt landið saman á einfaldan og heilstæðan hátt. Markmiðið með þessum nýja vef er að fólk sem ekki þekkir til, eigi auðvelt með að kynnast Íslandi og þeirri ferðaþjónustu sem þar er í boði. Á vefnum geta notendur kynnt sér land og þjóð áður en lagt er í ferð til Íslands og jafnvel skipulagt ferðina á einfaldan hátt. Vefurinn byggir á kortum af Íslandi og sérkorti af höfuðborgarsvæðinu. Ísland er svo svæðaskipt og helstu staðir, bæir og almennar upplýsingar (s.s. fjarlægðir) eru um hvern uppgefin áfangastað.Vefurinn er rekinn af fyrirtækinu 159 ehf. sem sl. sex ár hefur gefið út ferðamannakortið BIG MAP.? www.enjoyiceland.is
Lesa meira

Undanþágur frá hvíldartímaákvæðum fyrir atvinnubílstjóra

Fastanefnd EFTA ríkjanna hefur samþykkt fjórar undanþágubeiðnir íslenskra samgönguyfirvalda er varða hvíldartímaákvæði atvinnubílstjóra. Snúast þær um að heimila lengri aksturslotur og að bílstjórnum í hópferðum með ferðamenn megi aka allt að 12 daga í lotu í stað 6 daga. Forsaga málsins er sú að Kristján L. Möller samgönguráðherra ákvað að taka málið upp í kjölfar óska frá Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands og Starfsgreinasambandi Íslands. Óskaði ráðuneytið eftir því 2008 við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að Íslandi yrðu veittar undanþágur frá aksturs- og hvíldartímareglum. Fylgdi samgönguráðherra málinu eftir með heimsókn til Brussel. Nánar á vef samgönguráðuneytisins
Lesa meira

Menningarlandið 2009

Menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, síðar iðnaðarráðuneyti, hafa frá árinu 2001 gert menningarsamninga við sjö samtök sveitarfélaga á Íslandi. Landið allt, utan höfuðborgarsvæðisins, er þannig tengt saman með menningasamningum og starfi sjö menningarráða. Samningarnir fela í sér markvissan stuðning ríkisins við menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði. Ráðstefna 11.-12. maíNú er tímabært að meta reynsluna af menningarsamningunum og huga að nýrri sókn í nýsköpun og nýtingu menningararfs okkar. Af því tilefni boða menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar, til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí næstkomandi. Allir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi eða ferðamálaum eru hvattur til að mæta á ráðstefnuna enda verða þær umræður sem þar fara fram grundvöllur að frekara samstarfi ríksi og sveitarfélaga um menningu og menningartengda ferðaþjónustu. Dagskrá: Mánudagur 11. maí: 12:00 Trommusveitin í Stykkishólmi býður gesti velkomna Ávarp ráðherra Landshlutapóstur frá Menningarráði Vesturlands og Vestfjarða 12:40 Dögg Mósesdóttir: Framtíðarfjárfestingin menning 13:00  Leikatriði frá Ungmennafélaginu Íslendingi í boði Menningarráðs Vesturlands - Stutt hlé ? 13:30 Elísabet Indra Ragnarsdóttir: ?Við verðum að læra að sjá meira, heyra meira, skynja meira ...? 13:50 Hjálmar H. Ragnars: Skapandi kraftur 14:10 Jón Hrólfur Sigurjónsson: ?Hér er hægt að fá brjálaðar hugmyndir og láta þær gerast!? 14:30 Spurningar og svör um menningaruppeldi og listfræðslu - Stutt hlé ? 15:00 Tónlistarperlur: Alexandra Chernyshova sópran, Þórhallur Barðason barinton og Tom R. Higgerson píanóleikari flytja.  Tónlistaratriði í boði Menningarráðs Norðurlands vestra 15:15 Landshlutapóstur frá Menningarráði Norðurlands vestra 15:30 Þór Sigfússon: Um þýðingu lista og menningar í íslensku athafnalífi - Stutt hlé ? 16:10 Menningarlandið 2009: Höfum við gengið til góðs: Guðrún Helgadóttir og Signý Ormarsdóttir flytja hugleiðingu um reynslu og árangur af menningarsamningum ríkis og sveitarstjórna. Að erindum þeirra loknum taka þær þátt í pallborði ásamt Svanfríði Jónasdóttur bæjarstjóra á Dalvík og fulltrúum frá iðnaðar- og menntamála-ráðuneytum.  17:15 Sameiginleg upplifunarferð með ævintýrasiglingu. Sturla Böðvarsson segir frá sögu og skipulagi gamla miðbæjarins í Stykkishólmi og gengið verður fylktu liði gegnum gamla bæinn, niður á höfn og um borð í bát sem siglir með gesti um Breiðafjörð. Boðið verður upp á ferskt sjávarfang um borð.  19:45  Fordrykkur í boði Stykkishólmskaupsbæjar í Vatnasafninu. 21:00 Kvöldverður með næringu fyrir líkama og sál. Þjóðlagasveitin frá Akranesi, Stefán Benedikt Vilhelmsson leikari, Þórunn Gréta Sigurðardóttir píanóleikari  og  Kómedíuleikhúsið frá Ísafirði verða meðal skemmtiatriða. Þriðjudagur 12. maí: 09:30 Svanhildur Konráðsdóttir:  Menning - mikilvægur drifkraftur í ferðaþjónustu 09:50  Landshlutapóstur frá Menningarráði Eyþings 10:05 Stuttmyndafestivalið Stulli ? verðlaunamynd og bjartasta vonin 2008 í boði Menningarráðs Eyþings 10:15 Dansgjörningur í boði Menningarráðs Eyþings: Anna Richardsdóttir 10:30 Landshlutapóstur frá Menningarráði Suðurlands 10:45 Þjóðlagasveitin Korka í boði Menningarráðs Suðurlands - Stutt hlé ? 11:20 Sigríður Sigurjónsdóttir: Stefnumót Bænda og hönnuða 11:40 Sólveig Ólafsdóttir: Meyjarhumar og hákarl 12:00 Matarhlé 13:00 Viðar Hreinsson: Menningararfur og sjálfsmynd Íslendinga 13:20 Hjálmar Sveinsson: Skipulag er menning 13:40 Umræður - Stutt hlé ? 14:20 Landshlutapóstur frá Menningarráði Austurlands 14:35 Brynhildur Guðjónsdóttir: Í fáum orðum 15:00 Jón Jónsson: Rótað í framtíðinni 15:20 Ávarp ráðherra 15:30 Lúðrasveit Stykkishólms og Akraness kveður gesti Nokkrar hagnýtar upplýsingar: Ráðstefnan verður haldin á Hótel Stykkishólmi 11.-12. maí 2009. Ráðstefnugjald er 9000 kr. Innifalið er hádegisverður, kvöldverður (án drykkja), kaffiveitingar og kynnisferð. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir gistingu og panta hana sérstaklega. Hótel Stykkishólmur býður upp á sérstakt  tilboðsverð fyrir ráðstefnugesti. Gisting í eina nótt fyrir manninn kostar  5000 kr. í tveggja manna herbergi og 6000 kr. í eins manns herbergi. Bókanir eru í gegnum netfangið hotel@hringhotels.is SkráningSkráning á ráðstefnuna fer fram hér á vefnum. Skráning á ráðstefnina Menningarlandið 2009
Lesa meira

Leiðsögunám á háskólastigi

Leiðsögunám á háskólastigi hófst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands síðastliðið haust og fékk strax góðar viðtökur. Námið er fyrir alla þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Megináhersla þess er á hagnýta þekkingu og þjálfun á sviði leiðsagnar með ferðamenn. Námið er 60 (ECTS) einingar á grunnstigi háskóla og frá haustmisseri 2009 kennt á tveimur misserum. Það er viðurkennt sem aukagrein með ferðamálfræði svo og í hugvísindadeild Háskóla Íslands. Útskrifaðir nemendur úr Leiðsögunámi á háskólastigi hafa einnig inngöngurétt í fagfélag Félags leiðsögumanna. Umsóknarfrestur til 11. aprílNæsti hópur fer af stað í ágúst 2009 og er fyrri umsóknarfrestur til 11. apríl. Kennt er tvisvar sinnum í viku frá kl. 16:10 ? 19:55, auk tungumálatíma. Mögulegt er að taka námið hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi. Að kennslu námskeiðanna koma háskólakennarar úr fjölmörgum deildum Háskóla Íslands, reyndir leiðsögumenn auk gestafyrirlesarara úr fagi ferðamennsku og leiðsagnar á Íslandi. Sjá nánar um námið á vef Endurmenntunar: Leiðsögunám á háskólastigi í Endurmenntun Háskóla Íslands
Lesa meira

Breytt fyrirkomulag fjárveitinga til Ferðamálasamtaka Íslands

Skrifað hefur verið undir samkomulag á milli Ferðamálastofu og Ferðamálasamtaka Íslands um breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til samtakanna. Markmiðið er að setja skýrari ramma um árleg fjárframlög ríkisins til Ferðamálasamtaka Íslands og aðila að samtökunum. Ferðamálasamtök Íslands (FSÍ) samanstanda af átta landshlutasamtökum. Meginhlutverk FSÍ er að vera í forsvari fyrir ferðamálasamtök landshlutanna um sameiginleg málefni þeirra, vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu innan landshlutasamtakanna og að samræmingu í þessari starfsemi almennt á landinu. Með samningnum tekur Ferðamálastofa að sér að styðja starfsemi samtakanna varðandi tiltekna þætti í starfseminni. Tekur það m.a. til rekstrar, skipulagningar innra starfs (svo sem fræðslu- og útgáfustarfsemi) og eflingar á sameiginlegri kynningu landshlutasamtakanna. FSÍ sér um úthlutun fjármagns til aðildarfélaga og verkefna á grundvelli ákvörðunar stjórnar samtakanna og annast allan rekstrarkostnað vegna skrifstofuhalds s.s vegna launa og annars rekstrarkostnaðar. Í tengslum við samninginn hafa Ferðamálasamtök Íslands ráðið forstöðumann í fyrsta sinn og er það Pétur Rafnsson, formaður samtakanna. Á myndina vantar Ásbjörn Jónsson, Suðurlandi og Sævar Pálsson, Vestfjörðum. Stjórn Ferðamálasamtaka Íslands ásamt ferðamálastjóra og skrifstofustjóra ferðamála í iðnaðarráðneytinu að undirskrift lokinni. Talið frá vinstri: Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóra ferðamála í iðnaðarráðneytinu; Unnur Halldórsdóttir,Vesturland; Svanhildur Pálsdóttir, Noðurland vestra; Pétur Rafnsson, formaður FSÍ; Stefán Stefánsson, Austurland; Ólöf Ýrr Atladóttur ferðamálastjóri; Dóra Magnúsdóttir, Höfuðborgarsvæðið og Kristján Pálsson, Suðurnes.
Lesa meira

Fundaferð um Noreg í lok apríl

Í lok apríl gangast Ferðamálastofa og Útflutningsráð fyrir fundaferð til þriggja borga í Noregi. Yfirskriftin er "Ferðaþjónusta, heilbrigði og útivist". Megináhersla er á að bjóða ferðaþjónustuaðilum á þessa fundi en einnig verður möguleiki fyrir aðila í tengdri starfsemi, svo sem útivistarfatnaði, heilsuvörum og álíka að taka þátt. Dagskráin er á þá leið að flogið er til Osló þriðjudaginn 28. apríl og haldinn vinnufundur þar eftir hádegi. Miðvikudaginn 29. apríl er flogið með fyrsta flugi Icelandair á milli Osló og Stavanger. Haldinn vinnufundur þar eftir hádegi og síðan ekið til Bergen um kvöldið. Síðasti vinnufundurinn er svo í Bergen að morgni 30. apríl en haldið heim í gegnum Kaupmannahöfn um kvöldið. Nánari upplýsingar gefa Þorleifur Þór Jónsson thorleifur@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000 og Sigrún H. Sigurðardóttir sigrun@icetourist.is eða í síma 535 5500
Lesa meira

Fjöldi umsókna um styrki til uppbyggingar í ferðaþjónustu

Vel á þriðja hundrað styrkumsóknir bárust til uppbyggingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Nú er unnið að skráningu og flokkun umsóknanna sem eins og kunnugt er skiptast á milli móttökuaðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og nýsköpunar í ferðaþjónustu. Úthlutunarnefnd mun hittast á fyrsta fundi í lok mars. Eins og fram kom í auglýsingu verður gengið frá úthlutun í apríl.
Lesa meira

Verslun ferðamanna í kjölfar efnahagssamdráttar

Þrátt fyrir að færri erlendir ferðamenn hafi lagt leið sína til landsins á síðasta ársfjórðungi í fyrra en á sama tíma árið á undan þá eyddi hver þeirra mun hærri fjárhæð. Þetta kemur fram í skýrslunni Ferðamannaverslun í kjölfar efnahagssamdráttar frá Rannsóknasetri verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Talningar Ferðamálastofu sýndu 1,3% fækkun erlendra ferðamanna síðustu 3 mánuði síðasta árs, miðað við sama tíma 2007. Neysluútgjöld erlendra ferðamanna á síðasta ársfjórðungi síðasta árs voru hins vegar 148,7% hærri en á síðasta fjórðungi árið áður, samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands, segir í skýrslunni. Söluverðmæti þess sem útlendingar keyptu hér á síðasta ársfjórðungi 2008 með tax-free skilmálum hjá Iceland Refund var 327% hærra en árið áður og fjöldi sölueyðublaða sem afgreidd voru meira en tvöfaldaðist þegar borin eru saman sömu tímabil. Veltuaukning hjá Global Refund á sama tímabili nam 126% og alls nam aukningin 62,4% milli áranna 2007 og 2008. Mest var keypt af tískufatnaði, útivistarfatnaði, ullarvörum, minjagripum, úrum og skartgripum með tax-free fyrirkomulagi. Búist við aukinni veltuAnnar tilgangur skýrslunnar var einnig að gera grein fyrir breytingum á verslun Íslendinga erlendis á árinu 2008 en verulega dró úr þeim á því tímabili sem um er rætt. Í skýrslunni er áætlað að samdráttur á útgjöldum Íslendinga erlendis og útgjöld erlendra ferðamanna  sem hingað koma geti leitt til aukinnar veltu í íslenskri verslun og þjónustu sem nemur 32 milljörðum króna á þessu ári. Skýrslan í heild:Ferðamannaverslun í kjölfar efnahagssamdráttar (PDF)
Lesa meira