16.03.2009
Hinni árlegu ITB ferðasýningu lauk í gær í Berlín en hún er ein sú stærsta í heimi. Sem fyrr var íslensk ferðaþjónusta kynnt með öflugum hætti og að þessu sinni voru 19 íslensk fyrirtæki meðal sýnenda.
Sýningin var nú haldin í 43. sinn og hefur Ferðamálastofa tekið þátt í henni nánast frá upphafi. Starfsfólk Ferðamálastofu í Frankfurt hafði veg og vanda að undirbúningi fyrir Íslands hönd og skipulagði þátttökuna. Þátttakendur frá um 180 löndum voru mættir til Berlínar, alls um 10 þúsund sýnendur, og því ljóst að samkeppnin um ná hylli ferðamanna var hörð. Aðstandendur sýningarinnar reiknuðu með um 170.000 sýningargestum, þar af um 100.000 fagaðilum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýningarinnar.
Lesa meira
16.03.2009
Í talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð er hægt að sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni og hvernig hún breytist eftir mánuðum. Alls fóru um 18 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum en í febrúarmánuði árið 2008 voru þeir tvö þúsund fleiri eða um 20 þúsund. Erlendum gestum fækkar því um 10% milli ára. Frá áramótum hafa því tæplega 40 þúsund erlendir gestir farið frá landinu, 6% færri en árinu áður. Meira en helmingsfækkun er í brottförum Íslendinga í febrúar en í ár fóru um 15 þúsund frá landinu en voru í sama mánuði árinu áður ríflega 32 þúsund.
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða í febrúar má sjá fækkun frá öllum mörkuðum nema N-Ameríku, en gestum þaðan fjölgar um 10%. Einnig má benda á fjölgun Þjóðverja. Af Norðurlandaþjóðum fjölgar einungis Dönum. Frá áramótum hefur gestum fjölgað verulega frá Þýskalandi (19,4%) og N.-Ameríku (14%) sem sjá má hér í töflunum að neðan. Þar sést nánari skipting gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum.
Febrúar - eftir þjóðernum
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
1.502
1.756
254
16,9
Kanada
225
151
-74
-32,9
Bretland
5.797
4.881
-916
-15,8
Noregur
1.907
1.746
-161
-8,4
Danmörk
1.762
1.885
123
7,0
Svíþjóð
1.468
1.166
-302
-20,6
Finnland
586
322
-264
-45,1
Þýskaland
1.094
1.212
118
10,8
Holland
655
680
25
3,8
Frakkland
1.074
818
-256
-23,8
Sviss
103
123
20
19,4
Spánn
172
116
-56
-32,6
Ítalía
160
116
-44
-27,5
Pólland
725
536
-189
-26,1
Japan
668
588
-80
-12,0
Kína
133
116
-17
-12,8
Annað
2.281
2.064
-217
-9,5
Samtals
20.312
18.276
-2.036
-10,0
Febrúar - eftir markaðssv.
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
N-Ameríka
1727
1907
180
10,4
Bretland
5.797
4.881
-916
-15,8
Norðurlönd
5.723
5.119
-604
-10,6
Mið-/S-Evrópa
3.258
3.065
-193
-5,9
Annað
3.807
3.304
-503
-13,2
Samtals
20.312
18.276
-2.036
-10,0
Ísland
32.471
15.255
-17.216
-53
Janúar/febrúar - eftir þjóðernum
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
3.632
4.142
510
14,0
Kanada
541
342
-199
-36,8
Bretland
9.669
8.746
-923
-9,5
Noregur
3.567
3.177
-390
-10,9
Danmörk
3.703
3.795
92
2,5
Svíþjóð
3.012
2.606
-406
-13,5
Finnland
874
638
-236
-27,0
Þýskaland
2.256
2.694
438
19,4
Holland
1.228
1.239
11
0,9
Frakkland
2.114
1.732
-382
-18,1
Sviss
298
391
93
31,2
Spánn
338
337
-1
-0,3
Ítalía
451
382
-69
-15,3
Pólland
1.533
1.222
-311
-20,3
Japan
1.436
1.559
123
8,6
Kína
359
266
-93
-25,9
Annað
5.590
4.993
-597
-10,7
Samtals
40.601
38.261
-2.340
-5,8
Jan/feb - eftir markaðssv.
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
N-Ameríka
4.173
4.484
311
7,5
Bretland
9.669
8.746
-923
-9,5
Norðurlönd
11.156
10.216
-940
-8,4
Mið-/S-Evrópa
6.685
6.775
90
1,3
Annað
8.918
8.040
-878
-9,8
Samtals
40.601
38.261
-2.340
-5,8
Ísland
63.474
33.821
-29653
-46,7
Lesa meira
16.03.2009
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segist afar ánægð með nýafstaðna ferð til Japans þar sem fram fór kynning á ferðaþjónustu og tækifærum til fjárfestinga hér á landi. Það voru Ferðamálastofa, Útflutningsráð, Fjárfestingastofa og Film in Iceland sem stóðu að kynningunni í samvinnu við sendiráð Íslands í Japan og utanríkisráðuneytið.
Samtals tóku 14 fulltrúar fyrirtækja og stofnana þátt í ferðinni auk forsvarsmanna Útflutningsráðs og Ferðamálastofu. Þarf af voru fulltrúar sjö ferðaþjónustufyrirtækja sem kynntu Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Japönskum ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum var meðal annars boðið til kynningar á Íslandi og var þátttaka mjög góð. Hátt í 70 manns frá tæplega 40 japönskum fyrirtækjum sóttu kynninguna og í framhaldinu notuðu íslensku fyrirtækin ferðina til að hitta fólk og styrkja viðskiptatengslin. Ólöf Ýrr sagði ferðina hafa verið afar gagnlega að sínu mati og hún nýtt tækifærið m.a. til að koma á tengslum við samtök ferðaskrifstofa og opinbera ferðamálaaðila.
Auka þekkingu á ÍslandiÁ undanförnum árum hafa á milli 6 og 7 þúsund ferðamenn sótt landið heim. Í fyrra voru þeir 6.700 og hafa aldrei verið fleiri. Ólöf segist telja alla möguleika fyrir hendi að fjölga japönskum ferðamönnum hingað til lands. Japanir telji um 120 milljónir, séu með annað stærsta hagkerfi í heimi og duglegir að ferðast þannig að eftir miklu sé að slægjast. ?Japanir eru sannarlega ekki okkar næstu nágrannar þannig að við verðum að hafa raunhæfar væntingar um fjölgun ferðamanna þaðan. Það þarf fyrst að auka almenna þekkingu Japana um Ísland og Ferðamálastofa er að skoða með með hvaða hætti hún getur stutt frekar við það markaðs- og kynningarstarf sem fram fer á markaðinum,? segir Ólöf og bætir við að Ferðamálastofa sé meðal annars með í undirbúningi að bæta við japönskum hluta á landkynningarvefinn visiticeland.com
Ólöf Ýrr flytur erindi á kynningu fyrir japanskar ferðaskrifstofur.
Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra.
Vel var mætt á kynninguna.
Fyrirtækin notuðu ferðina til að skapa viðskiptatengsl.
Íslenskur matur á borðum.
Íslenski jólasveinninn stóð fyrir sínu.
Lesa meira
13.03.2009
Alls bárust Ferðamálastofu 213 umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári, sem er 40% fjölgun á milli ára. Nú er lokið við að vinna úr umsóknum og hlutu 108 verkefni styrk að þessu sinni.
Til úthlutunar voru um 56 milljónir króna og auk þess var úthlutað hálfri milljón króna til deiliskipulagsvinnu á tveimur stöðum. Umsóknir hljóðuðu upp á samtals tæplega 478 milljónir króna. Styrkir skiptast sem fyrr í þrjá meginflokka, þ.e. minni verkefni, stærri verkefna á fjölsóttum ferðamannastöðum og uppbygging á nýjum svæðum. Sérstök áhersla var lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningastöðum. Líkt og fram kom í auglýsingu var við úthlutun m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Einnig var tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nyti þegar fjárstuðnings opinberra aðila.
Listi yfir styrkþega 2009 (Excel)
Lesa meira
12.03.2009
Landsvirkjun kannar nú möguleika þess að auka vinnslu jarðhita við Kröflu með því að reisa nýja virkjun. Rannsóknamiðstöð ferðamála gerði rannsókn þar sem metin voru möguleg áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á ferðamennsku umhverfis Kröflu og Mývatn.
Uppbygging virkjunarinnar verður gerð með hliðsjón af áætlaðri vinnslugetu jarðhitasvæðisins við Kröflu. Mývatnssveit hefur lengi verið aðdráttarafl ferðamanna og er Kröflusvæðið hluti af því aðdráttarafli sem dregur ferðamenn til Mývatnssvæðisins. Í kjölfar virkjanaframkvæmda við Kröflu á áttunda áratugnum var lagður vegur að virkjanasvæðinu vestan við Kröflu sem gjörbreytti aðgengi almennings að svæðinu. Kröflueldar sem brunnu frá 1975-1984 höfðu fengið mikla athygli í fjölmiðlum og vakið forvitni margra á að heimsækja svæðið. Náttúruperlur á borð við Víti og Leirhnjúk urðu í framhaldinu jafn sjálfsagður hluti ferðaáætlana ferðamanna á hringferð um landið og Gullfoss og Geysir. Til að mæta síauknum fjölda ferðamanna hefur Landsvirkjun staðið að töluverðri uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn á Kröflusvæðinu. Sumarið 2008 er áætlað að um hundrað þúsund ferðamenn hafi komið á Kröflusvæðið.
Markmið þessarar rannsóknar er að meta möguleg áhrif fyrirhugaðra framkvæmda vegna byggingu Kröfluvirkjunar II á ferðamennsku umhverfis Kröflu og Mývatn. Viðhorf helstu hagsmunahópa til fyrirhugaðra framkvæmda voru könnuð með viðtölum. Að mati viðmælenda liggur gildi svæðisins fyrir ferðamennsku fyrst og fremst í verðmætum náttúruperlum, fjölbreyttri náttúru og einstakri jarðfræði, en ekki síður í góðu aðgengi að þessum náttúruauðlindum fyrir ferðamenn. Það að Kröflusvæðið er jafnframt dyr að víðernunum norður af Mývatni eykur á gildi náttúruupplifunar svæðisins, segir í frétt um útkomu skýrslunnar.
Rannsóknin er unnin af Rannsóknamiðstöð ferðamála fyrir Landsvirkjun að beiðni verkfræðistofunnar Mannvits. Skýrsluna unnu dr. Rannveig Ólafsdóttir sérfræðingur við miðstöðina og Eva Sif Jóhannesdóttir sá um gagnöflun og skrif.
Skoða skýrsluna:Mat á áhrifum Kröfluvirkjunar II á ferðaþjónustu og útivist
Lesa meira
12.03.2009
Ferðamálastofa hefur farið yfir umsóknir um samstarfsverkefni undir formerkjum sérstaks markaðsátaks í Evrópu 2009. Alls barst 71 umsókn að í verkefni að fjárhæð um 700 milljónir króna.
Úthlutað var 70 milljónum króna til 17 verkefna. Við mat á umsóknum var tekið tillit til þeirra krafna sem fram komu í auglýsingu en hópur starfsmanna Ferðamálastofu vann að matinu. Í auglýsingu sagði meðal annars: "Heildarráðstöfunarfé Ferðamálastofu til samstarfsverkefnanna eru 70 milljónir króna, sem skiptast munu með eftirfarandi hætti:
Til þriggja verkefna, eitt á hverju markaðssvæði, þar sem framlag Ferðamálastofu nemur 10 millj.kr. að hámarki.
Til fjögurra verkefna, þar sem framlag Ferðamálastofu nemur 5 millj.kr. að hámarki.
Til tíu verkefna, þar sem framlag Ferðamálastofu nemur 2 millj.kr. að hámarki."
Auglýsinguna má skoða hér.
Eftirtaldir aðilar hafa verið valin til samstarfs:
Allt að 10 milljónir
Samstarfsaðili
Markaður
Kynningarátak um Ísland í Bretlandi
Discover the World
Bretland
?On-line? markaðsherferð í Skandinavíu
Iceland Express
Skandinavía
City Light Poster Campaign
Icelandair Evrópu
Mið-Evrópa
Allt að 5 milljónir
On-line markaðsherferð á meginlandi Evrópu
Iceland Express
Mið-Evrópa
Átak vegna hvataferða / MICE markaður
Icelandair Skandinavíu
Skandinavía
Iceland UK outdoor promotion
Icelandair Bretlandi
Bretland
Sagatrails in Iceland
Samtök um sögutengda ferðaþjónustu
Allir
Allt að 2 milljónir
Sölu og kynningarherferð 2009
Volters Reisen
Mið-Evrópa
Islanda; Aurora Boreale & sorgenti calde
Island Tours Italy
Mið-Evrópa
Iceland Campaign
Troll Tours
Mið-Evrópa
Iceland - Get the Idea
Ráðstefnuskrifstofa Íslands
Mið-Evrópa / Skandinavía
Fjallamennska í ríki Vatnajökuls
Í ríki Vatnajökuls
Mið-Evrópa / Bretland
Iceland Diary
Hekla Travel
Skandinavía
Iceland - 2009''s hottest destination
Regent Holidays
Bretland
Markaðssamstarf með Ferðamálastofu
Voyages Jules Verne
Bretland
Iceland discoveries all year round
Titan Travel /Hi Tours
Bretland
Markaðsátak meðal kylfinga
Golf Iceland
Bretland / Skandinavía
Lesa meira
12.03.2009
Fimmtudaginn 12. mars næstkomnadi kl. 13:00-17:00 gengst Félag umhverfisfræðinga á Íslandi fyrir málþinginu "Ferðaþjónusta, náttúra og samfélag". Það er haldið í aðalhúsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg, sal L201. Málþingið er númer tvö í röð málþinga sem félagið stendur fyrir undir yfirskriftinni Sjálfbærni á tímabótum. Sjónum verður beint að tilurð, mótun og sérstöðu íslenskrar ferðaþjónustu, vexti hennar, stöðu og þolmörkum og rætt um tengsl og upplifun fólks af náttúrunni. Þá verður fjallað um vöruþróun og stefnumótun á grunni sjálfbærni og rætt sérstaklega um sjálfbæra ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Búist er við auknum fjölda innlendra og erlendra ferðamanna á Íslandi á komandi misserum. Tryggja þarf að fjölgun ferðamanna hafi ekki í för neikvæð áhrif á náttúru Íslands og einstök byggðarlög. Þekking á þolmörkum náttúru og samfélags og hvernig þróa má ferðaþjónustu í átt að sjálfbærni eru lykilatriði í þessu sambandi, segir í tilkynningu um málþingið.
Dagskrá málþings
SetningGuðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi
Ferðaþjónusta á tímamótum? Tilurð ferðaþjónustu á Íslandi og sjálfbærniGunnar Þór Jóhannesson, nýdoktor, Mannfræðistofnun, Háskóla Íslands
Ferðaþjónustan í dag og líkleg þróun Elías Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu
Þolmörk náttúru og samfélags í ferðaþjónustuAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræðum, Háskóla Íslands
Upplifun og tengsl fólks við náttúrunaJakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ og stundakennari við Hólaskóla
KAFFIHLÉ
Vöruþróun í ferðaþjónustu á grunni sjálfbærni - mikilvægi samræmdrar svæðisbundinnar stefnumótunarEdward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála
Sjálfbær ferðaþjónusta á NorðurlandiÁsbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi
UMRÆÐUR
Fundarstjóri: Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Allir velkomnir
Dagskrá sem PDF til útprentunar
Lesa meira
11.03.2009
Á dögunum auglýsti Ferðamálastofa eftir forstöðumanni markaðs- og samskiptasviðs og bárust tæplega 100 umsóknir. Þessa dagana er verið að ræða við umsækjendur og verður gengið frá ráðningu á næstu dögum.
Lesa meira
10.03.2009
Skráning er nú hafin á ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu, Heilsa ? Upplifun ? Vellíðan, sem iðnaðarráðuneytið í samstarfi við og Ferðamálastofu, Háskólann á Hólum og Vatnavini gengst fyrir þann 18 mars næstkomandi. Jafnframt liggur dagskráin fyrir í heild sinni.
Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-17. Mörg áhugaverð erindi verða flutt. Inngangserindið flytur Melanie Smith frá Corvinus University í Budapest og nefnist það ?Health Tourism Trends: Back to the Future.? Einnig ávarpar Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, ráðstefnuna. Ráðstefnustjóri Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. Í lok ráðstefnu verða pallborðumræður sem Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, stjórnar.
Dagskrá:
13:00 Setning ráðstefnu. Laufey Haraldsdóttir Ferðamáladeild Háskólans á Hólum
Ávarp ráðherra: Össur Skarphéðinsson iðnaðar- og ferðamálaráðherra
Health Tourism Trends: Back to the FutureMelanie Smith, Senior Lecturer in Tourism Management Corvinus University, Budapest.
Sýn fyrir Heilsulandið ÍslandVatnavinir: Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuður
Bláa Lónið ? mikilvægi rannsókna í öflugu nýsköpunarstarfiÁsa Brynjólfsdóttir rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa Lónsins
Heilsutengd ferðaþjónustaBerglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri Heilbrigðisráðuneytið
15:00 Kaffihlé
Heilsuferðaþjónusta í Þingeyjarsýslum. Gunnar Jóhannesson Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga
Heilsuþorp á Flúðum Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur
Miðaldaböð í Reykholtsdal Kjartan Ragnarsson Landnámssetri Íslands
Móðir jörð og maðurinn; tengslin í sinni tærustu mynd Anna Dóra Hermannsdóttir ferðaþjónustunni Klængshóli
Hvernig eflum við heilsuferðaþjónustu á ÍslandiPallborð, stjórnandi Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Ferðamáladeild Háskólans á Hólum
Í pallborði: Gunnlaugur K Jónsson formaður NLFÍ, Grímur Sæmundsen Bláa Lónið, Þorsteinn Ingi Sigfússon Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur og detoxráðgjafi.
17:00 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri: Edward Huijbens forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
Ráðstefnugjald: 2.500,-. Nemendur: 1.250,-
Smellið hér fyrir skráningu
Lesa meira
06.03.2009
Ferðamálaráð hefur sent iðnaðarráðherra, ráðherra ferðamála, yfirlýsingu þess efnis að ráðið taki undir þær áhyggjur sem Samtök ferðaþjónustunnar og fyrirtæki í Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, hafa þegar lýst af fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. Í yfirlýsingunni segir einnig:
?Mikil vinna er framundan við að styrkja ímynd og orðspor landsins á erlendum vettvangi og er ekki síst horft til ferðaþjónustunnar í þeim efnum. Með því að leyfa hvalveiðar er þeim sem starfa að landkynningu gert erfitt fyrir auk þess sem fyrirtæki sem lagt hafa í miklar fjárfestingar vegna hvalaskoðunar eru verulega uggandi um afkomu sína.
Ferðamálaráð telur það því grundvallaratriði fyrir hagsmuni ferðaþjónustunnar að lykilsvæðum fyrir hvalaskoðun verði hlíft við veiðum og umferð hvalveiðibáta, sem fyrirsjáanlegt er að fari af stað á vordögum. Ráðið leggur jafnframt ríka áherslu á að fulltrúar ferðaþjónustunnar eigi formlega aðild að þeim viðræðum sem í hönd fara um endurskoðun ákvörðunar um hvalveiðar.
Ferðamálaráð mælist til þess að ráðherra beiti sér fyrir því að ofangreindum sjónarmiðum verði mætt og að ríkir hagsmunir ferðaþjónustunnar vegi þungt í þeim ákvörðunum sem framundan eru í þessu efni?.
Einn fulltrúi í ráðinu lagði fram bókun þess efnis að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman og veiðarnar verði stundaðar í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknunarstofnunar.
Frekari upplýsingar veitir Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs í síma 693 9363
Lesa meira