Fara í efni

Seattle nýr áfangastaður Icelandair

Icelandairvél
Icelandairvél

Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna bætist við sem áfangastaður Icelandair þann 22. júlí næstkomandi. Flogið verður fjórum sinnum í viku.

Frá Íslandi til Seattle verður flogið á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum kl. 17. Lent kl. 16:45 að staðartíma. Frá Seattle verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 15:30. Lent kl. 6:45 á Keflavíkurflugvelli. Meðalflugtími er sjö og hálf klukkustund, sem er svipað og til Orlando í Flórída. Flogið verður með Boeing 757-þotum.

Haft er eftir Birgi Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að við brotthvarf SAS af markaðnum milli Skandinavíu og Seattle í sumar hafi myndast tækifæri fyrir flugfélagið. Icelandair stefnir á að fljúga með um 60.000 farþega á ári. Um 93% þeirra verði erlendir ferðamenn og um 7% Íslendingar. Þetta skapar starfsvettvang fyrir um 100 starfsmenn Icelandair og systurfélaga.

Áætlanir um Dreamliner standa
Þá hefur komið fram að Icelandair hefur engin áform um að hætta við kaup á fjórum Boeing 787 Dreamliner flugvélum þrátt fyrir erfitt rekstarumhverfi og fjármálakreppuna á Íslandi. Von er á fyrstu vélinni á a´rinu 2012 eða 2013.