Fara í efni

Auglýst eftir umsóknum frá ferðaþjónustu í samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB

Ný sýn
Ný sýn

Auglýst hefur verið til umsóknar verefnið "Networks for the Competitiveness and sustainability of European tourism". Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009.

Í þessu verkefni er markmiðið að auka samkeppnishæfni lítilla (micro) og meðalstórra fyrirtækja innan ferðaþjónustu. Einnig er lögð áhersla á að styðja við samstarfsnet þessara fyrirtækja, svæðisbundið og á milli svæða sem og að miðla þekkingu til fyrirtækja um góða viðskiptahætti sem stuðlað gætu að aukinni nýsköpun innan ferðaiðnaðarins.

Allar nánari upplýsingar, vinnuáætlun og leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna á slóðinni  http://ec.europa.eu/enterprise/newsroom/cf/itemlongdetail.cfm?item_id=2929&lang=en

Á þeirri síðu er boðið upp á leit að samstarfsaðilum - en einnig er hægt að fá aðstoð við þá leit hjá Evrópumiðstöð Impru

Í "Calls for proposal" á bls 4 -5 eru reglur um samstarfsaðila, sjá http://ec.europa.eu/enterprise/newsroom/cf/document.cfm?action=display&doc_id=2599&userservice_id=1&request.id=0

Dæmi um verkefni sem komust áfram 2008, sjá http://ec.europa.eu/enterprise/tourism/docs/other_documents/networkscall2008_winningproposals_en.pdf