Fara í efni

Staða verkefna í Ferðamálaáætlun

Geysir
Geysir

Í samræmi við Ferðamálaáætlun 2006-2015 voru í febrúarmánuði 2006 skilgreind 12 verkefni áætlunarinnar sem hafin yrði vinna við á fyrsta ári hjá starfsfólki Ferðamálastofu. Flestum þessara verkefna er þegar lokið eða um það bil að ljúka. Þá er fjöldi verkefna í eðli sínu án upphafs og endis og í sívinnslu hjá stofnuninni.

Hér að neðan veður farið yfir stöðu hvers verkefnis um sig.

1. Skilgreining á lágmarkskröfum til upplýsingamiðstöðva og auðkenni þeirra.
Verkefninu lauk í sumar.

2. Þarfagreining um nauðsynlegar rannsóknir í ferðaþjónustu.
Verkefninu er lokið og Ferðamálastofa hefur gert tillögu um forgangsröðun rannsókna.

3. Úttekt á stöðu deiliskipulags á fjölsóttum ferðamannastöðum.
Verkefninu lauk í sumar og jafnframt hefur verið unnin forgangsröðun vegna þeirra staða sem ekki eru með deiliskipulag.

4. Samanburður á rekstrarumhverfi ferðaþjónustu á Íslandi og öðrum Norðurlöndum.
Verkefnið er í vinnslu hjá verktaka í Danmörku og áætluð verklok eru í janúar 2007

5. Flokkun ráðstefnuaðstöðu.
Skoðaðir hafa verið nokkrir staðlar m.a Horesta, sem Ferðamálastofa hefur látið þýða yfir á Íslensku. Þessi þýðing hefur síðan verið send á hagsmunaaðila, þ.e. SAF og Ráðstefnuskrifstofu Íslands, til umsagnar og álitsgjafar. Er nú á Þorra að vænta niðurstðu og ákvarðanatöku um hvort þessi dönsku viðmið verða notuð.

6. Gæðakönnun meðal innlendra og erlendra ferðamanna.
Könnun meðal innlendra ferðamanna lokið og var hún kynnt á Ferðamálaráðstefnunni í nóvember. Könnun meðal erlendra ferðamanna er í undirbúningi.

7. Rannsóknir á áhrifum nýsköpunar á vöxt í ferðaþjónustu.
Þetta verkefni er enn á undirbúningsstigi og óljóst um verklok

8. Stofnun gagnamiðstöðvar um tölfræði og rannsóknir í ferðaþjónustu.
Mjög viðamikið verkefni vegna hugbúnaðar/ samninga við eigendur gagna o.fl. Verklok eru áætluð 1. apríl 2007

9. Einföldun á kvartanaferli fyrir ferðamenn.
Verkefninu er lokið og rafrænt form til að senda inn kvartanir er komið á vefi Ferðamálastofu til notkunar fyrir neytendur.

10. Rafrænt bókunarkerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Verkefninu er um það bil að ljúka og er þegar komið til framvæmda að hluta.

11. Samstarf við Almannavarnir um nauðsynlega þjónustu við ferðamenn.
Samstarf er hafið við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra um nauðsynlega þjónustu. Í reynd eru engin verklok sem slík.

12. Markaðsrannsóknir.
Í Ferðamálaáætluninni er gert ráð fyrir markaðsrannsóknum á okkar helstu markaðssvæðum svo og á nýjum. Nokkar nýlegar rannsóknir hafa verið gerðar á erlendum mörkuðum með vísan til Íslands. Þær stærstu hafa verið unnar í N.-Ameríku og í Evrópu á vegum verkefnisins Iceland Naturally. Með þeim má segja að fyrir liggi nýlegar niðurstöður á þessum stærstu markaðssvæðum okkar. Þá er í ferðamálaáætlun gert ráð fyrir að gera markaðsrannsóknir á fjarmörkuðum okkar, sem nauðsynlegs undanfara almennrar markaðsvinnu fyrir Ísland. Þegar hafa verið kynntar hluti af niðurstöðum markaðsrannsóknar sem unnin var í Asíu fyrir Norðurlöndin í heild þar sem þó var spurt um hvert land fyrir sig og var rannsóknin kostuð af tekjum Ferðamálaráðs Norðurlanda. Þá eru nýlega komnar niðurstöður úr sameiginlegri markaðsrannsókn Norðurlandanna í Póllandi.

Þá má nefna nokkur verkefni sem eru í áætluninni og er þegar lokið eða í farvegi annars staðar en hjá Ferðamálastofu:

  • Endurskoðun laga um skipulag ferðamála. Ný lög tóku gildi 2006.
  • Tryggt verði aðgengi að hröðu fjarskiptaneti við fjarnám. Er í vinnsu í fjarskiptaáætlun.
  • Sameining leyfa í veitingarekstri. Er í vinnslu.
  • Hagstofunni hefur verið falin gerð hliðarreikninga við þjóðhagsreikninga. (Satellite Account)

Verkefnalistinn hefur þegar á fyrsta ári tekið breytingum í takt við þróun greinarinnar. Á næstu 9 árum verða miklar breytingar á verkefnum, enda gengið út frá því að Ferðamálaáætlunin lagi sig að þörfum greinarinnar við þróun ferðaþjónustunnar til frekari arðsemi fyrir greinina og þjóðarbúið.