Hornstrandir - Ráðstefna um skipulagsmál

Hornstrandir - Ráðstefna um skipulagsmál
Hornstrandir

Ráðstefna um skipulagsmál á Hornstr0ndum, þ.e. í fyrrum Sléttu- Grunnavíkur- og Snæfjallahreppum, verður haldin 26.-27. janúar 2007 í Hömrum á Ísafirði. Ráðstefnan er hluti af vinnu við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
 
Til umfjöllunar verður landnýting og framtíðar skipulag svæðisins. Fjallað verður um hvernig má mæta þörfum hagsmunaaðila án þess að skerða náttúruleg og menningarleg verðmæti svæðisins. Reynt verður að fá fram sem flest sjónarmið þeirra sem hagsmuna eiga að gæta við framtíðarskipulag svæðisins. Hagsmunaaðilar og sérfræðingar munu ræða um verndun, ferðaþjónustu og nýtingu landeigenda á svæðinu og á öðrum sambærilegum svæðum.

Ráðstefnan er öllum opin og ekkert þátttökugjald.

Dagskrá og nánari upplýsingar á vef Ísafjarðarbæjar


Athugasemdir