Fara í efni

Ferðasýning í Fífunni í vor

Ferðatorg 2005
Ferðatorg 2005

Dagana 20.-22. apríl næstkomandi verður haldin ferðasýning í Fífunni  Kópavogi. Í raun er um að ræða þrjár sýningar undir sama þaki, það er Ferðasýningin 2007, Golf á Íslandi 2007 og Sumar 2007.

Að sýningunum stendur fyrirtækið Íslandsmót í samstarfi við fleiri aðila og að ferðasýningunni 2007 koma Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands. Í kynningu á sýningunni segir m.a. markmið sýningarinnar sé að auka áhuga Íslendinga á ferðamennsku/ferðaþjónustu á Íslandi, veita upplýsingar um fræðslu, menntun og umhverfismál, kynna framboð á íslenskri ferðaþjónustu fyrir almenningi og fagaðilum, kynna framboð ferða til útlanda fyrir Íslendingum og kynna möguleika golfíþróttarinnar hérlendis sem erlendis í tengslum við ferðalög. Samhliða sýningunni verða fyrirlestar og ráðstefna. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Íslandsmóta.