Fara í efni

Ferðamálastofa tók á móti finnsku gæðaverðlaununum í ferðaþjónustu

Ferðaverðlaun Helsinki 2007
Ferðaverðlaun Helsinki 2007

Ferðamálastofa tók í gær á móti finnsku gæðaverðlaununum í ferðaþjónustu. Verðlaunin voru afhent á MATKA ferðakaupstefnunni í Helsinki og veitti Lisbeth Jensen, forstöðukona Ferðamálastofu á Norðurlöndum, viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni.

Mikilvæg verðlaun á stærsta markaði okkar
Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu eru verðlaunin sérstaklega mikilvæg á þessum stærsta markði Íslenskrar ferðaþjónustu, Norðurlöndunum. ?Skrifstofa Ferðamálastofu á Norðurlöndum er einmitt 3ja ára núna og við eru ákaflega stolt af þessari viðurkenningu. Viðurkenningin er gæðaverðlaun til íslenskrar ferðaþjónustu og tekur til þjónustu á markaðinum við ferðasala og fjölmiðla. Í rökstuðningi dómnefndar er sérstaklega tekið fram að markaðssetning á Íslandi sem áfangastað sé miðuð að einstakri náttúru landsins, fjölbreyttri þjónustu á öllum sviðum ferðamála og miklum möguleikum á afþreyingu, menningu og verslun,? segir Ársæll.

?Verðlaun sem þessi eru ánægjuleg og sýna að mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað, þau hvetja okkur ennfremur til frekari dáða og eru viðurkenning á að landkynning og markaðssetning á Íslandi er vel skipulögð og nær árangri. En það er líka önnur hlið á málinu sem er sú að við verðum að standa undir síauknum væntingum ferðamanna hvað varðar þjónustu, viðmót og stöðuga nýsköpun? segir Ársæll að lokum.