Nýtt starfsfólk Ferðamálastofu

Nýtt starfsfólk Ferðamálastofu
Ulrika

Ferðamálastofu hefur á síðustu vikum bæst góður liðsauki með tveimur nýjum starfskröftum. Þetta eru þær Ulrika Petersson og Simone Reppisch sem báðar starfa á skrifstofum Ferðamálastofu erlendis.

Ulrika Petersson (sjá mynd) mun starfa við sem markaðsfulltrúi á skrifstofu Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn og er þar við hlið Lisbeth Jensen sem veitir skrifstofunni forstöðu. Ulrika er þrítugur Svíi sem býr í Malmö. Ulrika hefur lokið háskólaprófi við Háskólann í Lundi/Helsingborg í þjónustustjórnun og ferðamálum. Hún hefur unnið á skrifstofu Upplýsingamiðstöð ferðamála Malmö borgar.

Þá hefur sú tímabundna breyting orðið á skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt að Simone Reppisch mun næstu mánuði leysa af Ninu Becker, sem er í barnsburðarleyfi.


Athugasemdir