Fréttir

Fyrsta steypan við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Undirbúningi að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn í Reykjavík miðar vel áfram og er undirbúningur byggingarsvæðis langt kominn. Í dag var fyrstu steypunni rennt í steypumót í grunni hússins þannig að segja má að byggingin sjálf sé hafin. Ekki þarf að fjölyrða um þau jákvæðu áhrif sem tilkoma hússins hefur fyrir ferðaþjónustu hérlendis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur meðal annars bent á að væntanlega er bygging hússins stærsta markaðsaðgerð í íslenskri ferðaþjónustu fyrr og síðar. Eins og gefur að skilja eru þó mörg handtök eftir en áætluð opnun hússins er að tveimur árum liðnum.
Lesa meira

Sami aðili sjái um ferju og veitingarekstur

Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir áhugasömum aðila til að taka að sér bæði ferju- og veitingarekstur í Viðey. Hugmyndin er að það megi verða til að efla starfsemina í Viðey. Eyjan er sem kunnugt er hið forna höfuðból Reykjavíkur, merkur sögustaður og þar hefur verið rekin veigingaþjónusta í tæpa tvo áratugi. Þá sækja margir í Viðey til að njóta útivistar. Viðeyjarstofa sjálf er rúmlega 250 ára gömul, fyrsta steinhús sem reist var á Íslandi og eitt af allra elstu húsum landsins. Ýmsir viðburðir eru framundan í Viðey, meðal annars 100 ára afmæli þorps Milljónafélagsins og fyrirhuguð uppsetning á verki Yoko Ono. Sömuleiðis er stefnt að því í vor að flytja aðstöðu ferjunnar á nýjan stað við Skarfavör, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gögnin vegna auglýsingar Reykjavíkurborgar má nálgast hjá upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur.
Lesa meira

Ferðamenn aldrei fleiri á einu ári

-422 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað í fyrra Rúmlega 422 þúsund erlendir gestir komu til landsins í fyrra og fjölgaði þeim um 48 þúsund á milli ára, eða sem nemur 12,9%. Þetta er mun meiri fjölgun en á árinu þar á undan, þegar fjölgunin nam rétt um 4%, og raunar ein mesta hlutfalslega fjölgun í komum erlendra gesta á milli ára frá upphafi. Langflestir ferðamenn sem hingað koma fara um Keflavíkurflugvöll. Alls voru þeir 398.625 í fyrra, samanborið við 361.118 árið 2005, og nemur aukningin 10.4%. Með Norrænu komu 10.200 erlendir gestir á árinu 2006, sem er fjölgun um 26,3%. Með öðrum skipum og um aðra millilandaflugvelli en Keflavík er áætlað að 5.900 erlendir ferðamenn hafi komið. Alls gerir þetta 422.280 gesti sem fyrr segir. Þess má geta að gestir með skemmtiskipum eru ekki með í þessum tölum þar sem þeir gista ekki yfir nótt. Samkvæmt uppgjöri Cruise Iceland voru gestir skemmtiskipa um 55.000. Erlendir gestir til Íslands 2005 og 2006       2005 2006     Leifsstöð 361.118 398.625     Seyðisfjörður (Norræna) 8.079 10.200     Egilsstaðir 1.430 7.555     Annað* 3.500 5.900     Alls 374.127 422.280       *Áætlaður gestafjöldi að hluta. Skipting eftir þjóðerniUm 94% ferðamanna sem hingað koma fara um Keflavíkurflugvöll og með talningum Ferðamálastofu má skoða skiptingu þeirra eftir þjóðerni. Bretar voru fjölmennastir þeirra sem hingað komu á síðasta ári, 67.300 talsins, Bandaríkjamenn voru 55.800 og Þjóðverjar 38.500. Sé litið á skiptinguna eftir markaðssvæðum voru hins vegar gestir frá Norðurlöndunum fjölmennastir, 102.600, og þar með rétt um fjórðungur heildarfjöldans. Mest aukning er frá Bretlandi, Noregi og Danmörku. Mikil fjölgun utan háannarMikil aukning hefur orðið í komum erlendra ferðamanna utan háannar. Þannig fjölgaði þeim sem fóru um Keflavíkurflugvöll um tæpan þriðjung, eða 32,35%, í nýliðnum desembermánuði. Eftir frekar litla aukningu á fyrsta ársfjórðungi var aukning ágæt á öðrum og þriðja ársfjórðungi og mjög mikil á þeim fjórða. Ferðamenn og erlent vinnuaflNokkur umræða hefur orðið um umfang erlends vinnuafls í talningu Ferðamálastofu á þessu ári.  Skv athugnunum Ferðamálastofu má gera ráð fyrir að um 2% af heildinni, þ.e. af 422.280, séu einstaklingar sem eru að störfum á Íslandi og geti þannig ekki flokkast sem ferðamnenn. Eftir stendur að raunaukning ferðamanna milli ára væri 10% ef þessi hópur væri undanskilinn. Í þessu sambandi er einnig rétt að geta þess að á hverjum tíma er eðlilega einhver hluti heimsókna til landsins atvinnutengdur og má t.d. benda á umsvif Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli sem hafa með árunum minnkað og sér þeirra nú ekki stað í fjölda Bandaríkjamanna til landsins. Nánari skiptingu erlendra gesta má sjá í meðfylgjandi Excel-skjölum: Erlendir gestir 2005-2006 Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2006 Gott ár framundanLíkt og fram hefur komið sýna allar tölur að árið 2006 hafi verið langumfangsmesta ár í ferðaþjónustu á Íslandi frá upphafi og vísbendingar um aukna arðsemi og betri afkomu ferðaþjónustufyrirtækja. Þá segist Magnús Oddsson ferðamálastjóri gera ráð fyrir, þegar litið er til ýmissa vísbendinga  sem nú liggja fyrir, að árið 2007 verði enn betra. "Nægir þar að nefna aukið framboð á stærstu markaðssvæðum okkar, verðlag í upphafi árs er samkeppnishæfara en á sama í fyrra  í kjölfar gengisþróunar og enn mun samkeppnisstaðan batna við lækkun virðisaukaskatts 1. mars á mat og gistingu, svo aðeins nokkur atriði af mörgum séu nefnd," segir Magnús.
Lesa meira

Icelandair útnefnt til vefverðlauna

Icelandair hefur verið útnefnt til alþjóðlegu Technology For Marketing (TFM) verðlaunanna fyrir best hannaða vefsvæði ársins. Verðlaunin verða afhent í London í byrjun febrúar nk.  Icelandair er eina íslenska fyrirtækið sem hlotið hefur útnefningu til verðlaunanna, en keppt er í 12 flokkum. Icelandair keppir í sínum flokki við fyrirtækin Orange, Dabs, Odeon og Xchange Wales. Nánar í frétt mbl.is 
Lesa meira

105 þúsund gistinætur á farfuglaheimilunum

Á síðasta ári fóru gistinætur á farfuglaheimilum hér á landi í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en alls urðu þær tæplega 105.000. Er það um 12% aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í frétt frá Farfuglum. Alls voru starfandi 25 farfuglaheimi hér á landi á síðasta ári og fjölgaði gisitnóttum á þeim öllum ? mismikið eftir heimilum. Langflestar gistnæturnar komu frá þýskum og breskum ferðamönnum og fjölgaði þeim einnig mest á milli ára. Athyglisvert er að gistinóttum á Farfuglaheimilinu í Reykjavík fjölgaði um 46 % þrjá síðustu mánuði ársins miðað við fyrra ár. Svo virðist sem þessi mikla uppsveifla ætli að endast fram á hið nýbyrjaða ár, því mikið er um fyrirspurnir og bókanir þessa dagana, segir í frétt Farfugla. Nánari upplýsingar um farfuglaheimilin er að finna á heimasíðu Farfugla; www.hostel.is Mynd: Farfuglaheimilið í Reykjavík.
Lesa meira

23% fjölgun gistinátta í nóvember

Hagstofan hefur birt tölur um fjölgun gistinátta á hótelum í nóvember síðastliðnum. Þeim fjölgaði um rúmar 13 þúsund á milli ára, úr  57400 í nóvember 2006 í 70900 gistinætur í nóvemver 2006, sem er 23%.  Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um 20%, úr 5.900 í 4.700.  Aukningin var hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.400 í 2.100 milli ára, 45% aukning.  Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum úr 5.000 í 6.500, eða um 30%.  Á höfuðborgarsvæðinu nam fjölgunin 28% í nóvembermánuði, en fjöldi gistinátta fór úr 42.500 í 54.300.   Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 23%, úr 2.600 í 3.200.  Skiptingin milli Íslendinga og útlendinga í nóvember var þannig að gistinóttum útlendinga fjölgaði um 29% og Íslendinga um 13%.  Útlendingar vega þó þyngra þar sem gistinætur þeirra eru tæp 68% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í nóvember. Gistirými á hótelum í nóvembermánuði jókst milli ára.  Fjöldi herbergja fór úr 3.519 í 3.830, 9% aukning og fjöldi rúma úr 7.160 í 7.739, 8% aukning.  Hótel sem opin voru í nóvember síðastliðnum voru 72 en 68 í sama mánuði árið 2005. Langumfangsmesta ár í ferðaþjónustu á Íslandi ?Ég held að megi fullyrða þegar litið er til aukningar  gistinátta á hótelum fyrstu 11 mánuði á ársins, svo og upplýsinga um fjölda erlendra gesta allt árið sem verða nú í fyrsta sinn yfir 400.000 á einu ári, svo og fleiri tölulegra upplýsinga, að árið 2006 sé langumfangsmesta ár í ferðaþjónustu á Íslandi frá upphafi,? segir Magnús Oddson ferðamálastjóri. ?Þetta aukna umfang, aukin nýting og fleira gefur einnig vonir um að afkoma í þessari atvinnugrein hafi batnað á árinu. Aukin áhugi fjárfesta á fyrirtækum í ferðaþjónustu svo og aukin geta  ferðaþjónustufyrirtækja til innlendra og erlendra fjárfestinga gefur einnig  sterkar vísbendingar um bætta afkomu," bætir hann við. Árið 2007 væntanlega enn betra"Ég ætla að leyfa mér að spá því að þrátt fyrir að gera megi ráð fyrir að árið 2006 hafi að flestu leyti verið  besta ár ferðaþjónustu á Íslandi þá verði árið 2007 enn betra þegar litið er til ýmissa vísbendinga  sem nú liggja fyrir. Nægir þar að nefna aukið framboð á stærstu markaðssvæðum okkar, verðlag í upphafi árs er samkeppnishæfara en á sama í fyrra  í kjölfar gengisþróunar og enn mun samkeppnisstaðan batna við lækkun virðisaukaskatts 1. mars á mat og gistingu, svo aðeins nokkur atriði af mörgum séu nefnd," segir Magnús
Lesa meira

Námskeið leiðsöguskólans á vorönn

Fjögur násmeið verða í boði á vorönn hjá Leiðsöguskólanum og hefst það fyrsta 23. janúar. Námskeiðin fara fram í húsnæði Menntaskólans í Kópavogi við Digranesveg. Hvert námskeið kostar 7.000 kr. Skráning á námskeiðin fer fram í Leiðsöguskólanum ánetfangið lsk@mk.is eða í síma 594 4025. Skoða auglýsingu um Námskeið leiðsöguskólans (PDF)
Lesa meira

Nýr samningur um vestnorrænt ferðamálasamstarf

Nú í desember undirrituðu ráðherrar ferðamála í vestnorrænu löndunum þremur, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, nýtt samkomulag um samstarf landanna þriggja í ferðamálum. Tók nýr samningur gildi í upphafi nýbyrjaðs árs. North Atlantic Tourist AssociationÞað voru þeir Sturla Böðvarsson Íslandi, Bjarni Djurholm Færeyjum og Siverth Heilmann Grænlandi sem gengu frá samkomulaginu. Vestnorræna ferðamálaráðið, sem starfað hefur í rúm 20 ár, svo og tvíhliða ferðamálasamningarnir SAMIK og FITUR, sem verið hafa í gildi frá 1995 við Grænland og Færeyjar, sameinast í hinu nýja samkomulagi. Heitir samstarfið nú Norh Atlantic Tourist Association, skammstafað NATA. Í samningnum kemur fram að markmið NATA sé að styrkja, samhæfa og tryggja ferðamálasamstarf landanna. Þá hefur NATA einnig það hlutverk að efla samstarf í markaðsmálum, auglýsa styrki eins og hingað til (SAMIK og FITUR) og einnig að tryggja áframhaldandi þróun ferðakaupstefnunnar Vestnorden Travel Mart. Nýtt nafn á að undirstrika breytinguna, hafa alþjóðlega skírskotun og haft var í huga að samstarfið geti hugsanlega náð til fleiri nágranna við N.-Atlantshafið í framtíðinni. Níu manna stjórn stýrir þessu nýja verkefni, 3 frá hverju landi. Samgönguráðherra hefur nú skipað fulltrúa Íslands til næstu þriggja ára. Þeir eru Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Áslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Ísafirði og Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi. Mynd: Merki Vestnorden ferðakaupstefnunnar.
Lesa meira

Yfir 2 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll

Samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli fóru rúmlega 2 milljónir farþega um völlinn á nýliðnu ári. Er það í fyrsta sinn sem tveggja milljón farþega markinu er náð. Fjölgunin á milli ára nemur rúmum 11%. Alls fóru 2.019.470 farþegar um völlinn á árinu, samanborið við 1.816.905 farþega árið 2005, sem þá var metár. Sé litið á nánari skiptingu þá er fækkun um 21.500 farþega í hópi áfram- og skiptifarþega (transit) en farþegum á leið til og frá landi fjölgar hins vegar verulega. Skiptinguna má sjá í töflunni hér að neðan.   Des.06. YTD Des.05. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 45.951 864.996 40.508 752.774 13,44% 14,91% Hingað: 50.109 868.036 44.063 756.193 13,72% 14,79% Áfram: 2.801 24.482 718 13.359 290,11% 83,26% Skipti. 16.487 261.956 16.977 294.579 -2,89% -11,07% Samtals: 115.348 2.019.470 102.266 1.816.905 12,79% 11,15%
Lesa meira

8% fjölgun farþega hjá Flugfélagi Íslands

Farþegum með Flugfélagi Íslands fjölgaði um átta prósent á árinu 2006 miðað við árið 2005. Alls flugu um 380 þúsund manns með félaginu í fyrra, þar af um 18 þúsund farþegar í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands. Fram kemur í tilkynningu frá Flugfélaginu að farþegum hafi fjölgað mest á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða eða um tæplega 9 prósent en á leiðinni til Akureyrar var aukningin um 7 prósent. Þetta eru jafnframt stærstu áfangastaðir félagsins. Til og frá Akureyri voru fluttir tæplega 180 þúsund farþega og til og frá Egilsstöðum um 130 þúsund farþegar.
Lesa meira