Auglýst eftir tilnefningum til Scandinavian Travel Award

Auglýst eftir tilnefningum til Scandinavian Travel Award
itb 004

Líkt og undanfarin ár verða Scandinavian Travel Award ferðaverðlaunin afhent á ITB-ferðasýningunnia í Berlín í mars nk. Markmiðið er að verðlauna framúrskarandi nýjungar, góða þjónustu og árangursríka markaðssetningu í ferðaþjónustu Norður-Evrópu.

Verðlaunin veita einnig verðlaunahöfum aukna athygli fjölmiðla og staðfesta gildi þess að gera vel. Verðlauna-hafarnir geta nýtt sér þennan heiður í markaðssetningu og til að styrkja stöðu sína á Þýsklandsmarkaði.

Mynd: Frá ITB-ferðasýningunni í fyrra.

Nú hefur verið auglýst eftir tilnefningum til verðlaunanna og er hægt að stinga upp á bæði sjálfum sér eða öðrum. Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum:

  • ?Nýjung? þar sem leitað er að árangursríkri nýjung í ferðamennsku á norðurslóðum. Til greina kemur nýstárleg vara, nýstárleg markaðssetning, nýstárleg þjónusta, viðskiptavinatengsl eða tæknileg nýjung.
  • ?Árangur? þar sem leitað er að ?succes stories? úr geiranum. Vörur sem hafa til lengri tíma (a.m.k. frá 2004) haldið velli á markaðnum og eru þessvegna spennandi og til fyrirmyndar.

Nánari upplýsingar og umsóknarform eru í meðfylgjandi word-skjali.

 Athugasemdir