Fara í efni

Sami aðili sjái um ferju og veitingarekstur

Viðeyjarstofa
Viðeyjarstofa

Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir áhugasömum aðila til að taka að sér bæði ferju- og veitingarekstur í Viðey. Hugmyndin er að það megi verða til að efla starfsemina í Viðey.

Eyjan er sem kunnugt er hið forna höfuðból Reykjavíkur, merkur sögustaður og þar hefur verið rekin veigingaþjónusta í tæpa tvo áratugi. Þá sækja margir í Viðey til að njóta útivistar. Viðeyjarstofa sjálf er rúmlega 250 ára gömul, fyrsta steinhús sem reist var á Íslandi og eitt af allra elstu húsum landsins. Ýmsir viðburðir eru framundan í Viðey, meðal annars 100 ára afmæli þorps Milljónafélagsins og fyrirhuguð uppsetning á verki Yoko Ono. Sömuleiðis er stefnt að því í vor að flytja aðstöðu ferjunnar á nýjan stað við Skarfavör, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Gögnin vegna auglýsingar Reykjavíkurborgar má nálgast hjá upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur.