Fréttir

Veruleg fjölgun ferðamanna fyrstu 11 mánuði ársins

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fjölgaði erlendum ferðamönnum verulega fyrstu 11 mánuði ársins. Fjöldinn fyrstu 11 mánuði ársins var 378.856 og nemur fjölgunin 9,4% á milli ára eða um 32600 manns. Einungis aukningin er meiri en sem nam heildarfjöldanum í maí sl. Sé litið á skiptingu eftir markaðssvæðum fyrstu 11 mánuði ársins þá hefur mest fjölgun orðið í hópi Breta, rúm 13%, Norðurlandabúum hefur fjölgað um tæp 8%, ferðamönnum frá öðrum Evrópulöndum sem talin er sérstaklega hefur fjölgað um 3% og frá N.-Ameríku hefur fjölgunin verið tæp 5%.  Í vetur hefur mikil aukning ferðamanna orðið milli ára. Þannig var fjölgunin í október  18,6% og fjölgunin 36,4% í nóvember m.v sömu mánuði í fyrra. Bretar eru fjölmennastir þeirra sem hingað koma á þessum árstíma og þeim fjölgar verulega á milli ára. Einnig er mikil fjölgun Norðurlandabúa þessa tvo mánuði og einnig aukning frá öðrum lykil markaðssvæðum.  Lykilatriði í arðsemiAð sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu, er ánægjulegt að sjá verulega aukningu yfir vetrarmánuðina, sem er lykilatriði fyrir arðsemi atvinnugreinarinnar. Svo virðist sem ágæt afkoma sé í gistiþættinum það sem af er vetri, einkum vegna aukningar ferðamanna sem þó virðist ekki vera vegna lægri meðalverða í gistiþættinum. ?Það eru margar skýringar á aukningunni, fyrst og fremst aukið framboð á flugsætum á hagstæðum verðum, aukin útrás Íslenskra fyrirtækja sem í auknum mæli standa að viðskiptaferðum til Íslands, auk markaðssetningar fyrirtækja í greininni svo og stjórnvalda? segir Ársæll. Skýrist ekki af erlendu vinnuafliAðspurður segir Ársæll að orðrómur um að aukningin skýrist að miklu leyti vegna ferðalaga erlends vinnuafls eigi ekki við rök að styðjast. ?Í fyrsta lagi er frekar lítið um að erlendir starfsmenn séu farnir til síns heima á ný, og okkar talning er brottfarartalning sem fer fram við brottför í Keflavík. Í öðru lagi er vitað um þó nokkurn fjölda erlendra starfsmanna sem hafa farið í frí til síns heima undanfarið og hafa þeir flestir farið beint frá Egilsstöðum í flugi, en brottfarartalningin nær ekki yfir aðra flugvelli en í Keflavík. En auðvitað eru einhverjir erlendir verkamenn í tölunum, þó þeir skipti ekki þúsundum? segir Ársæll að lokum. Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu fermananna eftir þjóðerni fyrstu 11 mánuði ársins. Heildarniðurstöður eru aðgengilegar hér á vefnum undir liðnum "Talnaefni". Frá áramótum til loka nóvember   2005 2006 Mism. % Bandaríkin                     52.468 54.188 1.720 3,3% Bretland                       56.190 63.545 7.355 13,1% Danmörk                        33.725 36.701 2.976 8,8% Finnland                       8.181 8.344 163 2,0% Frakkland                      19.948 20.492 544 2,7% Holland                        10.844 11.163 319 2,9% Ítalía                         8.798 8.641 -157 -1,8% Japan                          5.612 6.003 391 7,0% Kanada                         3.308 4.212 904 27,3% Noregur                        23.690 27.232 3.542 15,0% Spánn                          6.324 7.816 1.492 23,6% Sviss                          6.510 5.876 -634 -9,7% Svíþjóð                        25.707 26.169 462 1,8% Þýskaland                      36.417 37.450 1.033 2,8% Önnur þjóðerni                 48.528 61.024 12.496 25,8% Samtals: 346.250 378.856 32.606 9,4%
Lesa meira

Ferðaþjónusta vex hlutfallslega mest á Íslandi

Umfang ferðaþjónustu á Íslandi, mælt í gistinóttum á hótelum og gistiheimilum, hefur vaxið margfalt meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í Norrænu tölfræðihandbókinni fyrir árið 2006 sem er nýlega komin út. Í skýrslunni er byggt á tölum frá Hagstofunni, sem sér um gistinátttalningar hérlendis. Fram kemur að á síðustu 10 árum hefur gistinóttum hérlendis fjölgað um 85% á meðan fjölginin almennt hjá frændum okkar er í kringum 20%. Grænlengingar og Færeyingar njóta þó líkt og Íslendingar talsvert meiri fjölgunar hlutfallslega. Í skýrslunni kemur einnig fram að mun hærra hlutfall gesta á hótelum og gistiheimilum hérlendis er útlendingar, samanborið við hin löndin. ?Þessar opinberu tölur staðfesta í reynd hve miklum árangri íslensk ferðaþjónusta hefur náð á erlendum mörkuðum á síðastliðnum áratug í samanburði við nágrannaþjóðir okkar,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. ?Að baki þessum árangri liggur gífurleg vinna fjölda aðila í greininni sem hafa sýnt mikið frumkvæði í vöruþróun og við að koma þessari vöru á framfæri til neytenda. Á þessum árum hafa síðan stjórnvöld skapað greininni þá innviði, laga- og rekstrarumhverfi, sem hún hefur nýtt til mesta vaxtar- þróunar- og framfaraskeiðs í íslenskri ferðaþjónustu. Einnig hafa stjórnvöld komið með auknum hætti að öllu almennu kynningarstarfi á þessum árum í samvinnu við greinina, bæði með stórauknu fjármagni og með nýjum aðferðum? segir Magnús. Myndin hér að neðan er úr Norrænu tölfræðihandbókinni sem nálgast má á vef Hagstofunnar.
Lesa meira

Stærsta hótel landsins tilbúið í mars

Framkvæmdir eru nú komnar vel á veg við turnana tvo við Grand Hótel. Þegar viðbyggingin verður tilbúin í mars næstkomandi verður hótelið þar með stærsta hótel landsins með 313 herbergjum. Á Grand Hótel eru nú 108 herbergi en með nýju 14 hæða turnunum, sem verða tengdir við hótelið með glerbyggingu, bætast við 205 herbergi, ásamt fjórum ráðstefnusölum, tveimur fundarherbergjum og tveimur veislusölum. Fyrir á hótelinu eru sex ráðstefnu- og veislusalir. Almennt verða herbergin um 27,5 m2, með rúmgóðu baðherbergi. Á 13. hæð verða tvær forsetasvítur með 94 m2 stofu/móttökusvæði og 40m2 svefnherbergi. Heilsulind með líkamsrækt og snyrtistofu verður í kjallaranum ásamt hárgreiðslustofu og afþreyingarherbergi. Á myndinni má sjá tölvugerða teikningu af Grand Hótel eftir breytingar.  
Lesa meira

Ný tenging við Norðurland

Flugfélag Íslands hefur kynnt nýjan valkost í tengingu Norðurlands við millilandaflug sem tekin verður í gagnið næsta vor. Um er að ræða flug á milli Akureyrar og Keflavíkur sem tengist morgunflugi Icelandair til Evrópu og Bandaríkjanna. Hagræðið fyrir fólk á leið til og frá Norðurlandi felst í því að innritun, vegabréfaskoðun og öryggisleit fer fram á Akureyri á útleið og síðan tollskoðun á leið til landsins. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að frá Akureyri er flogið um kl. 6 að morgin og fer fólk beint inn á fríhafnarsvæði flugstöðvarinnar í Keflavík. Til Akureyrar verur flogið síðdegis þegar vélar að utan eru lentar. Flogið verður þrjá daga í viku næsta sumar, mánudaga, fimmtudaga og föstudaga.
Lesa meira

Farþegar Keflavíkurflugvöll 188 þúsund fleiri

Í nóvember síðastliðnum fóru rúmlega 133 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 116 þúsund í nóvember í fyrra. Fjölgunin nemur 15,3%. Fjölgunin í nóvember er í takt við þróun farþegafjölda fyrir árið í heild en frá áramótum hefur farþegum fjölgað um tæp 11% eða 188 þúsund farþega. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Nóv.06. YTD Nóv.05. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 58.879 819.039 49.577 712.266 18,76% 14,99% Hingað: 59.823 816.566 50.738 712.130 17,91% 14,67% Áfram: 2.575 30.780 354 12.641 627,40% 143,49% Skipti. 12.312 236.370 15.243 277.602 -19,23% -14,85%   133.589 1.902.755 115.912 1.714.639 15,25% 10,97%
Lesa meira

Lúxusferð til Íslands á forsíðu AOL.com

?Drop $35,000 in Reykjavik? er fyrirsögn greinar sem birtist á forsíðu aol.com fréttavefsins í gær. Greinarhöfundur kom í þriggja daga lúxusferð til Íslands þar sem umræddri upphæð var varið í hina ýmsu afþreyingu. Greinin er öll jákvæðum og í henni er lýst þeim fjölbreyttu afþreyingar- möguleikum sem standa til boða hér á landi fyrir þá sem eru að leita að alvöru lúxusferðum þar sem verðið er aukaatriði. Um 45 milljónir manna heimsækja aol.com vefinn daglega þannig að ljóst er að fréttin ætti að hafa vakið verðskuldaða athygli. Skoða fréttina
Lesa meira

13% fjölgun gistinátta á hótelum í október

Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 97.600 en voru 86.600 í sama mánuði árið 2005, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. Fjölgunin nemur 11 þúsund gistinóttum, eða 13%. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um 17%, úr 11.000 í 9.100. Aukningin var hlutfallslega mest á Norðurlandi þar sem gistinætur fóru úr 4.100 í 6.400 milli ára, 55% aukning. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum úr 2.500 í 3.000, eða um 20%. Á höfuðborgarsvæðinu var fjölgunin 15% í októbermánuði, en fjöldi gistinátta fór úr 62.000 í 71.300. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um 11%, úr 7.100 í 7.900. Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir Suðurnes, Vesturland og Vestfirði eru lagðar saman og birtar í einu lagi vegna þess hve gististaðir á Suðurnesjum og Vestfjörðum eru fáir. Skiptingin milli Íslendinga og útlendinga í október var þannig að gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 18% og útlendinga um 11%. Útlendingar vega þó þyngra þar sem gistinætur þeirra eru rúm 75% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í október. Gistirými á hótelum í októbermánuði jókst milli ára. Fjöldi herbergja fór úr 3.670 í 3.996, 9% aukning og fjöldi rúma úr 7.452 í 8.107, 9% aukning. Hótel sem opin voru í október síðastliðnum voru 75 en 73 í sama mánuði árið 2005. Gistinóttum á hótelum janúar-október fjölgaði um 11% Á fyrstu tíu mánuðum ársins fjölgaði gistinóttum um 11% frá fyrra ári, en gistináttafjöldinn fór úr 935.300 í 1.039.800 milli ára. Fjölgun varð á öllum landsvæðum. Hlutfallslega varð aukningin mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem gistinóttum fjölgaði um 23%. Á Norðurlandi nam aukningin 16%, Austurlandi 11%, höfuðborgarsvæðinu 10% og á Suðurlandi 5%. Fjölgun gistinátta á þessu tímabili skiptist þannig að gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 14% og útlendinga um 11%. Eins og áður sagði vegur fjölgun gistinátta útlendinga þyngra þar sem gistinætur þeirra eru um 80% af heildarfjölda gistinátta á hótelum þetta tímabil. Sömu sögu er að segja um gistinætur á höfuðborgarsvæðinu, en þær nema um 66% af heildarfjölda gistinátta. Tölur fyrir 2006 eru bráðabirgðatölur.  
Lesa meira

Áning 2007 komin út

Gistibæklingurinn Áning er nú kominn út þrettánda árið í röð.  Í bæklingnum er að finna upplýsingar um næstum því þrjú hundruð gististaði, tæplega 100 tjaldsvæði og yfir 80 sundlaugar um land allt, segir í frétt frá útgefenda. Áning kemur út í 55 þúsund eintökum á íslensku, ensku og þýsku. Bæklingnum er dreift ókeypis á öllum helstu ferðamannastöðum innanlands, á upplýsingamiðstöðvum, hótelum og gistiheimilum og víðar. Áningu er einnig dreift á meginlandi Evrópu frá skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt og frá dreifingarmiðstöð í Frakklandi. Þá er Áningu einnig dreift um borð í Norrænu. Netútgáfu bæklingsins er að finna á www.heimur.is/world og www.icelandreview.com Útgáfufélagið Heimur hf. gefur bæklinginn út, ritstjóri er Ottó Schopka.
Lesa meira

Kynningarfundir um markaðsrannsóknir í Asíu hefjast 8. desember næstkomandi

Ferðamálastofa boðar til kynningarfunda um markaðsrannsóknir í Asíu. Fyrsti fundurinn verður um niðurstöður rannsókna í Kína og haldinn föstudaginn 8 desember kl 9:00 á Nordica Hótel. Fyrr á árinu lét Ferðamálastofa, í samstarfi við Skrifstofu ferðamálaráðs Norðurlanda í Asíu, vinna viðamestu markaðsrannsóknir á ferðamynstri Asíubúa sem gerðar hafa verið. Rannsóknir þessar eru hluti af Ferðamálaáætlun fyrir 2006-2015 sem samþykkt var síðastliðinn vetur. Niðurstöður rannsóknanna á Kínverska markaðinum, sem eru afar áhugaverðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, verða kynntar á fundinum. Fundurinn hefst með ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og síðan kynnir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markðassviðs Ferðamálastofu, niðurstöðurnar. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á fundinn. Mynd: Frá China International Travel Mart sem Ferðamálastofa og nokkur íslensk fyrirtæki hafa tekið þátt í undanfarin tvö ár. 
Lesa meira

Að éta skóna sína ? matur og ferðamennska

Félagið ?Matur- saga-menning? gengst fyrir öðrum fræðslufundi vetrarins næstkomandi fimmtudag. Í þetta sinn verður umfjöllunarefnið ?Matur og ferðamennska, íslenskur matur á borðum ferðamannsins fyrr og síð?. Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur við Reykjavíkur akademíuna, ríður á vaðið þetta kvöld og fjallar um lýsingar á íslenskum mat og drykk í erlendum heimildum frá fyrri öldum, undir yfirskriftinni ?Að éta skóna sína: Íslensk matarmenning í erlendum ritum um Ísland?. Þar sýnir Sumarliði ýmis dæmi um erlenda texta þar sem greint er frá matarmenningu og drykkjusiðum Íslendinga á fyrri öldum og upplifun og lýsingum útlendinga á þeirri reynslu að vera í fæði á Íslandi. Laufey Haraldsdóttir frá Ferðamáladeild Hólaskóla lítur okkur nær í tíma í seinna erindi kvöldsins, sem hún nefnir ?Hafa ferðamenn áhuga á mat? - Staðbundinn matur, auðlind í ferðaþjónustu.? Þar kynnir hún niðurstöður kannana á viðhorfum erlendra ferðamanna til matarins og  áhuga þeirra á íslenskri matarhefð. Eins segir hún frá verkefninu  ?Matarkistan Skagafjörður?, sem er dæmi um hvernig nýta má auðlegð og menningu einstakra héraða í svæðisbundinni ferðamennsku. Að loknum erindum verður tími fyrir umræður, fyrirspurnir og spjall í bland við veitingar við hæfi. Fundurinn ?Að éta skóna sína? verður haldinn að Grandagarði 8, fimmtudaginn 30. nóvember kl 20- 21:30 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira