Fara í efni

Kynningarfundir um markaðsrannsóknir í Asíu hefjast 8. desember næstkomandi

China international travel mart
China international travel mart

Ferðamálastofa boðar til kynningarfunda um markaðsrannsóknir í Asíu. Fyrsti fundurinn verður um niðurstöður rannsókna í Kína og haldinn föstudaginn 8 desember kl 9:00 á Nordica Hótel.

Fyrr á árinu lét Ferðamálastofa, í samstarfi við Skrifstofu ferðamálaráðs Norðurlanda í Asíu, vinna viðamestu markaðsrannsóknir á ferðamynstri Asíubúa sem gerðar hafa verið. Rannsóknir þessar eru hluti af Ferðamálaáætlun fyrir 2006-2015 sem samþykkt var síðastliðinn vetur.

Niðurstöður rannsóknanna á Kínverska markaðinum, sem eru afar áhugaverðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, verða kynntar á fundinum. Fundurinn hefst með ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og síðan kynnir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markðassviðs Ferðamálastofu, niðurstöðurnar.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á fundinn.

Mynd: Frá China International Travel Mart sem Ferðamálastofa og nokkur íslensk fyrirtæki hafa tekið þátt í undanfarin tvö ár.