Fréttir

Ferðamálastjóri í hádegisviðtali NFS

Magnús Oddsson ferðamálastjóri var í hádegisviðtali NFS í dag. Tilefnið voru tölur sem Ferðamálastofa birti í dag um fjölda ferðamanna og sýna að þeir hafi aldrei verið fleiri í einum mánuði en í júlí síðastliðnum. Vefupptöku af viðtalinu má nálgast á vef stöðvarinnar. Skoða viðtal við Magnús Oddsson  
Lesa meira

Metfjöldi ferðamanna í einum mánuði

Talningar Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli sýna að ferðamönnum til landsins heldur áfram að fjölga og hafa þeir aldrei verið fleiri í einum mánuði en í júlí síðastliðnum. Þá fóru tæplega 67 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð og fjölgar um tæplega 1.700 manns á milli ára eða 2,6%. Sé litið á helstu markaðssvæði í júlí þá stendur fjöldi Bandaríkjamanna og Breta nánast í stað á milli ára en fjölgun er frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Norðurlandabúar eru fjölmennastir, um 15.500 talsins, tæplega 9.000 frá Þýskalandi, 8.700 frá Bandaríkjunum og 8.000 frá Bretlandi. Alls eru gestir frá 15 löndum taldir sérstaklega en aðrir eru teknir saman sem ein heild og sem fyrr er talsverð fjölgun í þeirra hópi í júlí. Eins og fram hefur komið verður um næstu áramót farið að telja sérstaklega gesti frá fleiri löndum en nú er gert, m.a. frá Kína. 6,3% fjölgun frá áramótumFrá áramótum og til júlíloka eru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 216 þúsund talsins og hefur fjölgað um 6,3% miðað við sama tíma í fyrra. Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig þessir gestir skiptast á milli landa en endir liðnum ?Talanaefni/Fjöldi ferðamanna? hér á vefnum má nálgast heildarniðurstöður talninganna í einu Excel-skjali. Undanfarin ár hafa ferðamenn í ágúst verið fleiri en í júlí og því ekki ósennilegt að þá verði nýtt met sett í fjölda gesta í einum mánuði. Jafnframt er vert að benda á að inn í þessum tölum eru ekki farþegar sem fara um aðra millilandaflugvelli hérlendis og þá eru ótaldir þeir ferðamenn sem koma með Norrænu og farþegar skemmtiferðaskipa sem hafa hér viðdvöl. Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu eru júlítölur um fjölda ferðamanna í takti við væntingar. ?Samkvæmt stefnumörkun í greininni ber að leggja áherslu á hlutfallslega meiri vöxt utan sumartímans og það hefur verið að ganga eftir síðustu misserin," segir Ársæll. Frá áramótum til loka júlí   2005 2006 Mism. % Bandaríkin                     32.265 33.756 1.491 4,6% Bretland                       35.102 36.479 1.377 3,9% Danmörk                        20.849 21.441 592 2,8% Finnland                       4.653 4.830 177 3,8% Frakkland                      11.864 12.069 205 1,7% Holland                        6.126 6.250 124 2,0% Ítalía                         3.857 3.923 66 1,7% Japan                          2.985 3.255 270 9,0% Kanada                         1.762 2.079 317 18,0% Noregur                        14.127 15.308 1.181 8,4% Spánn                          2.801 3.187 386 13,8% Sviss                          3.974 3.374 -600 -15,1% Svíþjóð                        15.072 14.859 -213 -1,4% Þýskaland                      20.043 20.473 430 2,1% Önnur þjóðerni                 27.807 34.721 6.914 24,9% Samtals: 203.287 216.004 12.717 6,3%
Lesa meira

Námskeið um markvissa þátttöku í kaupstefnum og ferðasýningum

Samtök ferðaþjónustunnar og Útflutningsráð Íslands standa að námskeiði fyrir stjórn og starfsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu sem vilja ná auknum árangri í sýningarhaldi. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 31. ágúst 2006 kl. 8:30-12:00  á 6. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Jón Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Eflis, en hann hefur unnið með íslenskum fyrirtækjum að sýningahaldi um margra ára skeið. Einnig er von á gestafyrirlesurum. Hægt er að skrá þátttöku á vef Útflutningsráðs. Einnig er hægt að skrá þátttöku í síma 511 4000 eða með því að senda tölvupóst á utflutningsrad@utflutningsrad.is Verð: 3.700 kr. Nánari upplýsingar veita Hermann Ottósson, hermann@icetrade.is , eða í síma 511 4000 og María Guðmundsdóttir maria@saf.is, eða í síma 511 8000
Lesa meira

Flokkaðir gististaðir nálgast sjöunda tuginn

Nýverið fjölgaði um þrjá í hópi þeirra gististaða sem flokkaðir eru með stjörnugjöf. Þetta eru þrjú Fosshótel, þ.e. Fosshótel Vatnajökull í Hornafirði, Fosshótel Reykholt og Fosshótel Suðurgata í Reykjavík. Með þessum þremur hótelum eru flokkaðir gististaðir orðnir 66 talsins en fyrir nokkru bættist einnig Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði við. Flest stærstu hótel landsins eru þegar þátttakendur þannig að um helmingur alls gistirýmis í landinu er nú flokkaður. Flokkunin hófst árið 2000 og hefur frá upphafi verið í umsjón Ferðamálastofu (áður Ferðamálaráð Íslands). Fullyrða má að flokkunin hafi þegar orðið gistiþjónustu á Íslandi til verulegs framdráttar því um allan heim eru gestir vanir að hafa stjörnugjöf til viðmiðunar þegar þeir velja sér gististað. Reynslan sýnir einnig að flokkun sem þessi hefur í mörgum tilfellum reynst mikilvægt hjálpartæki fyrir gististaði sem vilja bæta þjónustu sína og þannig stuðlar hún að auknum gæðum gistingar hérlendis. Allir gististaðir sem eru með tilskilin leyfi geta óskað eftir því að vera flokkaðir. Þá má nefna að Ferðamálastofa viðurkennir flokkunarkerfi Ferðaþjónusta bænda. Listi yfir flokkaða gististaði Mynd: Fosshótel Vatnajökull í Hornafirði.  
Lesa meira

131 fyrirtæki hafa sótt um leyfi til reksturs hjá Ferðamálastofu

Með nýjum lögum um skipulag ferðamála, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, var Ferðamálastofu falin útgáfa leyfa til reksturs ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda auk eftirlits með umræddri starfsemi. Nú hafa 131 fyrirtæki sótt um leyfi til Ferðamálastofu, 107 þeirra hafa fengið jákvæða afgreiðslu og 81 leyfi hefur verið gefið út. Til reksturs ferðaskrifstofa hafa 46 leyfi verið gefin út, 23 umsóknir hafa verið afgreiddar jákvætt en beðið er greiðslu og trygginga. Loks eru 22 umsóknir um leyfi til reksturs ferðaskrifstofa í vinnslu. Hvað varðar ferðaskipuleggjendur þá hafa 35 leyfi verið gefin út, 3 umsóknir til viðbótar afgreiddar jákvætt og 2 umsóknir í vinnslu. Meiri áhersla á lögbundið eftirlit með rekstriStofnunin hefur á undanförnum mánuðum haft samband við fjölmarga aðila sem  stunda rekstur sem gæti verið leyfisskyldur samkvæmt ákvæðum umræddra laga. Hafa ýmsir þessara aðila í kjölfar þess sótt um leyfi fyrir sínum rekstri. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að nú þegar rúmlega 130 fyrirtæki hafi sótt um leyfi til umrædds reksturs sem sé að hans mati verulegur meirihluti fyrirtækja sem sé í slíkri starfsemi þá muni stofnunin leggja mun meiri áhersla á næstunni á lögbundið eftirlit með rekstri og að tryggja að eingöngu aðilar með tilskilin leyfi stundi umræddan atvinnurekstur enda sé það mikilvægt með tilliti til þeirrar neytendaverndar sem lögunum sé ætlað að tryggja. Sýnileiki gagnvart neytendumSamkvæmt lögunum skulu ferðaskrifstofur með leyfi Ferðamálastofu til reksturs nota sérstakt auðkenni í öllu útgefnu efni og auglýsingum þar sem neytendum er boðin þjónusta viðkomandi fyrirtækis. Þessi auðkenni hafa allir leyfishafar fengið og neytendur eru nú þegar farnir að sjá þau í auglýsingum ferðaskrifstofa. Þessi auðkenni, sem sjá má sýnishorn af hér að ofan, eru trygging neytenda fyrir því að umræddur aðili hefur tilskilin leyfi og hefur lagt fram tryggingar hjá Ferðamálastofu í samræmi við ákvæði laga þar um. Ferðaskrifstofur með leyfi Ferðaskipuleggjendur með leyfi
Lesa meira

Hljóðbombur til að vara ferðamenn við Kötlugosi prófaðar í dag

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Á þessu svæði eru margir vinsælir ferðamannastaðir og ef eldgos hefst í Kötlu þá er nauðsynlegt að koma upplýsingum til allra á svæðinu á eins stuttum tíma og mögulegt er. Húseigendur og skráðir íbúar á svæðinu fá talskilaboð í heimasíma og SMS í GSM síma. Ekki er mögulegt að nota þá tækni fyrir ferðamenn á svæðinu og því er hugmyndin að nota hljóðbombur til að vara ferðamenn við, ef eldgos hefst í Kötlu. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. Til að fá fullvissu hvort þessi aðferð virki eins vel og vonir standa til verða hljóðbombur prófaðar í dag milli kl. 16:00-24:00 á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri. Til samanburðar verður tívolíbombu skotið á loft. Fólk er beðið að sýna skilning meðan á prófuninni stendur. Ef vel tekst til mun þessum hljóðbombum verða komið fyrir í skálum á svæðinu þar sem þær verða hluti af viðvörunarkerfi til ferðamanna og jafnframt verður gefinn út bæklingur fyrir ferðamenn og upplýsingaskilti verða sett upp við helstu gönguleiðir. Þessi ferð er í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Í sömu ferð munu fulltrúar björgunarsveita, lögreglu og sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu koma fyrir viðvörunarskilti um hrun úr íshellum við Hrafntinnusker.
Lesa meira

Hvernig á að ná til kínverskra ferðamanna?

Miðvikudaginn 6. september næstkomandi halda Ferðamálastofa, Útflutningsráð og Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins opinn fund sem ber yfirskriftina: ?Hvernig á að ná til kínverskra ferðamanna og aðlaga ferðaþjónustu að þeirra þörfum?.? Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins, 6. hæð kl. 8:30. Dagskrá fundarins er sem hér segir: Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálstofu fjallar um markaðsmál ferðaþjónustunnar í Kína. Isis Cai, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Peking fjallar um þarfir kínverskra ferðamanna og þjónustu við þá. Petur Yang Li, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Peking talar um menningarlegan mun á Kínverjum og Vesturlandabúum og hverig brúa megi þau bil sem myndast geta í samskiptum. Fundarstjóri er Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Boðið verður upp á léttar veitingar og í fundarlok svara fyrirlesarar spurningum. Skráning á fundinn á vef Útflutningsráðs  
Lesa meira

Um 550 manns taka þátt í Vestnorden ferðakaupstefnunni í Reykjavík í september

Eins og kunnugt er verður Vestnorden ferðakaupstefnan (VNTM) nú haldin í Reykjavík dagana 11.-13. september næstkomandi. Þetta er 21. VNTM sem haldin er á vegum ferðamálayfirvalda í Færeyjum á Grænlandi og Íslandi auk þess sem Shetlandseyjar hafa komið að kaupstefnunni hin síðari ár. Að þessu sinni munu um 300 ferðaþjónustuaðilar frá um 160 fyrirtækjum í aðildarlöndunum kynna vöru sína og þjónustu. Til landsins koma um 200 kaupendur frá um 140 ferðasölufyrirtækjum og kynna sér hvað löndin hafa uppá að bjóða árið 2007. Kaupendur koma nú frá fleiri löndum en áður eða alls 31 landi. Þá koma til kaupstefnunnar fjölmiðlamenn sem til hennar er boðið svo og ýmsir aðrir gestir. Dagana þrjá sem kaupstefnan stendur munu því um 550 manns taka þátt í þessari stærstu ferðakaupstefnu sem haldin er á Íslandi annað hvert ár. Umsjónaraðili VNTM er Congress Reykajvík. Heimasíða Vestnorden 2006  
Lesa meira

Síðasti möguleiki að skrá sig á Vestnorden 2006

Á fundi hjá undirbúningsnefnd Vestnorden ferðakaupstefnunnar í morgun var ákveðið að framlengja skráningarfrest fyrir kaupstefnuna til næsta föstudags, 18 ágúst. Vestnorden verður sem kunnugt er haldin í Laugardalshöllinni dagna 12.-13. september næstkomandi. Skráning fer fram á heimasíðu kaupstefnunnar sem er á slóðinni www.vestnorden2006.is Skipuleggjendur í ár eru Congress Reykjavík, congress@congress.is
Lesa meira

Framhald á talningu erlendra ferðamanna í Leifsstöð

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum var samningi sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli og Ferðamálastofu um talningu erlendra gesta í Leifsstöð sagt upp í byrjun árs. Hefði uppsögnin tekið gildi myndi talningu erlendra ferðamanna hafa verið hætt um næstu mánaðamót. Nú hefur tekist samkomulag um að halda talningunni áfram. Fleiri lönd bætast viðÍ samkomulaginu er einnig kveðið á um ferðamenn frá fleiri löndum verða taldir frá og með áramótum. Nú eru taldir sértaklega ferðamenn frá 16 löndum og aðrir nefndir ?Önnur lönd?. Frá 1. janúar 2007 verður fjórum löndum bætt við og þar á meðal Kína, en að mati Ferðamálastofu er nauðsynlegt að hafa tiltækar upplýsingar um breytingar í komu þessa vaxandi hóps. Einstakur gagnagrunnur?Erlendir ferðamenn hafa verið taldir hér á landi í um 55 ár. Fá ef nokkur lönd hafa slíkan nákvæman gagnagrunn sem nær yfir svo langan tíma um komu erlendra gesta. Því er þessi gagnagrunnur einstaklega mikilvæg heimild um þróun á mörkuðum okkar og ekki síður mikilvægur þegar kemur að því að meta aðgerðir og taka ákvarðanir í allri markaðs- og kynningarvinnu ferðaþjónustunnar á erlendum mörkuðum. Því er fagnaðarefni að samkomulag hefur tekist um áframhald þessarar talningar,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri  
Lesa meira