Fara í efni

Framboð á flugi eykst enn

Flugfarþegar
Flugfarþegar
Enn heldur valkostum í flugi til og frá landinu áfram að fjölga. Þannig hefur Iceland Express tilkynnt að á vegum félagsins verði hafið flug á milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar í vor og SAS mun bæta flugleiðinni Keflavík-Stokkhólmur við sitt leiðakerfi. Núna er í boði flug hjá SAS á milli Keflavíkur og Oslóar. Iceland Express mun bjóða ferðir tvisvar í viku á milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar og fyrir forgöngu félagsins verður því flogið til og frá þremur áfangastöðum hérlendis næsta sumar.