Fréttir

Gengið frá stofnanasamningum við SFR

Skrifað var í dag undir nýjan stofnanasamning milli Ferðamálastofu og SFR, en eins og kunnugt er þá var gert ráð fyrir því í síðustu kjarasamningum að gerðir yrðu nýir stofnanasamningar við allar ríkisstofnanir sem ættu að taka gildi 1 maí 2006. Svo ánægjulega vill til að Ferðamálastofan er önnur ríkisstofnana til að ganga frá sínum málum við SFR. Að sögn Magnúsar Oddsonar Ferðamálastjóra þá gengu samningar vel fyrir sig enda mættu aðilar vel undirbúnir til leiks. Auk Magnúsar sat Elías Bj. Gíslason forstöðumaður í samninganefnd fyrir hönd Ferðamálastofu og Elín Svava Ingvarsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir fyrirhönd starfsmanna sem starfa samkvæmt samningum SFR. Þær stöllur nutu fulltingis Sverris Jónssonar hagfræðings SFR við samningagerðina.  Enn á eftir að ganga frá samningum á milli Ferðamálastofu og aðildarfélaga i BHM. Til fróðleiks þá má geta þess að Ferðamálastofa gerir stofnanasamninga við ein sex stéttarfélög.  
Lesa meira

Aðgengi verði eðlilegt gæðaviðmið

Góð viðbrögð voru við námsstefnunni "Ferðaþjónusta fyrir alla" sem samgönguráðuneytið, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Öryrkjabandalagið gengist fyrir síðastliðinn föstudag. Efni frá námsstefnunni er nú aðgengilegt hér á vefnum. Allir geti ferðast þangað sem þeir óskaUm er að ræða verkefni sem að Nordiska Handikappspolitiska Rådet hefur stýrt fyrir þá sem starfa í greininni og einnig þá sem bera ábyrgð á ferðamálum innan stjórnsýslunnar. Markmið ráðsins er að hugtakið verði að mikilvægum þætti innan ferðaþjónustu og atvinnulífs bæði á norrænum vettvangi og innan hvers lands. "Ferðaþjónusta fyrir alla" snýst um að allir, óháð hvaða fötlun þeir búa við, geti ferðast þangað sem þeir óska. "Ferðaþjónusta fyrir alla" á því við allt sem snertir ferðamennsku, allt frá ferðum og flutningum, heimsóknum á áhugaverða staði, að deila upplifun, mat og húsnæði auk upplýsinga á hentugu formi. ?Markmið verkefnisins er að hvetja þá er starfa í og við ferðaþjónustuna til að líta á aðgengi sem eðlilegt gæðaviðmið. Jafnframt var tilgangurinn að skapa vettvang til að þeir sem starfa að ferðamálum, hið opinbera og samtök fatlaðra, fái tækifæri til að skiptast á skoðunum,? segir Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu. Tveir erlendir fyrirlesararAlls fluttu níu fyrirlesarar erindi á námsstefnunni, þar af tveir erlendir. Annarsvegar var það þýskur hagfræðingur, Dr. Peter Neumann, sem hefur á vegum þýskra yfirvalda gert úttekt á efnahagslegri þýðingu þess að allir hafi jafna möguleika til ferðalaga. Þá fjallaði Ingemar Oderstedt, ráðgjafi hjá Nordiska Handikappspolitiska Rådet, um ferðaþjónustu fyrir alla frá sjónarmiði ráðsins. Erindi og glærukynningar frá námsstefnunni, ásamt myndum, eru nú aðgengilegar hér á vefnum. Skoða erindi og glærukynningar Skoða myndir frá námsstefnunni
Lesa meira

Ferðamálastofa og Ferðaþjónusta bænda gera samkomulag um flokkun gististaða

Síðastliðinn föstudag undirrituðu Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda, samkomulag um flokkun gististaða. Samkomulagið felur í sér að Ferðamálastofa viðurkennir flokkunarkerfi það er Félag ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónusta bænda hf. (FB) hafa unnið til að flokka þá gististaði sem eru innan vébanda FB. Í fyrrasumar sendi FB erindi til Ferðamálstofu þar sem farið var fram á að stofnunin myndi viðurkenna flokkunarviðmið (FB). Að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, forstöðumanns upplýsinga- og þróunar sviðs Ferðamálastofu, er hér á ferð ánægjuleg viðbót við þá gæðaflokkun gististaða sem fyrir er. Ferðamálastofa hefur verið að flokka gististaði frá því árið 2001 og er þar einkum um hótel og stærri gististaði að ræða en einingarnar hjá FB eru að öllu jöfnu minni sem og fjölbreyttari. Samkvæmt kerfi FB þá skiptist flokkunin í fjóra meginflokka; heimagistingu, gistihús bænda, sveitahótel og sumarhús. Þá eru tveir undirflokkar þ.e. flokkun herbergja I ? IV og Sumarhús sem flokkast í A, B, C og D. Sjá nánar um flokkunarkerfi Ferðaþjónustu bænda (PDF-skjal)   Aukið gæðaeftirlitSamkvæmt samkomulaginu mun Ferðamálastofa taka út a.m.k. 10 gististaði sem eru innan vébanda FB árlega samkvæmt nýja viðmiði FB. Þá mun FB tryggja að um 70 % af öllum sveitahótelum sem eru innan vébanda FB verða flokkuð samkvæmt viðmiðum Ferðamálastofu og geta þar af leiðandi notast við stjörnuflokkun Ferðamálstofu. ?Með þessu nýja flokkunarviðmiði FB er enn verið að auka gæðaeftirlitið í Íslenskri ferðaþjónustu sem er öllum til hagsbóta ekki síst neytendum,? segir Elías. Mynd:Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda, undirrita samkomulagið. Aftan við þá standa talið frá vinstri: Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu; Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.  
Lesa meira

Markaðsmál kynnt á fyrsta fundi hjá nýju Ferðamálaráði

Fyrsti fundur nýskipaðs Ferðamálaráðs fór fram í gær, fimmtudag. Á dagskránni var m.a. annars kynning á markaðsmálum Ferðamálastofu. Kynninguna má skoða í meðfylgjandi PDF-skjali. Skoða kynningu (PDF 2 MB) 
Lesa meira

Ferðatorg 2006 haldið samhliða Matur 2006

Ferðasýningin Ferðatorg 2006 mun verða haldin í samfloti með Matur 2006 í Fífunni í Kópavogi dagana 31. mars-2. apríl næstkomandi. Markmiðið er að gera Ferðatorg 2006 stærra og metnaðarfyllra en hingað til. Þar munu öll átta ferðamálasamtök landshlutanna munu kynna sinn landshluta og þjónustu ferðaþjónustuaðila á sínu svæði.  Aðrir sýnendur verða fyrirtæki sem koma að ferðaþjónustu innanlands á einn eða annan máta.   Sýningarsvæðið Sýningarsvæði Ferðatorgs hefur aldrei verið stærra, Smárinn býður uppá um 2000 fm sýningarsvæði. Unnið er að heildarhönnun sýningarsvæðis sýninganna með arkitektinum Steffan Iwersen og er hann að leggja lokahönd á hugmyndavinnu að Ferðatorgi 2006. Frá Ferðatorgi 2005.   Opnunartími sýningarinnar (Fimmtudagur    16.00 - 20.00    Kaupstefna )Föstudagur        10.00 - 20.00    Kaupstefna Laugardagur      11.00 - 18.00    Allir velkomnir Sunnudagur       11.00 - 18.00    Allir velkomnir   Dagskrá Ferðatorgs 2006 Dagskrá Ferðatorgs byggist upp á þátttöku sýnenda.  Við hvetjum alla sýnendur og aðra til frumkvæðis.  Þeir sem hafa áhuga á að vera með uppákomur á sýningarsvæði Ferðatorgs 2006, vinsamlega hafið samband við Ástu Ólafsdóttur: e-mail: asta@icexpo.is eða í síma: 663 4833   Hvers vegna að halda Ferðatorg 2006 með Matur 2006? Gott orðspor íslensks hráefnis til matargerðar hefur farið víða bæði innanlands og utan. Víða á landinu verið lögð áhersla á ýmis samstarfsverkefni þar sem tengjast matur og ferðaþjónusta. Íslenskt eldhús er stór hluti af sögu okkar og menningar sem þjóðar.  Íslenskt eldhús er eign okkar allra. Uppákomur á sýningunni munu tengja mat og ferðaþjónustu enn betur og má þar m.a. nefna landshlutakeppni í matreiðslu.  Því þótti ekki úr vegi að tengja þessar tvær íslensku sýningar í sama anda og fara í ?Sælkeraferð um Ísland?.    Heildarkort af sýningarsvæði   Erlendir gestir Matur 2006 verður með sérstaka áherslu á erlenda gesti og sýnendur og er það markmið IceXpo að auka hlutdeild þeirra til muna.   Matvís, félag matreiðslumeistara hefur aldrei staðið fyrir metnaðarfyllri dagskrá en á Matur 2006.  Á þeirra vegum koma um 400 erlendir gestir þ.á m. erlendir kokkar og fylgdarlið þeirra ásamt blaðamönnum.     Sjá nánar um keppnir á Matur 2006   Samstarfsaðilar Ferðamálasamtök Íslands   Nánari upplýsingar og bókanir: Ásta Ólafsdóttir, yfirumsjón: asta@icexpo.is sími: 663 4833 Gústaf Gústafsson: gustaf@icexpo.is sími 662 4156  
Lesa meira

Food and Fun hátíðin sett í dag

Matar- og skemmtihátíðin "Food and Fun " var sett á Nordica Hótel í dag en hún stendur  fram á sunnudag.  Hátíðin er haldin í samstarfi Icelandair, Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Samstarfsaðili "Food and Fun" hátíðiarinnar líkt og undanfarin ár er Iceland Naturally, sem er sameiginlegur kynningarvettvangur íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja í Bandaríkjunum og vistað hjá skrifstofu Ferðamálastofu í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur "Food and Fun" hátíðin vakið mikla athygli erlendis og er nú gert ráð fyrir tugum erlendra fréttamanna til að fylgjast með hátíðinni. Fréttastofa NFS sýndi beint frá setningu "Food and Fun" í hádegisfréttatíma sínum í dag og má nálgast upptöku á vef stöðvarinnar. Horfa á setningu Food and Fun.
Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um ímyndir norðursins

Reykjavíkur Akademían í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu um ímyndir norðursins. Ráðstefnan verður haldin í Reykjavík dagana 24-26 febrúar næstkomandi. Ráðstefnan fer fram í miðbæ Reykjavíkur í Iðnó og nærliggjandi byggingum. Á ráðstefnunni verður fjallað um norðrið sem menningarlega orðræðu með því að kanna hina ýmsu þætti sem hverfast um ímyndarsköpun, sjálfsmyndir, framsetningu norðursins, og sambandið þar á milli. Ráðstefnan er nátengt þverfaglegu rannsóknarverkefni Ísland og ímyndir norðursins sem fjölmargir innlendir og erlendir fræðimenn og stofnannir eiga aðild að. Nánari upplýsingar um ímyndir norðursins  
Lesa meira

Verkefnastyrkir NORA 2006

Norræna Atlantsnefndin (NORA) hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. NORA er skammstöfun sem stendur fyrir Nordisk Atlantsamarbejde sem hefur verið þýtt sem Norræna Atlantsnefndin á íslensku. Nefndin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og telst þar vera hluti af norrænu samstarfi á sviði byggðamála og svæðasamvinnu. Starfssvæði NORA er Ísland, Færeyjar, Grænland og strandhéruð Noregs. Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum: Auðlindir sjávar Ferðamál Upplýsingatækni Annað samstarf-verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum. Fjárstyrkir verða helst veittir fyrirtækjum, einum eða í samstarfi við rannsóknar og þróunarstofnanir. Umsóknir skulu hafa borist í síðasta lagi 3. apríl næstkomandi. Skoða auglýsingu (PDF)  
Lesa meira

Verkefnið Sjávarþorpið Suðureyri kynnt

Kynningarfundur um verkefnið Sjávarþorpið Suðureyri verður haldinn í kvöld. Margir aðilar koma að verkefninu og byggir það á samstarfi þeirra um að byggja upp sameiginlega ferðaþjónustu, segir í frétt í Bæjarins besta. Markmiðið er að bjóða ferðamönum að upplifa sjávarþorpið Suðureyri eins og það er, með þátttöku í daglegu lífi íbúanna og fræðslu um lifnaðarhætti og menningu íbúa í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Verkefnið er nú að stórum hluta komið á framkvæmdastig en fyrirtækið Hvíldarklettur ehf. fékk viðurkenningu frá nýsköpunar- og vöruþróunarsjóð Samtaka ferðaþjónustunnar sl. haust fyrir undirbúning verkefnavinnunnar. Á fundinum mun Sævar Kristinsson frá ráðgjafafyrirtækinu Netspor kynna hvernig klasaverkefni eru að virka víðsvegar í heiminum. Elías Guðmundsson kynnir stöðu verkefnisins Sjávarþorpið Suðureyri og segir frá væntanlegri markaðsáætlun verkefnisins. Rúnar Óli Karlsson ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar kynnir þróun fjölda skemmtiferðaskipa og hvernig sú þróun getur stutt við verkefnið, og Arna Lára Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða kynnir stuðningskerfi atvinnulífsins. Kynningarfundurinn verður í kaffisal Fiskvinnslunnar Íslandssögu og hefst stundvíslega kl. 20:00 og eru áhugasamir uppbyggingarsinnar Vestfjarða hvattir til að mæta.
Lesa meira

Ferðamálastofa hefur ráðið nýjan forstöðumann á meginlandi Evrópu

Davíð Jóhannsson hefur verið ráðinn sem nýr forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt í Þýskalandi. Davíð er 41 árs gamall rekstrarhagfræðingur og lætur af störfum sem framkvæmdastjóri ITD Island Tours í Frankfurt. Starfssvið skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt nær yfir meginland Evrópu auk þess að frá áramótum hefur skrifstofan yfirumsjón með markaðsverkefninu Iceland Naturally í Evrópu, en það verkefni nær einnig yfir Bretland. Davíð hefur störf um miðjan mars nk. Fráfarandi forstöðumaður er Haukur Birgisson sem verið hefur forstöðumaður skrifstofunnar síðastliðin. fimm ár. Haukur hefur starfað tæp 10 ár hjá Ferðamálaráði/Ferðamálastofu og lætur nú af störfum að eigin ósk. Haukur mun flytjast til Íslands og hefur ákveðið að reka eigið fyrirtæki í samstarfi við fjárfesta.
Lesa meira