Fréttir

Ferðatorg 2006 sett í dag

Sýningin Ferðatorg 2006 verður sett í Smáranum í Kópavogi í dag. Ferðatorgið er nú stærra og glæsilegra en nokkru sinni fyrr og er auk þess haldið samhliða stórsýningunni Matur 2006. Markmið Ferðatorgs 2006 er að gefa íslenskum ferðaþjónustuaðilum og þjónustugeirum sem þeim tengjast gott tækifæri á að kynna sig og starfssemi sína til Íslendinga og gera ferðalög innanlands að spennandi valkosti og lífsstíl fyrir landann. Öll átta ferðamálasamtök landshlutanna munu kynna sinn landshluta og þjónustu ferðaþjónustuaðila á sínu svæði. Aðrir sýnendur eru fyrirtæki og/eða þjónustuaðilar sem koma að ferðaþjónustu innanlands á einn eða annan máta. Ferðatorgið er samstarfsverkefni IceXpo, Kópavogsbæjar, Ferðamálastofu, Samgönguráðuneytisins og Ferðamálasamtaka Íslands. Ferðatorgið verður opið fyrir almenning á laugardag og sunnudag kl. 11.00-18.00 báða dagana. Ýmsar uppákomur verða á torgi Ferðatorgs sýningardagana og vinningar dregnir út á 10 mínútna fresti. Þess má geta að veglegt kynningarblað um Ferðatorg 2006 fylgir Morgunblaðinu í dag. Heimasíða Ferðatorgs 2006  
Lesa meira

Svæðisbundin áhrif ferðaþjónustu á Íslandi

-28. mars kl. 13:30 Málþing verður haldið á vegum Ferðamálaseturs Íslands og Ferðaþjónustuklasa (VAXEY) þriðjudaginn 28. mars næstkomandi kl. 13:30. Þar verða kynntar niðurstöður rannsóknar um hagræn áhrif af ferðaþjónustu á mismunandi svæðum. Aðilar rannsóknarinnar eru Ásgeir Jónsson hagfræðingur og lektor, Njáll Trausti Friðbertsson viðskiptafræðingur og flugumferðastjóri og Þórhallur Ásbjörnsson hagfræðingur. Í kjölfarið verða pallborðsumræður. (Rannsóknin var unnin með stuðningi Byggðastofnunar og Ferðamálastofu, Háskólasjóði KEA og Rannsóknarsjóði HA) Staður: Húsnæði Háskólans á Akureyri í Oddfellow-húsinu við Þórunnarstræti (gengt Lögreglustöðinni) Skoða dagskrá (PDF)  
Lesa meira

Fjölgun ferðamanna frá áramótum

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 3,8% fyrstu tvo mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Í ár voru ferðamennirnir 30.276 en 29.175 fyrstu tvo mánuði ársins 2005. Fjölgunin átti sér öll stað í janúar en hins vegar fækkaði ferðamönnum um 1,7% í febrúar, miðað við febrúar 2005. Sé litið á tölur frá helstu markaðssvæðum frá áramótum vekur athygli góð fjölgun frá Bandaríkjunum, rúm 12,3%. Einnig er fjölgun frá Mið-Evrópu, 5,6% en hins vegar er fækkun í hópi Breta og Norðurlandabúa sé miðað við árið í fyrra. Varast ber þó að draga af miklar ályktanir af breytingum einstakra landa þar sem aðeins tveir mánuður eru liðnir af árinu. Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni fyrstu tvo mánuði ársins og samanburð við árið 2005. Heildarniðurstöður má finna hér á vefnum undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna Frá áramótum   2005 2006 Mism. % Bandaríkin                     4.691 5.302 611 13,0% Bretland                       7.404 7.117 -287 -3,9% Danmörk                        2.634 2.834 200 7,6% Finnland                       386 471 85 22,0% Frakkland                      1.249 1.436 187 15,0% Holland                        876 936 60 6,8% Ítalía                         379 301 -78 -20,6% Japan                          1.058 1.243 185 17,5% Kanada                         258 258 0 0,0% Noregur                        2.769 2.393 -376 -13,6% Spánn                          202 283 81 40,1% Sviss                          418 200 -218 -52,2% Svíþjóð                        2.018 1.710 -308 -15,3% Þýskaland                      1.763 2.003 240 13,6% Önnur þjóðerni                 3.070 3.789 719 23,4% Samtals: 29.175 30.276 1.101 3,8%
Lesa meira

Perlan meðal fimm bestu útsýnisveitingastaða heims

Veitingahúsið Perlan í Reykjavík er meðal fimm bestu útsýnisveitingahúsa heimsins að mati breska blaðsins Independent. Dálkahöfundurinn Sophie Lam skrifar þar um veitingahús og um helgina birtist eftir hana grein með fyrirsögninni Fimm bestu: Borðað á toppnum. Um Perluna segir að hún sé í stórri glerhvelfingu, sem komið sé fyrir ofan á sex risavöxnum vatnstönkum, upp á skógivaxinni hæð með útsýni yfir Reykjavík og Faxaflóann. Glerhvelfingin geri það m.a. mögulegt að matargestir geti notið norðurljósanna á veturna, ef heppnin sé með þeim. Þá er matseðlinum lýsi í nokkrum orðum Þau veitingahús sem auk Perlunnar komast á listann eru The Portrait Restaurant í Lundúnum, Sirocco í Bangkok í Taílandi, Tower Top í Zansibar og Maison Blanche í París. Lesa grein Independent
Lesa meira

British Airways hefur áætlunarflug

Áætlunarflug breska flugfélagsins British Airways hingað til lands hófst í gær. Flogið er á milli Kelavíkur og Gatwick-flugvallar í London. Áætlun félagsins gerir ráð fyrir fimm ferðum á viku yfir sumartímann en fjórum ferðum á veturna. Flogið er á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum, laugardögum. BA er ekki í samstarfi við ferðaskrifstofur hér á landi heldur selur alla farseðla á netinu. Fram kemur í frétt á heimasíðu félagsins að verð á flugmiða báðar leiðir á milli Keflavíkur og London sé frá 149 breskum pundum.
Lesa meira

Erindi frá fundi um samspil ferðaþjónustu og virkjana

Í gær héldu Samtök ferðaþjónustunnar upplýsinga- og umræðufund um samspil ferðaþjónustu og virkjana. Fundurinn, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík, var fjölsóttur og ýmsar áhugaverðar upplýsingar komu fram í erindum fyrirlesara. Benda má á að hægt er að nálgast ræður og kynningar fyrirlesara á heimasíðu SAF
Lesa meira

Evrópugáttin opnuð í dag

Undanfarin ár hefur verð unnið að þróun sameiginlegrar Evrópugáttar á vefnum til kynningar á Evrópu sem áfangastað ferðafólks. Hin nýja gátt var formlega opnuð í dag. Slóðin er www.visiteurope.com Aðild að verkefninu eiga hin 34 ríki sem saman mynda Ferðamálaráð Evrópu (ETC) en þar hefur Ísland átt aðild í nærri 40 ár. ETC kynnti fyrir nokkrum árum sameiginlegt vefsvæði fyrir meðlimi sína í Bandaríkjunum. Það var ákveðið tilraunaverkefni, þar sem reynt var að ná til Bandaríkjamanna á þann hátt að markaðssetja eina gátt í stað rúmlega 30. Samdóma álit þeirra sem að þessu stóðu innan ETC var að þetta hefði skilað Evrópu og þar með talið einstökum löndum verulega aukinni athygli. Fyrst horft til vestursÁ vegum framkvæmdastjórnar ETC voru síðan teknar upp viðræður við Evrópusambandið um fjárhagslega aðkomu þess að frekari þróun Evrópugáttarinnar til notkunar á öðrum fjarmörkuðum en í Bandaríkjunum. Niðurstaða þeirra viðræðna var að ESB myndi veita fjármunum í þróun umræddrar gáttar en ETC hefur á hinn bóginn séð um faglega þáttinn og tekur nú við vefnum. Til að byrja með er vefnum beint að mörkuðum Norður- og Suður-Ameríku en í framhaldinu verður sjónum einnig beint austur á bóginn, til Rússlands og Asíu. Frekari þróun framundanEfni á vefnum er annars vegar sameignleg kynning á Evrópu og hins vegar kynning á hverju landi um sig, með þeim möguleikum sem viðkomandi land hefur að bjóða sem ferðamannastaður. Hefur á síðustu vikum og mánuðum verið unnið að því á vegum Ferðamálastofu að koma efni frá Íslandi inn á vefinn. Evrópugáttin er enn sem komið er fyrst og fremst upplýsingavefur og er t.d. ekki um bókanir að ræða á sjálfum vefum. Hins vegar er vinnu við gáttarina langt í frá lokið og á næstu mánuðum verður unnið að áframhaldandi þróun á virkni og innihaldi. Á myndinni má sjá upplýsingasíðu um gistingu á Íslandi og og hún birtist gestum á www.visiteurope.com
Lesa meira

Kynningarfundur um á Gásaverkefnið

Í kvöld verður haldinn á Akureyri kynningarfundur á svonefndu Gásaverkefni. Um er að ræða hugmyndir að uppbyggingu á Gásasvæðinu þar sem Gásakaupstaður stóð til forna. Verkefnið var eitt þeirra sem hlaut styrk frá Ferðamálastofu á þessu ári í flokknum uppbygging nýrra svæða. Fundurinn verður haldinn í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti og hefst kl. 20:00. Dagskrá: Fornleifarannsóknin á Gásum 2001-2006: Sædís Gunnarsdóttir fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands. Kynning á hugmyndum að uppbyggingu á Gásasvæðinu : Kristín Sóley Björnsdóttir, starfsmaður Gásaverkefnisins. Kaffhlé. Gásir, ferðamannasegull á landsvísu?  Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálaráðgjafi hjá fyrirtækinu: Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Hver eru áhersluatriðin við að byggja upp og markaðssetja nýjan áfangastað fyrir ferðamenn? Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík. Umræður: Frummælendur sitja fyrir svörum.  
Lesa meira

Mikill áhugi á Íslandi á ITB í Berlín

Internationale Tourismus-Börse (ITB), sem er einstærsta ferðasýning, lauk um sl helgi. Er þetta í 40. sinn sem sýningin fer fram. Ísland hefur verið með næstum allan þann tíma. Íslensk básinn var með allra stærsta móti í ár en hann er hluti svæði Norðurlandanna. Flest helstu ferðaþjónustufyrirtæki Íslands voru á staðnum í ár.
Lesa meira

Aðalfundir hjá ferðaþjónustu bænda

Aðalfundir Ferðaþjónustu bænda og Félags ferðaþjónustubænda verða haldnir að Narfastöðum í Reykjadal dagana 26.-27. mars næstkomandi. Fyrri daginn, þ.e. á sunnudaginn, verður Green Globe 21 námskeið, óvissuferð og kvöldskemmtun en hefðbundin aðalfundarstörf daginn eftir. Dagskráin fylgir hér á eftir. Dagskrá - sunnudagur 26. mars: 9.30-14.30 Green Globe námskeið:  Mælingar og næstu skref til vottunarHér verður lögð megináhersla á mælingar sem þarf til að uppfylla viðmið auk þess sem farið verður í þá þætti sem teknir eru út þegar kemur að sjálfri vottuninni.Kennari:  Kjartan Bollason, Green Globe úttektaraðili. Námsskeiðsgjald:  Kr. 5.000.-  Áhugasamir skrái sig fyrir fimmtudaginn 23. mars hjá Sólrúnu, Hólaskóla - Háskólanum á Hólum, solrun@holar.is eða í síma 455-6335 15.00    Spennandi óvissuferð um nágrennið skipulögð af heimamönnum            Æskilegt er að klæða sig hlýlega og vera viðbúin menningarviðburði! 20.00   Kvöldverður og skemmtun um kvöldið  Dagskrá mánudagur 27. mars: 09.00   Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda hf. Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál Öllum félögum í Félagi ferðaþjónustubænda er heimilt að sækja fundinn. Aðeins hluthafar hafa þó atkvæðavægi skv. samþykktum hlutafélagssins. 11.00   Kynning á nýjum samstarfssamningi við Ferðamálastofu   Elías B. Gíslason forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu Kynning á samstarfssamningi milli ferðaþjónustubænda, Félagfs ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónustu bænda hfSævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda  Virkni og markmið nýs vefbókunarkerfis Ferðaþjónustu bænda  Gísli Örn Sturluson hugbúnaðarsérfræðingur TM Software og Marteinn Njálssonkynna nýjar söluaðferðir Verkefnið ?Beint frá býli? Verkefnanefnd kynnir stöðu mála og útgáfu handbókar 15.00    Aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál 17.00   Dagskrárlok
Lesa meira