Stærsta hótel landsins tilbúið í mars

Stærsta hótel landsins tilbúið í mars
Grand Hótel

Framkvæmdir eru nú komnar vel á veg við turnana tvo við Grand Hótel. Þegar viðbyggingin verður tilbúin í mars næstkomandi verður hótelið þar með stærsta hótel landsins með 313 herbergjum.

Á Grand Hótel eru nú 108 herbergi en með nýju 14 hæða turnunum, sem verða tengdir við hótelið með glerbyggingu, bætast við 205 herbergi, ásamt fjórum ráðstefnusölum, tveimur fundarherbergjum og tveimur veislusölum. Fyrir á hótelinu eru sex ráðstefnu- og veislusalir. Almennt verða herbergin um 27,5 m2, með rúmgóðu baðherbergi. Á 13. hæð verða tvær forsetasvítur með 94 m2 stofu/móttökusvæði og 40m2 svefnherbergi. Heilsulind með líkamsrækt og snyrtistofu verður í kjallaranum ásamt hárgreiðslustofu og afþreyingarherbergi.

Á myndinni má sjá tölvugerða teikningu af Grand Hótel eftir breytingar.


 


Athugasemdir