Fréttir

Ferðamönnum fjölgaði um 9% í júní

Erlendir ferðamenn sem komu til Íslands um Leifsstöð í júní voru 44.591 samanborið við 40.956 í júní í fyrra. Nemur aukningin um 9%.    Flestir ferðamenn komu frá Bandaríkjunum og Bretlandi og góð aukning er frá Norðurlöndunum, Evrópu og Asíu.     Ferðamenn í júní:   Júní 05 Júní 06 Mismunur % Bandaríkin 8165 7578 -587 -7% Bretland 5875 6613 738 13% Danmörk 3377 3309 -68 -2% Finnland 1038 1132 94 9% Frakkland 2358 2420 62 3% Holland 1201 1211 10 1% Ítalía 867 916 49 6% Japan 482 507 25 5% Kanada 398 442 44 11% Noregur 2455 2880 425 17% Spánn 438 557 119 27% Sviss 498 731 233 47% Svíþjóð 2806 3093 287 10% Þýskaland 4714 5030 316 7% Önnur lönd 6284 8172 1888 30% Samtals: 40956 44591 3635 9%
Lesa meira

Til hamingju við öll!

Ferðamálastofu berast á hverju ári fjöldi fyrirspurna og frásagna frá innlendum og erlendum ferðamönnum.  Nú er það svo að okkur er tamara að ræða um það sem miður hefur farið og hvernig við getum bætt þjónustuna, sem er hið besta mál upp að vissu marki.  En margt er vel gert og eftir því er tekið eins og meðfylgjandi bréf ber með sér. Þannig að þið sem starfið í og við ferðaþjónustu á Íslandi, til hamingju og höldum áfram á braut gæða og góðrar þjónustu.   Dear Sir or Madam, I came back from a 12-days-trip through your wonderful country yesterday and I am still very impressed by the beautiful landscape and friendly people I met. Here in Germany I work in the local tourism development and I studied tourism, that´s why I have a special "touristic look" while travelling. I was deeply impressed by your perfect infrastructure from which we can learn a lot over here in Germany. We travelled around the Ringroad by car and I was very thankful for all these very good unitary signs and special informationboards in several languages. My mother was very thankful for all the warm and clean toilets she found everywhere.People in all hotels and hostels where we stayed were very friendly and helpful and accomodation was really good as well as the food was. I want to thank you for providing all this which made our trip unforgettable and for sure I am going to come back and tell my friends to do so. Best wishes,Meike Knop  
Lesa meira

Ný heimasíða - Iceland Guide

Nýlega opnaði ný heimasíða þar sem finna má upplýsingar um leiðsögumenn.  Í kynningu frá aðstandendum síðunnar segir að markmið hópsins sé að efla fagmennsku leiðsögumanna, auka skilning á mikilvægi þeirra í íslenskri ferðaþjónustu og virðingu meðal ráðamanna og aðila ferðaþjónustunnar.  Góð, fagleg leiðsögn sé ein af forsendum þess að ferðamenn njóti heimsóknar sinnar til Ísland og hún verði þeim minnisstæð.  Til að skoða síðuna smellið hér.
Lesa meira

Skráningarfrestur fyrir Vestnorden 2006 framlengdur til 25. júlí

Ákveðið hefur verið að framlengja áður auglýstan skráningarfrest fyrir Vestnorden 2006 ferðakaupstefnuna til 25. júlí nk. Upphaflega átti skráningarfrestur að renna út í dag. Vestnorden verður sem kunnugt er haldin hér á landi dagna 12.-13. september næstkomandi, nánar tiltekið í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Skráning fer fram á heimasíðu kaupstefnunnar sem er á slóðinni www.vestnorden2006.is Skipuleggjendur í ár eru Congress Reykjavík, congress@congress.is  
Lesa meira

Undirskrift samninga vegna styrkja við ferðaþjónustuverkefni á Vestfjörðum

Í gær skrifaði Ferðamálastofa undir samninga vegna verkefna í uppbyggingu og úrbótum á ferðamannastöðum á Vestfjörðum. Annars vegar við klasafyrirtækið Sjávarþorpið Suðureyri ehf og hins vegar við Ísafjaðarbæ. Upplýsingamiðlunartorg á SuðureyriKlasafyrirtækið Sjávarþorpið Suðureyri ehf. fær styrk til uppbyggingar á upplýsingamiðlunartorgi sem staðsett er við innkomuna í bæinn. Þar verður ferðafólk upplýst um staðinn og möguleika þess á þátttöku í daglegu lífi með heimafólki. Ákveðið var að verkefnið fengi 2 millj. til verkefnisins. Úrbætur á HornströndumÍsafjarðarbær, sem hefur umsjón og lögsögu yfir Hornströndum og Jökulfjörðum, fær styrk til úrbóta á aðstöðu fyrir ferðafólk á Hornströndum. Styrkurinn verður nýttur til að bæta hreinlætisaðstöðu og úrbóta í öryggismálum. Til verkefnisins verður úthlutað 2.2 millj. Í anda sjálfbærrar þróunarAð mati Ferðamálastofu eru þau verkefni sem hér eru styrkt vel til þess fallin að renna stoðum undir markvissa uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Hugmyndafræði þessara verkefna og uppbygging er í anda sjálfbærrar þróunar að því leyti að þau fræða fólk um náttúru og menningu sem gerir almennan ferðamann meðvitaðan um umhverfi sitt. Þau dreifa álagi um sveitarfélagið og þar með dregur úr álagi bæði á náttúru og mannlíf. Þá má geta þess að annað verkefnið tengir ferðafólk við hið daglega líf í samfélaginu, sem eykur líkurnar á efnahagslegum ábata ferðaþjónustunnar enn frekar. Tæplega 500 milljónum úthlutað á 11 árumÁrlega úthlutar Ferðamálastofa styrkjum til úrbóta í umhverfismálum og til uppbyggingar á nýjum svæðum. Á árunum 1995 til 2006 hefur Ferðamálastofa samtals varið tæplega 500 milljónum króna til styrkja og framkvæmda á um 400 ferðamannastöðum víðsvegar á landinu. Í ár bárust 158 umsóknir um styrki. Styrkbeiðnir hljóðuðu upp á samtals rúmlega 210 milljónir króna en til ráðstöfunar voru um 40 milljónir. Til viðmiðunar við úthlutun styrkja er stuðst við reglur um forgangsröðun sem fylgt hefur verið síðustu ár. Mikilvægi verkefna er metið eftir því hver áhrif framkvæmdarinnar eru á náttúru og umhverfi. Verkefni sem stuðla að náttúruvernd eru því forgangsverkefni. Einnig er reynt að fylgja eftir því opinbera markmiði að uppbygging ferðaþjónustunnar skuli taka mið af sjálfbærri þróun í samfélaginu. Á liðnum áratug hefur orðið gífurleg aukning á komum ferðafólks til landsins og ferðalögum Íslendinga um eigið land. Ísland var lengi vel markaðssett sem land ?Elds og ísa? þannig að ferðafólki var beint á hverasvæði, á jökla eða í óbyggðir. Þessi mikla aukning á ferðafólki var farin að ganga óþarflega mikið á auðlindina ?náttúru Íslands?. Því hafa yfirvöld ferðamála sett sér það markmið að vernda náttúruna og auka efnahagslegan ábata af ferðþjónustu og er eins og áður er sagt reynt að vinna eftir hugmyndafræði um ?sjálfbæra ferðaþjónustu?. Skrifað undir samninga. Talið frá vinstri: Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu; Þorleifur Pálsson, bæjarritari Ísafjarðarbæjar; Magnús Oddsson ferðamálastjóri; Elías Guðmundsson og Jóhanna Þorvarðardóttir en tvö þau síðasttöldu eru í forsvari fyrir Sjávarþorpið Suðureyri ehf.
Lesa meira

Könnun á rekstrarumhverfi hópferðabifreiða

Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði í byrjun árs til að fjalla um rekstraraðstæður þeirra sem reka hópferðabifreiðar hefur skilað skýrslu sinni. Skýrslan í heild er aðgengileg á vef Samgönguráðuneytisins. Meðal niðurstaðna hópsins er að endurskoðuð verði álagning virðisaukaskatts af ferðaþjónustunni og áhrif virðisaukaskatts á allar greinar hennar. Hlutverk starfshópsins var að taka saman yfirlit um aðgerðir stjórnvalda og aðrar aðgerðir sem snert hafa rekstur hópbifreiða undanfarin ár og meta hvernig tekist hafi, leggja mat á afkomu greinarinnar í dag og meta kosti þess og galla að greinin verði gerð virðisaukaskattskyld, segir í frétt á vef Samgönguráðuneytisins. Margs konar tölur koma fram í skýrslunni, meðal annars að farþegum á sérleyfisleiðum hafi farið fjölgandi frá árinu 2002. Það ár voru þeir rúmlega 377 þúsund talsins en árið 2004 voru þeir 413 þúsund. Árið 1960 voru farþegar á sérleyfisleiðum hins vegar kringum 635 þúsund. Starfshópurinn telur að flest bendi til þess að eitt virðisaukaskattskerfi eigi að gilda um allan rekstur. Hópurinn telur sig ekki í aðstöðu til að leggja til virðisaukasattsskyldu á rekstur hópferðabifreiða. ,,Rekstur hópbifreiðar er hluti af umfangsmikilli þjónustu við ferðamenn sem spannar allt frá flutningi ferðamanna til landsins, innviðum hérlendis, afþreyingu o.fl. Rekstur þessi er alls ekki allur innan núverandi virðisaukaskattsskerfis. Starfshópurinn telur sér heldur ekki fært að leggja til að allir fólksflutningar verði gerðir virðisaukaskattskyldir því það þarfnast mun nánari skoðunar. Sem dæmi gæti slík aðgerð haft þau áhrif að fargjöld í flugi hækkuðu,? segir meðal annars í niðurstöðum starfshópsins. Hópurinn leggur til að framlengd verði heimild til að endurgreiða 2/3 af virðisaukaskatti við innflutning á nýjum hópbifreiðum sem renna á út um næstu áramót en slík heimild hefur verið í lögum síðustu ár. Leggur hópurinn til að áfram verði miðað við hópbifreiðar sem taka 18 farþega eða fleiri og eru búnar aflvélum sem uppfylla skilyrði svonefndra EUROIII mengunar- og útblástursstaðla. Yrði þetta gert í samhengi við aðrar niðurfellingar sem renna eiga út út næstu áramót og þess er getið að þessi niðurfelling hafi haft jákvæð áhrif. Starfshópinn skipuðu Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti, sem var formaður hans, Ingvi Már Pálsson frá fjármálaráðuneytinu og Þorleifur Þór Jónsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Rúnar Guðjónsson, viðskiptafræðingur í samgönguráðuneytinu, var starfsmaður hópsins. Skoða skýrslu um könnun á rekstrarumhverfi hópbifreiða (Word)  
Lesa meira

Skýrsla um ferðavenjur erlendra ferðamanna

Komin er út skýrslan "Erlendir ferðamenn á Íslandi ? þróun á ferðavenjum og áhrif á samgöngukerfi". Frá þessu er greint í frétt á vef Samgönguráðuneytisins. Skýrsluna vann Bjarni Reynarsson landfræðingur og leiðsögumaður hjá Land-ráð sf. fyrir samgönguráð og er tilgangur hennar meðal annars að kanna áhrifasvið höfuðborgarsvæðisins og helstu þéttbýlisstaða. Í skýrslunni eru dregnar saman niðurstöður úr könnunum og tölfræðisöfnun Ferðamálastofu og fleiri aðila í ferðaþjónustu um ferðavenjur erlendra gesta hérlendis. Kemur í ljós að fjölgun erlendra ferðamanna hefur verið mun hraðari en til dæmis fjölgun landsmanna og vöxtur bílaumferðar síðasta áratuginn. Mest hefur fjölgað erlendum ferðamönnum sem koma hingað með skemmtiferðaskipum og ferðast þeir einkum um suðvesturhluta landsins og farþegar skipa sem hafa viðdvöl á Akureyri ferðast einkum um Mývatnssveit. Meðal niðurstaðna skýrsluhöfundar er að mikilvægustu atriðin í samgöngum séu umbætur á vegakerfinu bæði á og umhverfis hálendið svo og umhverfis höfuðborgarsvæðið. Segir að víða megi bæta merkingar á ensku og talið er brýnt að upplýsingar um færð að vetrarlagi og ástand vega séu aðgengilegar á ensku. Skýrslan er hluti af stærra verkefni sem unnið er fyrir samgönguráð. Í haust koma síðan út tvær kannanir á ferðavenjum, önnur um innanlandsflug og í hinni eru birtar niðurstöður úr könnun á ferðavenjum frá 16 landsvæðum til höfuðborgarsvæðisins. Skýrslan er aðgengileg á vef Samgönguráðuneytisins. Erlendir ferðamenn á Íslandi ? þróun á ferðavenjum og áhrif á samgöngukerfi (PDF)  
Lesa meira

Skráning á World Travel Market 2006

Líkt og undanfarin ár tekur Ferðamálastofa þátt í World Travel Market ferðasýningunni í London. Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að fá aðstöðu í bás ráðsins gegn föstu gjaldi og nú er komið hér inn á vefinn skráningarblað fyrir sýninguna. World Travel Market er ein stærsta ferðasýning í heimi og haldin árlega. Að þessu sinni fer hún fram dagana 6.-9. nóvember og er í ExCel sýningarhöllinni í London líkt og undanfarin ár. Sýningin er opin 2 daga fyrir ferðaþjónustuaðila ( trade) og 2 daga fyrir almenning. Ferðamálastofa sér um að útbúa básana og skapa mönnum aðstöðu til að hitta viðskiptavini sína en síðan er undir hverjum og einum komið að nýta tækifærið sem best. Skráningu lýkur 20. júlí.Hér fyrir neðan er tengill á eyðublað til skráningar í íslenska sýningarbásinn á World Travel Market 2006 en vakin er athygli á því að skráningu lýkur 20. júlí. Einnig er tengill á heimasíðu sýningarinnar. Skráning á WTM 2006 (PDF-skjal) Heimasíða sýningarinnar Nánari upplýsingar um sýningar í Bretlandi veitir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi sigrunh@icetourist.is Sími: 535 5500  
Lesa meira

Metaðsókn að Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð

Í júnímánuði heimsóttu Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð um 3000 manns, en það er um 500 manna aukning frá júnímánuði í fyrra, segir í frétt frá upplýsingamiðstöðinni. Gestakomum fjölgar þar ár frá ári og eru gestir nokkuð jafn margir; íslenskir sem erlendir. Í Upplýsingamiðstöðinni er rekin handverkssala auk þess sem gestir hafa frían aðgang að nettengdri tölvu og alltaf er heitt á könnunni. Á vormánuðum var tekin upp sú nýjung að gera Upplýsingamiðstöðina að heitum reit, en þá geta gestir komið með sínar eigin fartölvur og tengst internetinu. Í tengslum við Landsmót hestamanna opnaði Upplýsingamiðstöðin útibú á Vindheimamelum (sjá mynd) þar sem gestir gátu nálgast allar upplýsingar um úrslit, keppnir og dóma auk upplýsinga um ferða- og afþreyingarmöguleika í Skagafirði. Þá var upplýsingatjaldið með til sölu ýmsan varning svo sem minjagripi merkta Landsmótinu, póstkort, bækur o.fl., þar var einnig hægt að komast á netið. Upplýsingatjaldið var opið alla Landsmótsvikuna frá 9.00-19.00 en frá og með fimmtudagskvöldi til 22.00. Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð annaðist, fyrir hönd Landsmótsins, afhendingu aðgöngumiða fyrir starfsmenn, blaðamenn, boðsmiða og miða sem keyptir voru í forsölu, var því mikil umferð um húsið fyrstu daga mótsins auk þess sem fjöldi Landsmótsgesta lagði leið sína í Varmahlíð til að nálgast upplýsingar, bæklinga og dreifildi um afþreyingarmöguleika í firðinum.  
Lesa meira

Opinber fjármögnun almennrar kynningar og ímyndarsköpunar

Umræðan um aðkomu opinberra aðila að  fjármögnun almennar landkynningar og ímyndarsköpunar svo og hvernig að þessu mikilvæga verkefni  er staðið á sér í reynd alltaf stað. Þetta verkefni hefur eðlilega tekið breytingum í tímans rás. Magnús Oddsson ferðamálstjóri hefur tekið saman greinagerð um fjármögnun og framkvæmd verkefnisins, breytingar því tengdar og  mikilvægi aðkomu opinberra aðila að verkefninu.  Hann  fjallar um það í nýjasta pisti sínum um ferðamál sem má lesa hér á vefnum undir liðnum ræður og pistlar.  
Lesa meira