Farþegar Keflavíkurflugvöll 188 þúsund fleiri

Farþegar Keflavíkurflugvöll 188 þúsund fleiri
Flugstöð

Í nóvember síðastliðnum fóru rúmlega 133 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 116 þúsund í nóvember í fyrra. Fjölgunin nemur 15,3%.

Fjölgunin í nóvember er í takt við þróun farþegafjölda fyrir árið í heild en frá áramótum hefur farþegum fjölgað um tæp 11% eða 188 þúsund farþega. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

Nóv.06.

YTD

Nóv.05.

YTD

Mán. % breyting

YTD % Breyting

Héðan:

58.879

819.039

49.577

712.266

18,76%

14,99%

Hingað:

59.823

816.566

50.738

712.130

17,91%

14,67%

Áfram:

2.575

30.780

354

12.641

627,40%

143,49%

Skipti.

12.312

236.370

15.243

277.602

-19,23%

-14,85%

 

133.589

1.902.755

115.912

1.714.639

15,25%

10,97%


Athugasemdir