Ný tenging við Norðurland

Ný tenging við Norðurland
Flugvel

Flugfélag Íslands hefur kynnt nýjan valkost í tengingu Norðurlands við millilandaflug sem tekin verður í gagnið næsta vor. Um er að ræða flug á milli Akureyrar og Keflavíkur sem tengist morgunflugi Icelandair til Evrópu og Bandaríkjanna.

Hagræðið fyrir fólk á leið til og frá Norðurlandi felst í því að innritun, vegabréfaskoðun og öryggisleit fer fram á Akureyri á útleið og síðan tollskoðun á leið til landsins. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að frá Akureyri er flogið um kl. 6 að morgin og fer fólk beint inn á fríhafnarsvæði flugstöðvarinnar í Keflavík. Til Akureyrar verur flogið síðdegis þegar vélar að utan eru lentar. Flogið verður þrjá daga í viku næsta sumar, mánudaga, fimmtudaga og föstudaga.


Athugasemdir