Fréttir

Áhrifaþættir á þróun ferðaþjónustu í Evrópu

Ferðamálaráð Evrópu (ETC) hefur í samvinnu við ETAG  unnið skýrslu undir heitinu ?Tourism Trends for Europe?. Eins og öllum er ljóst hefur ferðaþjónusta í heiminum tekið miklum breytingum á  tiltölulega fáum árum. Fjölmargir þættir hafa valdið þeim breytingum. Í  skýrslunni er því litið til þess hvaða þættir gætu haft mest áhrif á þróunina næstu 5-10 árin og  tilgangurinn með því að benda á þá  er að benda ferðaþjónustuaðilum á líklegar breytingar svo hægt sé að bregðast við og nýta sér þær. Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem er fulltrúi Íslands í ETC, segir að þegar skýrslan sé  skoðuð veki  fyrst athygli hve gert sé ráð fyrir að  hærri meðalaldur fólks á mörkuðunum og aukinni getu og áhuga þessa eldri hóps til að ferðast hafi mikil áhrif á þróunina í Evrópu.?Spurning er hve vel  hér á landi hefur verið hugað að þessum  stóra hóp næstu ára þegar litið er til vöruþróunar og fleiri þátta,? segir Magnús. Þá eru í skýrslunni farið yfir breytingar sem verða með opnun nýrra markaða. Fjallað er um hvernig gera má ráð fyrir að  rafrænar dreifileiðir og söluleiðir breyti  enn frekar en nú er kauphegðun fólks og í reynd allri ferðahegðun. ? Við hljótum að skoða þessa áhrifaþætti og líta á allar þessar breytingar sem tækifæri sem greinin geti nýtt  til aukinna umsvifa og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu á næstu árum?, segir Magnús Oddsson Skýrslan í heild - ?Tourism Trends for Europe?  
Lesa meira

Varað við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa

Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau sjá ástæðu til að vara við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa. Þessir aðilar hafa sett sig í samband við íslensk fyrirtæki og leita eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi. Slík staðfesting felur oft í sér, í smáaletrinu, pöntun á birtingu í viðkomandi riti eða skrá með tilheyrandi kostnaði. SVÞ segir að meðal slíkra aðila sé European City Guide (ECG). SVÞ ráðleggja fyrirtækjum að borga ekki reikninga frá ECG ef þau telja sig ekki hafa efnt til skuldarinnar, hvorki að hluta til né að fullu. ECG er alræmt fyrir vafasama starfshætti um alla Evrópu, segir á vef SVÞ. Nánari upplýsingar á vefsíðunni www.stopecg.org
Lesa meira

Ísland fær lofsamlega umfjöllun í Golf International

Ísland  og íslenskir golfvellir fá lofsamlega umfjöllun í nýjasta hefti golftímaritsins Golf International. Ferðamálastofa var meðal þeirra sem kom að ferð blaðamannsins Paul Severn hingað til lands. Í greininni, sem mun vera sú fyrri af tveimur, sparar blaðamaðurinn ekki stóru orðin, tíundar m.a. hversu auðvelt sé að komast til Íslands með íslensku flugfélögunum og hversu góðar aðstæður séu til að spila golf hérlendis. Hann spilaði á nokkrum völlum hérlendis, á höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum og í Eyjafirði. Með greininni í septembertölublaðinu fylgja myndir frá Vestmannaeyjum, Nesvellinum og Bláa lóninu og í næsta tölublaði mun m.a. vera von á umfjöllun um Jaðarsvöll á Akureyri. Á vefnum kylfingur.is er greint frá heimsókn Paul Severn.
Lesa meira

Stöðugt aukin vefumferð

Gestum sem heimsækja landkynningarvef Ferðamálastofu, www.visiticeland.com fjölgar stöðugt. Frá áramótum nemur aukning umferðar rúmum 35% sem bætist við verulegan vöxt undanfarinna ára. Um 140-150 þúsund gestir heimsækja nú vefinn í hverjum mánuði en til samanburðar var gestafjöldinn fyrir 5 árum um 10-15 þúsund á mánuði. Umferðin er að jafnaði mest yfir hásumarið, það dregur úr henni á haustin en síðan fer allt á fulla ferð aftur eftir áramótin. Halldór Arinbjarnarson, vefstjóri Ferðamálastofu, segir aukna umferð eiga sér fleira en eina skýringu. Almenn aukin netnotkun í heiminum er ein ástæðan en aukinn sýnileiki vefsins í kynningarefni og á leitarvélum sé þó meginskýringin á fjölgun gesta. ?Leitarvélar gegna algeru lykilhlutverki fyrir vef sem þennan,? segir Halldór. Yfirgripsmesti kynningarvefurinn?Hins vegar er það eitt og sér að ná sem flestum heimsóknum á vefinn ekki meginmarkmiðið heldur miklu frekar að þeir sem inn á vefinn koma finni þar áhugavert efni fái í kjölfarið áhuga á því að heimsækja Ísland. Þess vegna er mikil áhersla lögð á innihald vefsins og að uppfæra það reglulega. Lykilatriði í þessu sambandi er gagnagrunnur Ferðamálastofu. Í honum eru nú upplýsingar um vel á annað þúsund ferðaþjónustuaðila um allt land, ásamt ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir ferðafólk. Ég get fullyrt að visiticeland.com er yfirgripsmesti kynningarvefur Íslands fyrir ferðamenn og í daglegri þróun hvað efni og innihald varðar,? segir Halldór. Fleiri tungumál bætast viðÚtbreiðslusvæði vefsins, ef svo má segja, hefur einnig verið að aukast með fjölgun tungumála og hann er nú á 7 erlendum tungumálum. Fyrr á árinu bættust sænska og norska við og nú er hollensk og ítölsk útgáfa í vinnslu. Jafnframt verður visiticeland.com og landkynningarvefir skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt, sem eru á slóðinni www.icetourist.de, innan tíðar sameinaðir undir visiticeland.com sem ætti enn að auka umferð. Auk visiticeland.com er skrifstofa Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum með landkynningarvefinn www.icelandtouristboard.com. Evrópugáttin í þróunEnn ein stoðin í kynningu Íslands á vefnum er Evrópugáttin svonefnda, www.visiteurope.com, sem opnuð var fyrr á árinu. Þar hefur hvert land sitt svæði og ber ábyrgð á að koma sér sem best á framfæri. Evrópugáttin er einkum hugsuð fyrir fjærmarkaði og er í stöðugri þróun. Verður spennandi að sjá hver reynslan verður af vefnum þegar fram í sækir. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig gestum visiticeland.com hefur fjölgað undanfarin ár.
Lesa meira

Nýr kortavefur um Ísland

Opnaður hefur verið nýr kortavefur um Ísland, Map24.is. Þar er hægt að leita að heimilsföngum, fá vegvísun milli staða, finna og bóka hótel ofl. Að vefnum stendur fyrirtækið Loftmyndir ehf í samvinnu við MapSolute og er vefurinn öllum opinn til einkaafnota. Kortin af Íslandi eru hluti af nýum kortagrunni Loftmynda ehf. sem í dag þekur allt landið. Hægt er að fletta upp í heimilsfangagrunni Loftmynda ehf. þar sem skráð er nákvæm staðsetning yfir 99% heimilsfanga á Íslandi, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Hægt að fá vegvísun milli staða eða jafnvel landa, hvaða leið er t.d. best að aka ef lagt er af stað frá Laugavegi 13 til Þingvalla. Á Map24.is er líka hægt að skoða kort af Evrópu og Ameríku og fá akstursleiðbeiningar. Raunar má á vefnum má finna nákvæm götukort af öllum helstu viðkomustöðum ferðaglaðra Íslendinga. Hér að neðan er til gamans sett inn leiðarlýsing af vefnum á því hvernig komast má á milli starfsstöðva Ferðamálastofu á Íslandi, þ.e. frá Lækjargötu 3 í Reykjavík að Strandgötu á Akureyri. Samkvæmt vefnum tekur ferðalagið reyndar nærri 13 klukkustundir, sem væntanlega er ansi ríflega áætlað. Skoða kortavef Lækjargata3, Reykjavík-Strandgata, AkureyriUpphaf leiðar á Skothúsvegur og ekið í átt að Bankastræti, 21 m.Ekið af Skothúsvegur í stefnu á Bankastræti, 45 m. 0 min 66 mEkið af Bankastræti í stefnu á Austurstræti, 17 m. 0 min 83 mEkið af Austurstræti í stefnu á Lækjargata, 55 m. 0 min 138 mEkið af Lækjargata og beygt til hægri inn á Hverfisgata, 1.04 km. 2 min 1.18 kmEkið af Hverfisgata og beygt til hægri inn á Snorrabraut, 77 m. 2 min 1.26 kmEkið af Snorrabraut í stefnu á Borgartún, 129 m. 3 min 1.39 km Ekið af Borgartún í stefnu á Skúlagata, 283 m. 3 min 1.67 kmEkið af Skúlagata og beygt til hægri inn á Höfðatún, 49 m. 3 min 1.72 kmEkið af Höfðatún í stefnu á Laugavegur, 685 m. 5 min 2.40 kmEkið af Laugavegur í stefnu á Kringlumýrarbraut, 261 m. 5 min 2.67 kmEkið af Kringlumýrarbraut og beygt til hægri inn á Háaleitisbraut, 1.07 km. 7 min 3.74 kmEkið af Háaleitisbraut og beygt til hægri inn á Miklabraut, 2.16 km. 11 min 5.90 kmEkið af Miklabraut í stefnu á Ártúnsbrekka, 863 m. 13 min 6.77 kmEkið af Ártúnsbrekka í stefnu á Vesturlandsvegur, 10.04 km. 33 min 16.80 kmEkið af Vesturlandsvegur í stefnu á Hringvegur, 56.91 km. 02:26 h 73.71 kmEkið af Hringvegur í stefnu á Vesturlandsvegur, 421 m. 02:26 h 74.13 kmEkið af Vesturlandsvegur og beygt til hægri inn á Borgarbraut, 1.88 km. 02:30 h 76.01 kmEkið af Borgarbraut í stefnu á Hringvegur, 167.55 km. 08:04 h 243.56 kmEkið af Hringvegur og beygt til hægri inn á Norðurlandsvegur, 973 m. 08:05 h 244.53 kmEkið af Norðurlandsvegur í stefnu á Hringvegur, 140.47 km. 12:44 h 385.00 kmEkið af Hringvegur í stefnu á Hörgárbraut, 150 m. 12:45 h 385.14 kmEkið af Hörgárbraut í stefnu á Borgarbraut, 277 m. 12:45 h 385.42 kmEkið af Borgarbraut í stefnu á Hörgárbraut, 1.79 km. 12:49 h 387.21 kmEkið af Hörgárbraut í stefnu á Glerárgata, 819 m. 12:50 h 388.03 kmEkið af Glerárgata og beygt til hægri inn á Strandgata, 139 m. 12:51 h 388.17 kmÁfangastaður Strandgata.
Lesa meira

Vinnufundur í Borgarnesi

Eins og komið hefur fram í fréttum hér á vefnum er nú innan Ferðamálastofu unnið að fjölmörgum verkefnum í tengslum við framkvæmd Ferðamálaáætlunar 2006-2015. Sum verkefnin eru á lokastigi og önnur styttra á veg komin. Alls eru níu verkefni í vinnslu í stofnuninni og gert ráð fyrir að ljúka  sjö þeirra fyrir áramót. Sum verkefnanna skarast eðlilega á milli sviða og skrifstofa og þarf að samræma vinnuna. Dagana 21. og 22. september verður því sameignlegur vinnufundur starfsfólks skrifstofanna i Reykjavík og á Akureyri og mæst í Borgarnesi. Þá verður tækifærið einnig notað til að kynnast nýjungum í ferðaþjónustu á svæðinu. Starfsfólk frá öllum erlendu skrifstofum Ferðamálastofu hefur verið á Íslandi undanfarna daga í tengslum við Vestnorden kaupstefnuna og hefur tækifærið verið nýtt til funda með þeim. Vegna fundarins í Borgarnesi verður þjónusta á skrifstofum Ferðamálastofu á Akureyri og í Reykjavík skert þessa tvo daga enda starfsmenn fjarverandi, en símsvörun og grunnþjónusta verður til staðar.
Lesa meira

Varað við svikahröppum

Í sumar mun nokkuð hafa borið á að gististaðir hafi fengið bréf frá aðilum sem reyna að hafa út fé úr gististöðunum með fölskum bókunum. Meðal annars hefur upplýsingamiðstöðin á Hólmavík sent út viðvaranir til ferðaþjónustuaðila á sínu svæði. Dæmi um bréf eru frá aðila sem kynnir sig sem blaðamann að nafni Anthony Grant sem byrjar á að panta tveggja manna herbergi í tvær vikur. Þegar upplýsingar berast um kostnað við gistingu upplýsir Anthony að ferðaþjónustufyrirtækið sem hann skipti við geti ekki, sökum tæknilegra erfiðleika, leyft honum að greiða með kreditkorti sínu. Þetta stefni ferðalagi hans í voða. Gefur Anthony síðan uppkreditkortanúmer og spyr hvort nokkur leið sé til þess að gististaðurinn geti tekið út af því sem nemur ferðakostnaðinum og kostnaði við gistingu og lagt inn á ferðaþjónustufyrirtækið í Bretlandi. Líklegt má telja að Anthony sendi kreditkortanúmer einhvers annars aðila og að bankareikningur ?ferðaþjónustufyrirtækisins? sé í raun hans eigin. Hér að neðan má sjá tvö bréf frá Anthony Grant: Bréf 1: Hello, My name is Anthony Grant and am a Journalist, am interested in making a reservation for me and my wife to celebrate our 5th wedding anniversary. I would like a double room for the 30th of Sept. to the 12th of Oct.2006. Kindly reply with information stating the total cost of our intended stay.I intend to make payment ASAP so as to secure accommodation for our special occasion. Hope to hear from you soon Regards, Anthony Grant Bréf 2: Hello, I have reviewed the total costs of your lodgings and am more than delighted to pay.Unfortunately my local travel agent has just informed me that due to technical difficulties with their merchant machine, it has become impossible for them to charge my credit card for our tickets! This tends to pose a serious threat to our travel plans as funds intended for my travels are lodged in my credit card. However my travel agent did advise me to ask if you could charge both accommodation and ticketing cost with your merchant machine,and then remit the cost of ticketing to their office in the UK.The cost of both mine and my wife''s ticket is 2,520 POUNDS. So,I would appreciate if you make the following charges on my credit card: Accomodation fee , mine and my wife''s ticket fares plus an additional 250 POUNDS for your inconveniencies and willingness to accept our payment plan. Please do get back to me if you are in the office right now so that I can forward my credit card details to you , then you can charge the full amount and transfer the agent funds to my local travel agency . Regards, Anthony Grant  
Lesa meira

Unnið að þarfagreiningu vegna rannsókna í ferðaþjónustu

Eitt þeirra fjölmörgu verkefna sem nú eru í vinnslu í Ferðamálastofu í samræmi við Ferðamálaáætlun 2006-2015 er þarfagreining vegna nauðsynlegra rannsókna í ferðaþjónustu. Gerður var samningur við Gallup (nú Capacent) um framkvæmd þarfagreiningarinnar en öll samræming og vinna af hálfu stofnunarinnar er í höndum Oddnýjar Óladóttur verkefnastjóra. Hluti verkefnisins er unnin með svokölluðum rýnihópum. Verða þeir fjórir, þrír þeirra koma saman í Reykjavík og einn á Akureyri. Alls taka um 50 manns þátt í umræddri vinnu. Koma þeir úr flestum þáttum ferðaþjónustunnar, svo og frá háskólum, stofnunum, sveitarfélögum og í reynd frá nær öllum þeim sem talist geta hagsmunaaðilar þegar kemur að rannsóknum í ferðaþjónustu. Rýnihóparnir halda fundi sína nú 18.-20. september. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr þessari þarfagreiningu, og þá hverjar eru nauðsynlegar rannsóknir í ferðaþjónustu næstu árin, liggi fyrir í nóvember.
Lesa meira

Nýr fulltrúi Íslands í Ferðamálaráði Vestur-Norðurlanda

Samgönguráðherra hefur skipað Áslaugu Alfreðsdóttur, hótelstjóra á Ísafirði, í stjórn Ferðamálaráðs Vestur-Norðurlanda (VNTB). Kemur hún í stað Einars Kr. Guðfinnssonar, sem lét af stjórnarstörfum þegar hann var skipaður ráðherra. Í stjórninni eru þrír frá hverju landanna þriggja; Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Af hálfu Íslands eru fyrir í stjórninni Steinn Lárusson og Magnús Oddsson, sem er núverandi formaður ráðsins. Áslaug sat sinn fyrsta fund í ráðinu sl. þriðjudag í Reykjavík.
Lesa meira

Myndir frá Vestnorden 2006

Vestnorden ferðakaupstefnunni lýkur í Laugardalshöllinni í dag. Almenn ánægja er með hversu vel tókst til enda gekk framkvæmdin með miklum ágætum. Fjölmenni var í hátíðarkvöldverði í Gullhömrum í gærkvöld þar sem Örn Árnason leikari sá um veislustjórn og fór á kostum samkvæmt venju. Hér að neðan er tengill á myndir sem teknar voru á kaupstefnunni í gær. Skoða myndir frá Vestnorden 2006.    
Lesa meira