Fara í efni

Nýtt kynningarrit Ferðamálastofu

Kynningarrit - forsíða
Kynningarrit - forsíða

?Ferðamálastofa ? hlutverk og starfsemi? nefnist nýtt kynningarrit sem Ferðamálastofa var að gefa út. Eins og nafnið ber með sér er í ritinu farið yfir helstu verkefni Ferðamálastofu, þessarar nýju stofnunar sem þó byggir á traustum grunni.

Ferðamálastofa hefur verið starfandi í tæpa 11 mánuði en stofnunin tók til starfa samhliða nýjum lögum um skipan ferðamála. Í inngangi Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra að ritinu segir meðal annars: ?Stofnunin tók við öllum skuldbindingum og verkefnum skrifstofu Ferðamálaráðs, engin verkefni féllu niður eða voru færð annað. Ferðamálastofa sinnir þannig áfram þeim verkefnum sem skrifstofur Ferðamálaráðs sinntu áður gagnvart stjórnvöldum, greininni og innlendum og erlendum ferðamönnum. Veigamiklir nýir málaflokkar bættust einnig við. Þar bar hæst leyfismál vegna ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda, svo og öll stjórnsýsla því tengd. Einnig var Ferðamálastofu falið það nýja verkefni að sjá um framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu sem alþingi samþykkti á árinu 2005.?

Ennfremur segir Magnús: ?Lykilatriði er að starfsfólk Ferðamálastofu, innan lands sem utan, munu áfram leggja sig fram um að vinna að framgangi ferðaþjónustunnar. Markmið okkar er að stuðla að frekari arðsemi fyrirtækja og þjóðarbús, þar sem íslensk náttúra, íslensk menning og aukin gæði eru þær meginstoðir starfið byggir á.?

Skoða kynningarrit, Ferðamálastofa  - hlutverk og starfsemi (PDF 3 Mb)