Fréttir

Norrænn ferðarisi í eigu Íslendinga

Norrænn ferðarisi í íslenskri eigu varð til í gær með stofnun Northern Travel Holding. Félagið er í eigu Fons, FL Group og Sunds. Hið nýja félag hefur keypt Sterling flugfélagið, allt hlutafé Iceland Express, yfir helmings hlut í flugfélaginu Astraeus, stóran hlut í sænsku ferðaskirfstofunni Ticket og alla hluti í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Samanlögð velta þessara félaga er áætluð um 120 milljarðar króna og þau flytja um 7,5 milljónir farþega á ári. Stærsti hluthafi þessa nýja norræna ferðarisa er Fons með 44 prósent og síðan eiga FL Group 34 prósent og Sund 22 prósent. Pálmi Harladsson, forstjóri Fons, verður stjórnarformaður í Northern Travel Holding. Því má einnig bæta við að FL group keypti rúmlega 6 prósenta hlut í bandaríska félaginu AMR í vikunni, en félagið er móðurfélag American Airlines, stærsta flugfélags í heimi og flugfélagins Eagle Air.
Lesa meira

Notkun markaðsfjármuna fyrir árið 2007

Samgönguráðherra hefur að fenginni tillögu Ferðamálastofu, og að fenginni umsögn Ferðamálaráðs um tillöguna, falið Ferðamálastofu að vinna að markaðsaðgerðum á komandi ári í anda hennar. Meiri opinberir fjármunir verða nú til notkunar á erlendu markaðssvæðunum en á yfirstandandi ári. Árið 2006 voru alls 41 milljón til beinna aðgerða á svæðunum, en nú verða 99 milljónir til beinna aðgerða á komandi ári. Í N.-Ameríku verða 23 milljónir  til beinna aðgerða 2007, en voru 10 milljónir í ár. Á Bretlandseyjum verða  22 milljónir á móti 8 milljónum á þessu ári. Á Norðurlöndunum verða einnig  22 milljónir í stað 8 milljóna  á þessu ári. Á Meginlandi Evrópu verða  25 milljónir, en þar voru 10 milljónir á þessu ári. Loks verða 7 milljónir til verkefna í Asíu en þar voru 5 milljónir á þessu ári. Þessu til viðbótar eru síðan 55 milljónir frá samgönguráðuneytinu til samstarfsverkefnisins Iceland Naturally í Evrópu og 52 milljónir til Iceland Naturally í N.-Ameríku. Alls eru því af hálfu samgönguráðuneytisins settar 206 milljónir til  markaðsverkefna á erlendum  markaðssvæðum  íslenskrar ferðaþjónustu á árinu 2007. Þessir fjármunir nýtast til beinna verkefna þar sem allur rekstur og vinna við framkvæmd verkefnanna er  fjármögnuð með fjárveitingum til Ferðamálastofu sem annast framkvæmd verkefna á skrifstofum sínum bæði á Íslandi og erlendis. ?Ástæður þess að meiri fjármunir eru nú til beinna verkefna á okkar markaðssvæðum 2007 en 2006 eru í meginatriðum tvær,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. ?Í fyrsta lagi eru meiri fjármunir til ráðstöfunar frá samgönguráðuneyti  til verkefna en einnig hefur Ferðamálastofa úr meiri fjármunum að spila en á síðasta ári og getur því fjármagnað af sínu ráðstöfunarfé ýmsa almenna grunnþætti í markaðsmálum allra svæðanna og fleiri verkefni  sem áður þurfti að fjármagna af  fjárveitingu  til markaðsaðgerða í ferðaþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að hluti fjármagnsins fari til sameiginlegra verkefna með aðkomu hagsmunaaðila á viðkomandi svæðum og þannig aukist enn frekar  heildarfjármagn til markaðsverkefna?  segir Magnús.  
Lesa meira

Sérstakur jólapakki - Reiði guðanna?

Á Þorláksmessu barst Ferðamálastofu lítill pakki frá konu í Kanada. Þegar pakkinn var opnaður komu í ljós tveir litlir hraunmolar og bréf þar sem sagði meðal annars eitthvað á þessa leið: ?Á ævintýralegri ferð minni um Ísland í sumar valdi ég mér hraunmola og tók með mér heim. Síðan ég kom heim hefur ógæfan elt mig. Mér var sagt frá því að á Hawaii væru ferðamenn varaðir við því að taka með sér hraunmola þar sem það skapaði reiði guðanna að hrófla svo við náttúrunni og ógæfa myndi fylgja þeim sem það gerði. Ef til vill á þetta líka við á Íslandi þar sem bæði Ísland og Hawaii eru eldfjallaeyjur. Því sendi ég hér með þá mola sem ég tók og skila þeim þannig aftur til þeirra heimkynna.? Ekki kemur raunar fram í bréfinu hvar á landinu hraunmolarnir voru teknir en Ferðamálastofa mun að sjálfsögðu verða við beiðni konunnar og skila náttúru Íslands þeim aftur.  
Lesa meira

Hagvöxtur á heimaslóð 2007

Í nýju fréttabréfi SAF er meðal annars sagt frá því að ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi og Suðausturlandi munu hefja þátttöku í verkefni Útflutningsráðs, "Hagvöxtur á heimaslóð" í janúar 2007. Um 20 fyrirtæki á Suðurlandi eru skráð til þátttöku og um 10 fyrirtæki á Suðausturlandi. Verkefnin sem standa yfir í þrjá mánuði eru sniðin að þörfum smærri og meðalstórra fyrirtækja en meginmarkmiðið er að efla faglega hæfni fyrirtækjanna í stefnumótun, vöruþróun og markaðssetningu með áherslu á samstarf innan og milli svæða. Þegar hefur fjöldi ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi tekið þátt í verkefninu.  Verkefnið er þróað í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Impru nýsköpunarmiðstöð, Ferðamálasetur Íslands, Byggðastofnun og Landsbankann. Inga Hlín Pálsdóttir, inga@utflutningsrad.is stýrir verkefninu á Suðurlandi og Arnar Guðmundsson, arnar@utflutningsrad.is, hefur umsjón með verkefninu á Suðausturlandi.   Nánari upplýsingar um verkefnið "Hagvöxtur á heimaslóð".
Lesa meira

150. skírteinið afhent

Við gildistöku nýrra laga um skipan ferðamála um síðustu áramót tók Ferðamálastofa við útgáfu leyfa til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda og eftirliti með starfsemi þeirra. Þá var í lögunum tekin upp skráningarskylda upplýsinga- og bókunarmiðstöðva. Eldri leyfishöfum var gert skylt að sækja um á ný til Ferðamálastofu og uppfylla skilyrði nýju laganna. Fyrsta skírteinið var gefið út 6. febrúar sl. og í dag, rúmum 11 mánuðum síðar, var 150. skírteinið afhent Sportferðum ehf. Sportferðir ehf. eru eitt þeirra fyrirtækja sem höfðu leyfi samkvæmt gömlu lögunum en fyrirtækið fékk fyrst leyfi árið 1994. Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir lögfræðingur hefur umsjón með þessum þætti í starfsemi Ferðamálastofu og hún segir að lögð hafi verið á það áhersla að ná til allar þeirra sem voru með gild leyfi nú fyrir áramót þar sem tryggingar vegna hinna gömlu leyfa falla úr gildi 1.janúar 2007. ?Þetta hefur tekist að verulegu leyti og örfáir aðilar eru nú eftir. Samhliða hafa auðvitað fjölmargir nýir aðilar bæst við og áhersla verður á það lögð á næstu mánuðum að ná til allra sem að mati Ferðamálastofu stunda leyfisskylda starfsemi.? Í samræmi við lög um skipan ferðamála leggja ferðaskrifstofur fram neytendatryggingu vegna alferða og nú í lok árs hafa leyfishafar lagt fram tryggingar hjá Ferðamálastofu að verðmæti samtals um 1 milljarð króna. Leyfishafar hafa allir fengið afhent auðkenni frá Ferðamálastofu sem þeim ber að nota í auglýsingum sínum, kynningarefni og heimasíðu, sem staðfestingu fyrir neytendur að löggild starfsleyfi séu fyrir hendi. Marinó Sveinsson framkvæmdastjóri Sportferða tekur við 150. skírteininu hjá þeim Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra og Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur lögfræðingi Ferðamálastofu.
Lesa meira

Kynning á markaðsrannsóknum í Kína

Á dögunum boðaði Ferðamálastofa til kynningarfundar um niðurstöður markaðsrannsókna í Kína. Nú er aðgengileg hér á vefnum kynning Ársæls Harðasrsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu, á niðurstöðunum. Sjálf rannsókning verður síðan komin inn á vefinn eftir nokkra daga. Skoða kynningu á markaðsrannsóknum í Kína (Powerpoint 1 MB)
Lesa meira

Hvalir efstir í huga og Mývatn eftirminnilegast

Á liðnu sumri var gerð könnun meðal erlendra ferðamanna á ímynd Norðurlands og Eyjafjarðar. Helstu niðurstöður hafa nú verið birtar í skýrslu og eru áhugaverðar að ýmsu leyti. Meðal annars kom fram að hvalaskoðun var það sem fólki var efst í huga varðandi landshlutann og Mývatn var eftirminnilegast. Könnunin var unnin af Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar fyrir Vaxtarsamning Eyjafjarðar, matvæla- og ferðaþjónustuklasa meðal erlendra brottfararfarþega í Leifsstöð og á Seyðisfirði. Allir þeir sem tóku þátt í könnuninni voru beðnir um að draga hring utan um Norðurland á Íslandskort. Jafnframt voru þeir beðnir um að taka afstöðu til tveggja fullyrðinga um svæðisbundin matvæli og veitingar. Þá voru allir spurðir hversu vel þeir þekktu nöfnin ?Akureyri? og ?Eyjafjörður?. Þeir ferðamenn sem höfðu komið á Norðurland voru auk þess spurðir ýmissa spurninga, m.a. hvort þeir hefðu séð kynningarefni um landshlutann og hvort þeir teldu Norðurland frábrugðið öðrum landshlutum og þá hvernig. Þá voru þeir beðnir að nefna hvað þeim væri efst í huga varðandi Norðurland, hvaða staðir á Norðurlandi væru þeim minnisstæðastir, hvað þeim þætti best og lakast við heimsóknina á Norðurland og að lokum hvað þeir teldu einkenna Akureyri og nágrenni. Sérkenni NorðurlandsAf þeim gestum á Norðurlandi sem afstöðu tóku töldu 86% að Norðurland væri frábrugðið öðrum landshlutum. Nær helmingur þeirra nefndu að náttúran þar væri öðruvísi, 16% töldu gott veður einkenna landshlutann umfram önnur svæði og 11% nefndu að þar væru ferðamenn víða færri en annars staðar. Rúmlega helmingur þeirra sem höfðu komið á Norðurland höfðu séð auglýsinga- eða kynningarefni um landshlutann. Þeir sem höfðu séð slíkt kynningarefni áður en þeir fóru að heiman sáu það helst á Internetinu (33%) en því næst í ferðabæklingum (22%). Eftir að fólk var komið til Íslands fékk það helst upplýsingar um Norðurland í ferðabæklingum (30%) og á upplýsingamiðstöðvum (23%). Hvalirnir efstir í huga og Mývatn eftirminnilegastÞegar spurt var hvað erlendum ferðamönnum sem höfðu heimsótt Norðurland væri efst í huga varðandi landshlutann nefndu flestir hvali (26%) en síðan Mývatn (21%), náttúruna (17%), Akureyri (10%), firði/flóa (10%), eldfjöll/hraun (9%) og fjöll (8%). Það er mjög athyglisverð niðurstaða að hvalir séu nú ofar í hugum erlendra sumargesta en Mývatn þegar þeir hugsa til Norðurlands og ótvírætt saga til næsta bæjar, eins og segir í greinargerð með könnuninni. Af einstökum stöðum á Norðurlandi þótti flestum erlendum gestum þar Mývatn vera á ?topp þremur? sem eftirminnilegasti staðurinn (69%), síðan Akureyri (43%), Húsavík (41%) og Dettifoss (30%) en síðan komu Krafla (9%) og Ásbyrgi (7%). Best og verstÁberandi flestir af gestum Norðurlands nefndu að náttúran/landslagið hefði verið það besta við landshlutann (43%) en síðan kom hvalaskoðun (15%), Mývatn (11%), eldfjöll/hraun (9%), vingjarnlegt fólk (9%), gott veður (7%) og Dettifoss (6%). Einungis rúmlega þriðjungur þeirra sem höfðu verið á Norðurlandi nefndu hvað þeim hefði þótt verst við heimsóknina þangað. Flestir þeirra nefndu að veðrið hefði verið leiðinlegt (36%) en því næst komu slæmir vegir (16%) og hátt verðlag (11%), mýflugur(5%) og veitingar (5%). Mynd: Hvalaskoðun á Skjálfanda.  
Lesa meira

Icelandair skráð í Kauphöll Íslands

Stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, Icelandair, var í morgun skráð í Kauphöll Íslands. Jón Karl Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins, segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði þess muni vaxa á næstu tólf mánuðum. Útboðsgengið á hlutabréfum í Icelandair fyrir skráninguna í morgun var 27, sem þýðir að félagið var metið á 27 milljarða króna. Strax við upphaf skráningar fór gengið í 27,8, og því hækkaði markaðsvirði félagsins um tæpan milljarð. Skoða frétt á visir.is
Lesa meira

Ferðamálaráðstefnan 2007 haldin 15. nóvember

Dagsetning er nú komin á hina árlegu ferðamálaráðstefnu Ferðamálastofu á næsta ári. Ákveðið hefur verið að Ferðamálaráðstefnan 2007 verður haldin 15. nóvember. Staðsetning og dagskrá ráðstefnunnar mun verða auglýst síðar. Mynd: Frá Ferðamálaráðstefnunni 2006 sem haldin var á Hótel Loftleiðum.
Lesa meira

Styrkir til úrbóta í umhverfismálum

Ferðamálastofa hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2007. Úthlutað verður um 45 milljónum króna og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru. Á liðnum árum hefur Ferðamálastofa (og áður Ferðamálaráð Íslands) lagt um 500 milljónir króna til uppbyggingar á ferðamannastöðum víðsvegar um land. Samhliða fjölgun ferðafólks og auknu álagi á hina hefðbundnu náttúruskoðunarstaði hefur Ferðamálayfirvöld lagt áherslu á að styðja við uppbyggingu á nýjum svæðum, verkefni sem tengjast meira þjónustu og menningu viðkomandi sveitarfélaga. Tilgangurinn með þeirri áherslubreytingu er að draga úr álagi á náttúruna og auka efnahagslegan ábata af ferðaþjónustu. Aðgengi fyrir allaSérstök áhersla verður í ár lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningastöðum en á yfirstandandi ári hefur verið í gangi samstarfsverkefni um bætt aðgengi að útivistar- og áningastöðum. Markmiðið er að auðvelda fólki að skipuleggja ferðalög um landið m.t.t. aðgengis. Að verkefninu standa Ferðamálastofa, Öryrkjabandalagið, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Ferðaþjónustu bænda. Fyrsta verkefni hópsins var að vinna viðmið fyrir ásættanlegt aðgengi hreyfihamlaðra um áningarstaði. Þrír meginflokkarSem fyrr segir verður um 45 milljónum króna úthlutað að þessu sinni og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi er það styrkir til minni verkefna, þar sem hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur. Eingöngu verða veittir styrkir til efniskaupa. Til ráðstöfunar eru um 12 milljónir króna. Í öðru lagi stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum. Verkefni sem aðallega fela í sér úrbætur og verndun á útivistar- og áningarstöðum utan alfaraleiðar, svæða eða staða sem verulegur fjöldi ferðamanna sækir heim. Í þriðja og síðasta lagi eru verkefni til uppbyggingar á nýjum svæðum. Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að þau nýtist ferðamönnum. Í tvo síðartöldu flokkana eru til ráðstöfunar um 33 milljónir króna samtals. Hverjir geta sótt um?Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum skilyrðum sem Ferðamálastofa setur. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna með tilliti til náttúruverndar. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Umsóknarfrestur er til 29. janúar 2007Frekari upplýsingar um styrkina veitir umhverfisfulltrúi stofnunarinnar í síma 464-9990 eða í gegnum vefpóst: valur@icetourist.is Hvernig er sótt um?Umsóknir berist á rafrænu umsóknareyðubaði sem aðgengilegt hér á vefnum á meðan umsóknarfrestur er í gildi. Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri.
Lesa meira