Fréttir

Skráning hafin á Vestnorden 2006

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Vestnorden 2006 ferðakaupstefnuna. Hún verður sem kunnugt er haldin á Íslandi 12.-13. september, nánar tiltekið í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Skráning fer fram á heimasíðu kaupstefnunnar sem er á slóðinni www.vestnorden2006.is Vestnorden er árleg ferðakaupstefna sem ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að í rúma tvo áratugi. Kaupstefnurnar eru haldnar til skiptis í löndunum þremur, auk Hjaltlandseyja. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum. Á Vestnorden hitta þar ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna. Skipuleggjendur í ár eru Congress Reykjavík, congress@congress.is  
Lesa meira

Ekki ástæða til stórbreytinga á fyrirkomulagi Vestnorden Travel Mart

Á síðasta vetri var unnin könnun fyrir Ferðamálaráð Vestnorden (VNTB) varðandi viðhorf kaupenda og seljenda til Vestnorden Travel Mart, sem nú hefur verið haldinn í 20 ár samfellt. Helstu niðurstöður voru kynntar í frétt á vef Ferðamálastofu í janúar síðastliðnum. Könnunin var unnin af fyrirtækinu HS Analyse. Svör bárust frá 223 aðilum sem hafa tekið þátt í kaupstefnunni. Niðurstöður voru ræddar á stjórnarfundi í Ferðamálaráði Vestnorden í Kaupmannahöfn nú í maí. Kanna viðhorf viðskiptavinannaMagnús Odddson, formaður Vestnorden ferðamálaráðsins, segir að ástæða þess að ákveðið var að fara í viðamikla könnun vegna VNTM hafi verið sú að fá fyrst og fremst fram viðhorf kaupenda til framtíðar kaupstefnunnar en einnig viðhorf seljenda. ?Kaupstefnan var í upphafi hugsuð fyrir kaupendur til að þeir fengju tækifæri á sama tíma á einum stað til að hitta seljendur í ferðaþjónustu þessara þriggja landa. Við vildum nú eftir 20 ár staldra við að velta upp öðrum möguleikum og til þess vildum við kanna rækilega viðhorf viðskiptavina okkar svo og seljenda til þess fyrirkomulags sem verið hefur og hvort ástæða væri til stórvægilegra breytinga,? sagði Magnús. Helstu niðurstöðurHvað varðar staðsetningu VNTM þá segjast 42% helst vilja hafa kaupstefnuna til skiptis í Kaupmannahöfn og Reykjavík, en 32% vilja að hún færist á milli landanna þriggja á sama hátt og verið hefur. Það vekur athygli að það eru seljendur sem vilja hér breytingu frekar en kaupendur. 47%. Kaupenda vilja halda núverandi fyrirkomulagi en 27% vilja Kaupmannahöfn/ Reykjavík. Þetta snýst við þegar seljendur eru spurðir þar sem 49% seljenda vilja að VNTM sé til skiptis í Kaupmannahöfn og Reykjavík, en 25% þeirra núverandi fyrirkomulag. Þegar spurt er um tímasetningu þá er september langvinsælastur, en 39% vilja VNTM þá. Næst er maímánuður með 16%. 70% svarenda vilja halda núverandi fyrirkomulagi hvað varðar viðtöl á milli kaupenda og seljenda, en 16% vilja breyta VNTM í ?workshop?. Þegar spurt er um æskilega lengd á VNTM þá svara um 90% því til að 1,5-2 dagar eins og nú er séu æskileg lengd. Loks var spurt um kostnaðinn við þátttöku og eru 63% ánægðir með heildarkostnaðinn við þátttöku, 55% kaupenda og 68% seljenda. ?Þessar niðurstöður vöktu við fyrstu sýn þau viðbrögð í stjórninni að ekki sé mikil ástæða til byltingar hvað varðar fyrirkomulag VNTM, þó auðvitað verði farið betur yfir svörin hvað varðar einstaka þætti í þeim tilgangi að bæta framkvæmd VNTM til framtíðar og þá fyrst og fremst með viðhorf viðskiptavina okkar, kaupendanna, í huga segir Magnús Oddsson formaður VNTB. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Vestnorden var síðast hér á landi haustið 2004.
Lesa meira

Áætlunarflug hafið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar

Áætlunarflug á vegum Iceland Express á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hófst í gærkvöld. Í sumar verða farnar tvær ferðir á viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Í fréttum var haft eftir Birgi Jónssyni, framkvæmdastjóra Iceland Express, að áætlunarflugið muni standa til 5. september. Í beinu framhaldi muni félagið fljúga í fimm vikur á milli Akureyrar og London, frá því í september og fram í október, og í framhaldi þess í aðrar fimm vikur til Kaupmannahafnar á nýjan leik. Í báðum tilfellum verður boðið upp á ferðir á fimmtudögum og sunnudögum.
Lesa meira

Ferðamál rædd á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins

Málefni vestnorrænna ferðamála og ferðaþjónustu, auk samstarfs vestnorrænu landanna í ferðamálum, verða til umræðu á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins. Hún verður haldin í Maniitsoq á Grænlandi í dagana 6. til 9. júní. Tilgangur ráðstefnunnar er að beina athygli að ferðamálum og ferðaþjónustu og samstarfi Færeyja, Grænlands og Íslands á þessu sviði. Fram kemur í tilkynningu, að ætlunin sé að beina sérstaklega sjónum að því hvernig samstarfi landanna og samfélaganna verði best háttað til þess ná auknum árangri í að vekja athygli umheimsins á vestnorrænum áfangastöðum og ferðaþjónustu. Einnig verður rætt um það við hverju megi búast að ferðamennr framtíðarinnar sækist eftir og hvaða sérstöðu vestnorrænu ríkin geti markað í geiranum. Jafnframt verður rætt um flugsamgöngur milli landanna, þýðingu ferðamennsku fyrir Vesturnorðurlönd, auk þess sem menn munu velta fyrir möguleikunum á samræmdri markaðssetningu landanna þriggja. Meðal þeirra sem halda erindi á ráðstefnunni er Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra, Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Íslands, ferðamálaráðherrar Grænlands og Færeyja og fleiri.
Lesa meira

Norður-Írar kynna sér umhverfismál og ferðaþjónustu á Íslandi

Nú eru staddir hér á landi aðilar frá norður-írsku samtökunum ?Causeway Coast and Glens Heritage Trust? í þeim tilgangi að kynna sér íslenska ferðaþjónustu og starf Ferðamálastofu á þeim vettvangi. Samtökin heita eftir samnefndu héraði á Norður Írlandi. Á svæðinu er m.a. að finna ?Giant''s Causeway? sem er á heimsminjaskrá UNESCO og einkum þekkt fyrir miklar stuðlabergsmyndanir. Í fyrra gengust samtökin fyrir ráðstefnu á Norður-Írlandi þar sem var um samþættingu umhverfisstjórnunar og ferðaþjónustu. Var m.a. leitað til Íslands eftir fyrirlesurum og flutti Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, þar erindi. Írarnir eru nú að endurgjalda þessa heimsókn og sl. fimmtudag heimsóttu þeir Ferðamáalstofu þar sem þeir Elías og Pétur Rafnsson verkefnisstjóri kynntu starfsemi Ferðamálastofu með megináherslu í umhverfismálin og stefnu stjórnvalda hvað þau varðar. Einnig fræddu þeir gestina um afþreyingu með sérstaka áherslu á hvalaskoðun. Þá heimsækir hópurinn í þessari ferð Bláa lónið og Þingvelli auk þess að fræðast um vetnisframleiðslu o.fl. Hópurinn mun ljúka ferð sinni í Skaftafelli þar sem Ragnar Frank þjóðgarðsvörður mun fræða gestina um íslenska þjóðgarða og Skaftafell. Icelandic Tourism - kynning fyrir hóp frá Norður-Írlandi, maí 2006 (Powerpoint)  
Lesa meira

Könnun um stofnun ársins

SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu stóð fyrir könnun meðal félagsmanna sinna á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað í leit að "Stofnun ársins". Alls fengu 4.636 starfsmenn á tæplega 300 stofunum könnunina senda en 93 stofnanir uppfylltu þau skilyrði að svörun var nægjanleg og fjöldi starfsmanna í SFR var nægur til að könnunin væri marktæk. Alls uppfylltu 93 stofnanir þessi skilyrði og hafa niðurstöður könnunarinnar verið birtar opinberlega hvað varðar þessar 93 stofnanir. Spurt var um fjölmarga þætti svo sem launakjör,vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, starfsanda, sjálfstæði í starfi, álag og kröfur o.fl. Þannig var stofnunum gefinn einkunn fyrir hvern þessara þátta og svo fundinn heildareinkunn. Niðurstöðurnar eru þær helstar að Skattrannsóknarstjóri er ?Stofnun ársins? með heildareinkunn 4,48 af 5 mögulegum. Ferðamálastofa í 13. sæti í heildareinkunnAf þessum 93 stofnunum sem niðurstöður eru birtar fyrir er Ferðamálastofa í 13. sæti í heldareinkunn með 4,15 af 5 mögulegum. Í þremum þátttum er stofnunin meðal 10 efstu af 93: Álag og kröfur 3. sætiLaunakjör: 5. sæti Starfsandi: 9. sæti. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að þessar niðurstöður séu að ýmsu leyti athyglisverðar. ?En það er nú einu sinni þannig að ég er vanur, hvort sem það er í þessari viðhorfskönnun eða öðrum, að líta á þá þætti sem skora lægst, því þannig á að mínu mati að nota svona niðurstöður. Um leið og maður er jú ánægður með jákvæðar einkunnir þá gefa niðurstöðurnar mér ástæðu til að skoða lægri einkunnirnar og reyna að bæta þær.? Niðurstöðurnar í heild á www.sfr.is
Lesa meira

Ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fram fara í Leifsstöð. Þannig voru erlendir ferðamenn rúmlega 73400 talsins samanborið við 69700 erlenda ferðamenn á sama tímabili í fyrra. Apríl var sérlega góður hvað fjölda ferðamanna varðar og hafa þeir aldrei verið fleiri á þessum árstíma, 25.300 talsins. Í mars var lítilsháttar samdráttur eða 5%. Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni fyrstu fjóra mánuði ársins. Sé litið til helstu markaðssvæða þá voru Bretar flestir einstakra þjóða, eða tæplega 17 þúsund en mest fjölgun var frá Bandaríkjunum, 14,5%. Af einstökum markaðssvæðum voru frændur okkar á Norðurlöndunum fjölmennastir eða rúmlega 20 þúsund. Fyrstu mánuðina er góð aukning frá Bandaríkjunum, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Japan, Þýskalandi og Kína. Nokkur fækkun er frá Svíþjóð, Bretlandi og Noregi. Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu er ánægjulegt að sjá að enn er aukning ferðamanna yfir veturinn eins og stefnt er að. ?Það er svo ekkert sem bendir til annars en að sumarið verði gott í ferðaþjónustunni.? að sögn Ársæls.  Frá áramótum til loka apríl   2005 2006 Mism. % Bandaríkin                     10.718 12.267 1.549 14,5% Bretland                       17.182 16.871 -311 -1,8% Danmörk                        7.180 7.742 562 7,8% Finnland                       1.248 1.315 67 5,4% Frakkland                      3.017 3.311 294 9,7% Holland                        2.020 2.180 160 7,9% Ítalía                         784 724 -60 -7,7% Japan                          1.644 1.957 313 19,0% Kanada                         576 671 95 16,5% Noregur                        6.426 6.258 -168 -2,6% Spánn                          512 575 63 12,3% Sviss                          639 468 -171 -26,8% Svíþjóð                        5.881 4.737 -1.144 -19,5% Þýskaland                      4.202 4.550 348 8,3% Önnur þjóðerni           7.675 9.840 2.165 28,2% Samtals: 69.704 73.466 3.762 5,4%Heildarniðurstöður talnininganna eru aðgengilegar hér á vefnum undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna  
Lesa meira

Ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldsvæðum

Neytendastofa hefur birt skýrslu um ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldsvæðum. Skýrslan var unnin í kjölfar ábendinga sem Neytendastofa fékk á síðasta ári um að ástandinu kynni víða að vera ábótavant. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að þær athugasemdir sem koma fyrir í flestum skoðunum voru gerðar við merkingu töflubúnaðar eða í 75% tilfella, við tengla í 67% tilfella og við lekastraumsrofvörn í 54% tilfella. Þá vekur athygli hversu víða röng gerð tengla var notuð til tengingar á hjólhýsum og húsbílum, segir í frétt á vef Neytendastofu. Lesa skýrslu Neytendastofu um ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldsvæðum Mynd fengin af vef Félags húsbílaeigenda
Lesa meira

Málþing um tungumál og ferðaþjónustu

Þriðjudaginn 23. maí kl. 11-13 verður haldið málþing um tungumál og ferðaþjónustuna á vegum stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Yfirskriftin er Tungumálið og atvinnulífið ? ferðaþjónusta. Frummælendur á þinginu verða: Marion Lerner, menningarfræðingur og leiðsögumaður María Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi samtaka ferðaþjónustunnar Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs ferðamálastofu Erindi Marion ber yfirskriftina ?Náttúruskoðun á Íslandi: Þrjár ferðabækur í samanburði? og fjallar um samanburð á ferðabókum frá 1846, 1909 og 1989. Höfundar bókanna eru konur frá Þýskalandi og Austuríki sem ferðuðust til Íslands og skrifuðu um reynslu sína þar á landi. Greiningin fjallar sérstaklega um náttúrusýn og viðhorf til íslenskrar menningar sem fram kemur í skrifum þeirra. María flytur erindið ?Menntun og fræðsla í ferðaþjónustu á Íslandi? og mun þar fjalla m.a. um nýlegar niðurstöður úr þarfagreiningu fyrir fræðslu og menntun í ferðaþjónustu sem unnin var að frumkvæði Samtaka ferðaþjónustunnar. Kynntar verðar helstu niðurstöður úr viðhorfskönnun um stöðu menntunar í greininni, framboð menntunar og með hvaða hætti er unnt að efla símenntun og starfsþróun í greininni. Fjallað verður um menntun ófaglærðra í greininni. Ársæll mun tala um mikilvægi tungumála í markaðssetningu á ferðaþjónustu. Málþingið fer fram í stofu 101 í Lögbergi og allir eru innilega velkomnir. Boðið verður upp á létt snarl að þinginu loknu.  
Lesa meira

Einn mest spennandi áfangastaður Evrópu

Ísland er einn af þremur mest spennandi áfangastöðum í Evrópu. Þetta kom fram í könnun sem gerð var meðal ferðaskipuleggjenda á árlegri ferðaráðstefnu í London nýverið, Hoteliers Marketplace. Það voru samtök ferðaskipuleggjenda í Bandaríkjunum sem stóðu fyrir könnuninni og varð Ísland í þriðja sæti á efir Króatíu og Tékklandi. Áhugavert er að velta fyrir sér að þarna er ekki um að ræða könnun á meðal hins almenna ferðamanns heldur ferðaskipuleggjenda, þ.e. fólksins sem hefur mest að segja um hvaða ferðir eru í boði til og innan álfunnar. Mörg minni lönd eru raunar að koma vel út í könnuninni og virðst sem þau veki frekar ævintýralöngun meðal Bandaríkjamanna en ýmsir stærri og þekktari áfangastaðir.  
Lesa meira