Fréttir

Ferðamönnum fjölgaði um 12,5% í maí

Rúmlega 31 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í maí síðastliðnum, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Þetta er aukning um 12,5% miðað við maí í fyrra. Þar með er fjöldi erlendra ferðamanna frá áramótum kominn í 104.500 og nemur fjölgunin 7,6%. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í maí og þeim fjölgar einnig verulega á milli ára, eða um tæp 13%. Bretar koma þar skammt á eftir, rétt tæplega 5.000 ferðamenn, og fjölgar þeim mest í maí, eða um 950 manns. Það sem af er ári er aukning frá öllum aðal markaðssvæðum, mest frá N.-Ameríku. Þá er einnig athyglisvert að gestum frá löndum, þ.e. utan hinna hefðbundnu markaðssvæða Íslands, fer fjölgandi. 70% fjölgun á 4 árumÁrsæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, bendir á að á sl. fjórum árum hefur orðið næstum 70% aukning ferðamanna í maí. ?Fjöldi ferðamanna í maí er orðin jafn og í júní fyrir 4 árum,? segir Ársæll og bætir við að þetta sé engin tilviljun heldur í samræmi við þá stefnu sem unnið hefur verið eftir að lengja ferðamannatímann og fjölga ferðamönnum utan mesta háannatímans. Þá segir hann athyglisvert að vöxtur frá nærmörkuðum sé hægari en fjærmörkuðum m.v. fyrstu fimm mánuði ársins. Í töflunni hér að neðan má sjá fjölda ferðamanna frá áramótum. Heildarniðurstöður er að finna undir liðnum Talnaefni hér á vefnum. Frá áramótum til loka maí   2005 2006 Mism. % Bandaríkin                     15.360 17.505 2.145 14,0% Bretland                       21.183 21.819 636 3,0% Danmörk                        10.344 11.139 795 7,7% Finnland                       2.059 2.275 216 10,5% Frakkland                      4.234 4.463 229 5,4% Holland                        2.842 3.043 201 7,1% Ítalía                         1.075 1.183 108 10,0% Japan                          1.882 2.206 324 17,2% Kanada                         848 994 146 17,2% Noregur                        8.686 9.231 545 6,3% Spánn                          800 806 6 0,8% Sviss                          915 680 -235 -25,7% Svíþjóð                        8.680 7.865 -815 -9,4% Þýskaland                      6.706 6.491 -215 -3,2% Önnur þjóðerni                 11.525 14.841 3.316 28,8% Samtals: 97.139 104.541 7.402 7,6%
Lesa meira

Viðamiklar markaðsrannsóknir í Asíu

Á síðustu mánuðum hefur Ferðamálastofa, í samstarfi við Skrifstofu ferðamálaráðs Norðurlanda í Asíu, látið vinna viðamestu markaðsrannsóknir á ferðamynstri Asíubúa sem gerðar hafa verið. Rannsóknir þessar eru hluti af Ferðamálaáætlun fyrir 2006-2015 sem samþykkt var síðastliðinn vetur. Niðurstöður rannsóknanna, sem eru afar áhugaverðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, verða gefnar út á næstu vikum og mun Ferðamálastofa gangast fyrir kynningarfundum um niðurstöður þeirra. Fyrsti fundurinn verður haldinn 15. ágúst nk., kl 10:30. Nánari upplýsingar um stað og dagskrá verða kynnt síðar. Mynd: Frá China International Travel Mart sem Ferðamálastofa og nokkur íslensk fyrirtæki tóku þátt í á síðasta ári og er einnig á dagskránni í ár.
Lesa meira

Flestar aðalleiðir á hálendinu opnar

Hálendisleiðir eru þessa dagana að opnast ein af annarri, eftir því sem frost fer úr jörð og snjóa leysir. Allt suðurhálendið hefur nú verið opnað fyrir umferð, nú síðast Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Á norðanverðu hálendinu eru enn nokkrar leiðir lokaðar. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið en akstur er enn bannaður á Stórasandi. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls og eins á leiðinni norður í Fjörður. Smellið á kortið til að sjá það í stærri útgáfu.
Lesa meira

Hvergi betra að búa en á Íslandi

Í vefútgáfu breska blaðsins Guardian var í gær greint frá niðurstöðum athugunar hagfræðinga við tvo háskóla þess efnis að hvergi sé betra að búa á jörðinni en á Íslandi. Fleiri breskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið síðustu daga. Þarlendir fjölmiðlar hafa m.a. sett sig í samband við Ferðamálastofu til að spyrjast fyrir um ástæður þessara miklu lífsgæða hérlendis. Með því að mæla þætti sem teljast til lífsgæða, svo sem lífslíkur, menntunarstig og almenna velmegun er Ísland á toppi ?alþjóðlega hamingjuskalans? hjá hagfræðingunum tveimur. Næst á eftir kemur Ástralía. Á hinum endanum má hins vegar finna Rússland, Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu. Grein The Gardian
Lesa meira

Selasetur Íslands formlega opnað

Síðastliðinn sunnudag opnaði Sturla Böðvarsson Selasetur Íslands á Hvammstanga með formlegum hætti. Sýningaraðstaða Selasetursins er til húsa í gamla verslunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar. Jafnframt er þar almenn upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn með upplýsingum um athyglisverða áfangastaði og afþreyingu í Húnaþingi. Ferðamálastofa er meðal aðila sem styrkt hafa verkefnið. Staðsetning Selasetursins er ekki tilviljun. Mikill fjöldi selja heldur sig jafnan úti fyrir ströndinni við Vatnsnes og upp í fjöru. Hindisvík er til að mynda talinn einn hentugasti staðurinn hérlendis til selaskoðunar. Hvalaskoðun hefur sem kunnugt er orðið verulegur þáttur í ferðaþjónustu á tilteknum stöðum og er von þeirra er standa að stofnun Selasetursins að hægt verði að nýta selinn í svipuðum tilgangi. Í Selasetrinu gefst fólki kostur á að fræðast nánar um seli og lífshætti þeirra, samskipti sela og manna í víðu samhengi og þjóðsögur þeim tengdar. Þá er ætlunin að byggja upp selaskoðunarstaði á Vatnsnesi. Heiðursgestir opnunarhátíðarinnar voru Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Sturla sagði meðal annars í ávarpi sínu: ,, Selurinn hefur verið mikilvægur þáttur í búsetu okkar og Íslendingar hafa nytjað selastofna við landið um aldir. Landselur og útselur hafa veitt birtu og yl í ýmsum skilningi. Þessar nytjar af selnum hafa verið misjafnlega nauðsynlegar eftir árferði og það þótti líka kannski misjafnlega fínt eftir landshlutum eða jafnvel efnahag manna hvort nýting á sel væri aðeins bjargráð fátæka mannsins eða eðlileg nýting og sjálfsögð eins og með aðra dýrastofna okkar. Í seinni tíð hafa kannski tískan og náttúruverndin mest að segja um hvort eða hvernig við nýtum selina. En við getum verið sammála um að Íslendingar eru ekki lengur háðir því að nýta seli sér til lífsviðurværis. Við getum hins vegar umgengist selina og tilgangur Selasetursins er líka að ýta undir þau einstöku tækifæri sem við höfum á Vatnsnesi til að skoða selina í náttúrulegu umhverfi sínu. Selalátur eru víðast hvar aðgengileg og er mikilvægt í þessu sambandi að við stýrum umferð um þessi svæði og takmörkum rask á viðkvæmum vistkerfum.? Sturla Böðvarsson opnar Selasetur Íslands. Sýningaraðstaðan. Í Selasetrinu er einnig almenn upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Fjöldi fólks var viðstaddur opunina og gæddi sér á veitingum.
Lesa meira

Hálendisleiðir opnast ein af annarri

Leiðir á hálendinu eru nú að opnast hver af annarri. En eru nokkrar hálendisleiði lokaðar allri umferð meðan frost er að fara úr jörð. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að ástand fjallvega sé með eðlilegum hætti miðað við árstíma. Leiðir sem opnaðar hafa verið á síðustu dögum eru meðal annars Fjallabaksleið nyrðri og Dómadalsleið, af Mývatnsöræfum að Dettifossi og upp í Herðubreiðarlindir. Sprengisandur er enn lokaður og leiðir inn á hann úr Eyjafirði og Skagafirði. Þá er Gæsavatnaleið lokuð, Fjallabaksleið syðri og leiðir á Arnarvatnsheiði. Næsta kort um leyfðan akstur á vegum í óbyggðum verður gefið út fimmtudaginn 29. júní. Smellið á kortið til að sjá stærri útgáfu.  
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð og gestastofa opnuð í Mývatnssveit

Ný upplýsingamiðstöð og gestastofa, Mývatnsstofa, var opnuð um liðna helgi að viðstöddu fjölmenni. Mývatnsstofa er samvinnuverkefni Skútustaðahrepps og Umhverfisstofnunar. Í gestastofunni er hægt að fræðast um náttúru Mývatnssveitar í máli og myndum. Þar er einnig hægt að fá allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu sem í boði er í Mývatnssveit og víðar. Landverðir og ferðaþjónustufulltrúi hreppsins eru ferðamönnum innan handar. Einnig reka eigendur hótels Reykjahlíðar kaffisölu í húsnæðinu, sem á árum áður hýsti verslun Kaupfélags Þineyinga. Það var Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði gestastofuna.
Lesa meira

Hinn eini og sanni hringvegur

?Íslenski hringvegurinn ? Hinn eini og sanni hringvegur.? Þannig hjóðaði fyrirsögn á forsíðu ferðaútgáfu bandaríska stórblaðsins The New Tork Times síðastliðinn sunnudag. Greinin tekur yfir alla forsíðu ferðablaðsins og einnig opnuna eða samtals þrjár síður. Greininni fylgja eins og vera ber flennistórar myndir úr ferð blaðamannsins Mark Sundeen og félaga hans um hringveginn, átta daga ferð þar sem aldrei var náttmyrkur, eins og hann segir sjálfur. Umfjöllunina er einnig að finna á vefútgáfu blaðsins, ásamt ljósmynasýningu þar sem Mark Sundeen les inn lýsingu á ferðinni og því helsta sem fyrir augu bar. Verðmæt umfjöllunEinar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í New York, segir gríðarlega verðmætt að fá svo áberandi umfjöllun í jafn virtu og útbreiddu blaði og The New York Times. ?Jákvæð umfjöllun fjölmiðla og einstakir þættir hafa afar mikið auglýsingagildi, samanbert t.d. þegar ?Amazing Race? þátturinn var tekinn upp hérlendis sællar minningar. Varlega áætlað þá er auglýsingaverðmæti geinarinnar í The New York Times líklega 10-12 miljónir króna og er þá ekki vefútgáfan talin með. Að henni meðtalinni má hæglega meta umfjöllunina á 15 miljónir króna. Það eitt að stórblað á borð við The New York Times veiti Íslandi svo mikla athygli er eitt og sér mikil viðurkenning,? segir Einar. Skoða grein í vefútgáfu The New York Times Mynd: ?Sennilega uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi,? segir Mark Sundeen um Mývatnssveit sem hann og félagar hans virða hér fyrir sér ofan af Vindbelgjarfjalli.  
Lesa meira

Hversu margar stjörnur?

Gæði gistingar er lykilatriði við skipulagnigu ferðalaga. Því hefur Ferðamálastofa á undanförnum árum haft frumkvæði að samræmdri gæðaflokkun gistingar með stjörnugjöf, bæði gististaða og tjaldsvæða. Jafnframt hefur verið gert samkomulag við Ferðaþjónustu bænda um viðurkenningu á þeirra gæðaflokkunarkerfi. Fullyrða má að flokkunin hafi þegar orðið gistiþjónustu á Íslandi til verulegs framdráttar. Um allan heim eru gestir vanir að hafa stjörnugjöf til viðmiðunar þegar þeir velja sér gististað því þó svo að þau atriði sem tekin eru inn í slíka stjörnugjöf geti verið mismunandi á milli landa þá hefur hún alþjóðlega merkingu og hjálpar fólki að velja sér gistingu í þeim gæðaflokki sem það óskar. Slíkt kemur sér vel fyrir bæði gesti og gististaði. Á ferðavefnum www.ferdalag.is má fá nánari upplýsingar um gæðaflokkun gistingar og þá staði sem taka þátt í flokkuninni, bæði gististaði og tjaldsvæði.
Lesa meira

Fyrsta fullbúna hótelið í Dalvíkurbyggð

Nýtt hótel, Hótel Sóley, var formlega opnað á Dalvík nú í byrjun júní og er það fyrsta fullbúna hótelið í Dalvíkurbyggð. Þar eru 25 tveggja manna herbergi með snyrtingu, sjónvarpi og öðru tilheyrandi, ásamt veitingasal. Sóley er í eigu bræðranna Sigurðar og Reynalds Jónssona og rekið í húsi sem áður var heimavist Dalvíkurskóla. Þeir keyptu húsið af ríkinu í febrúar síðastliðnum og hófu þegar á því gagngerar breytingar. Framkvæmdakostnaður er um 70 milljónir króna. Hótelstjórinn er þýskur, Claudio Wabner, að nafni, menntaður hótelrekstrarfræðingur og hefur langa reynslu af rekstri hótela í Þýskalandi, segir í frétt frá hótelinu. Eigendur Sóleyjar hafa á prjónum frekari framkvæmdir við uppbyggingu hótelsins með fjölgun gistiherbergja og hugmyndir eru einnig uppi um að byggja 150-200 manna veislu- og ráðstefnusal við húsið. Hótel Sóley hefur opnað heimasíðuna www.hotel-soley.com Á Hótel Sóley eru 25 tveggja manna herbergi með snyrtingu, sjónvarpi og öðru tilheyrandi, ásamt veitingasal. Egeindurnir Sigurður Jónsson og Reynald Jónsson með hótelstjórann  Claudio Wabner á milli sín.
Lesa meira