Fara í efni

Að éta skóna sína ? matur og ferðamennska

Kokkur
Kokkur

Félagið ?Matur- saga-menning? gengst fyrir öðrum fræðslufundi vetrarins næstkomandi fimmtudag. Í þetta sinn verður umfjöllunarefnið ?Matur og ferðamennska, íslenskur matur á borðum ferðamannsins fyrr og síð?.

Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur við Reykjavíkur akademíuna, ríður á vaðið þetta kvöld og fjallar um lýsingar á íslenskum mat og drykk í erlendum heimildum frá fyrri öldum, undir yfirskriftinni ?Að éta skóna sína: Íslensk matarmenning í erlendum ritum um Ísland?. Þar sýnir Sumarliði ýmis dæmi um erlenda texta þar sem greint er frá matarmenningu og drykkjusiðum Íslendinga á fyrri öldum og upplifun og lýsingum útlendinga á þeirri reynslu að vera í fæði á Íslandi.

Laufey Haraldsdóttir frá Ferðamáladeild Hólaskóla lítur okkur nær í tíma í seinna erindi kvöldsins, sem hún nefnir ?Hafa ferðamenn áhuga á mat? - Staðbundinn matur, auðlind í ferðaþjónustu.? Þar kynnir hún niðurstöður kannana á viðhorfum erlendra ferðamanna til matarins og  áhuga þeirra á íslenskri matarhefð. Eins segir hún frá verkefninu  ?Matarkistan Skagafjörður?, sem er dæmi um hvernig nýta má auðlegð og menningu einstakra héraða í svæðisbundinni ferðamennsku. Að loknum erindum verður tími fyrir umræður, fyrirspurnir og spjall í bland við veitingar við hæfi.

Fundurinn ?Að éta skóna sína? verður haldinn að Grandagarði 8, fimmtudaginn 30. nóvember kl 20- 21:30 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.