Fréttir

Aðalfundur Ráðstefnuskrifstofu Íslands

Aðalfundur Ráðstefnuskrifstofu Íslands (RSÍ) var haldinn þriðjudaginn 25. apríl síðastliðin. Ný stjórn var kjörin og hefur hún skipt með sér verkum þar sem Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, var kjörinn formaður stjórnar. Auk Ársæls eiga sæti í nýrri stjórn þau Svanhildur Konráðsdóttir f.h. Reykjavíkurborgar, Steinn Lárusson f.h. Icelandair, Kristján Daníelsson frá Radisson SAS og Kristín Sif Sigurðardóttir frá Atlantik. Einnig var kosin ný verkefnastjórn en í henni eiga sæti Helga Lára Guðmundsdóttir frá Iceland Travel, Addý Ólafsdóttir frá Icelandair, Hákon Þór Sindrason frá Lækjarbrekku, Þorbjörg Þráinsdóttir frá Congress Reykjavík og Hildur Ómarsdóttir frá Icelandair Hotels. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstöfum, yfirferð yfir stöðu verkefna- og fjárhagsætlun fyrir árið 2006, hélt Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis, erindi um rekstur Ráðstefnu- og tónlistarhúsins sem rísa mun á Miðbakka í Reykjavík. Sem kunnugt þá er framkvæmd verkefna RSÍ vistuð hjá Ferðamálastofu samkvæmt sérstöku samkomulagi og hefur svo verið í nokkur ár. Anna Valdimarsdóttir verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu annast verkefni RSÍ á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík.  
Lesa meira

Á ferð um Ísland komin út

Ferðahandbókin Á ferð um Ísland er nú komin út hjá Útgáfufélaginu Heimi. Bókin er á þremur tungumálum. Enska útgáfan Around Iceland hefur komið út samfellt í 31 ár, íslenska útgáfan í 16 ár en þýska útgáfan Rund um Island kemur nú út í 9 sinn. Fram kemur í frétt frá Heimi að bókin hafi aldrei verið stærri eða 224 bls. Ritunum er dreift í 90.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis. Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Fram kemur í fréttatilkynningu að sl. sumar hafi verið gerð könnun meðal erlendra ferðamanna á notkun bókanna og kom í ljós að meira en þriðjungur þeirra notaði bækurnar og 48% þýskumælandi ferðamanna notaði Rund um Island. Auk þess má geta að bækurnar eru einnig birtar í vefútgáfu á www.heimur.is/world  Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka.
Lesa meira

Samningar um styrki til Selasetursins

Laugardaginn 29. apríl var skrifað undir samning milli Ferðamálastofu og Ferðamálafélags Vestur Húnavatnssýslu um 4 milljón króna styrk til uppbyggingar aðgengis fyrir alla að sýningarsvæði Selaseturs Íslands á Hvammstanga og 2,5 milljón króna styrk til uppbyggingar skoðunaraðstöðu við nokkur sellátur á Vatnsnesi. Framkvæmdir eru langt komnar við endurbætur á gamla verslunar húsnæði Sigurðar Pálmasonar á Hvammstaga sem mun hýsa sýningaraðstöðu Selasetursins. Reiknað er með að það verði opnað seinnipart júní í sumar. Að sögn Magnúsar Oddssonar Ferðamálastjóra, sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd Ferðamálastofu, er einkar ánægjulegt að sjá hversu mikinn metnað heimamenn leggja í verkefnið og þarna sé á ferðinni enn ein nýjungin í íslenskri ferðaþjónustu. Þetta sé dæmi um það hvernig fléttað sé saman þeim þremur grunnþáttum sem íslensk ferðaþjónusta eigi að byggjast á samkvæmt ferðamálaáætlun 2006-2015; náttúru, menningu og fagmennsku. Á sama tíma skrifaði samgönguráðherra undir samkomulag um að ráðuneytið styrki Selasetrið um 6 milljónir króna næstu tvö árin. Á meðfylgjandi mynd má sjá húsnæði Selaseturs Íslands. Skoða fleiri myndir sem teknar voru við undirritunina.  
Lesa meira

Samþykkt að halda aðalfund Ferðamálaráðs Evrópu á Íslandi

Í febrúarmánuði heimsótti samgönguráðherra Sturla Böðvarsson, ásamt fylgdarliði, aðalskrifstofu Ferðamálaráðs Evrópu (ETC). Í framhaldi af fundi samgönguráðherra með framkvæmdastjóra ETC bauðst Ísland til að halda aðalfund ETC vorið 2007 hér á landi. Ákvörðun um fundarstað næsta árs var tekin á fundi framkvæmdastjórnar ETC í Brussel fyrir núna fyrir helgina. Samþykkt var samhljóða að aðalfundur ETC árið 2007  verði á Íslandi 27. og 28. apríl næstkomandi. Ráðstefna haldinn samhliðaMagnús Oddsson ferðamálastjóri, sem setið hefur 14 síðustu aðalfundi ETC, segir að gera megi ráð fyrir 50-70 manns á aðalfundinum og að hann muni sækja forsvarsmenn ýmissa Evrópusamtaka í ferðaþjónustu auk ferðamálstjóra aðildarríkjanna 34. Þá sé hefð fyrir að halda ráðstefnu samhliða fundinum þar sem kallaðir séu til sérfræðingar til að fjalla um málefni ferðaþjónustunnar í Evrópu frá ýmsum hliðum. Munum leggja metnað okkar í verkefniðNú fer í hönd undirbúningur fyrir fundinn þar sem m.a. verður ákveðið hvernig ráðstefna verður haldin samhliða honum. ?Það er mjög ánægjulegt að fá að halda þennan fund hér á landi næsta vor og við munum leggja okkar metnað í að hann verði eftirminnilegur þeim sem hann sækja, ásamt því að hann skili okkur og öðrum þátttakendum góðu veganesti frá þeirri faglegu umræðu sem þar verður um evrópsk ferðamál?, segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri.  
Lesa meira