Gagnlegur fundur um Evrópuvefinn

Gagnlegur fundur um Evrópuvefinn
Evrópuvefur

Í byrjun vikunnar var í Brussel haldinn sameiginlegur vinnufundur þeirra þjóða sem aðild eiga að Evrópska ferðamálaráðinu, ETC. Á fundinum var farið yfir reynsluna af nýja Evrópuvefnum www.visiteurope.com sem opnaður var í mars síðastliðnum, og rætt um næstu skref.

Í máli Karin Bruere, sem stýrir verkefninu fyrir hönd ETC, kom fram að velflest ríki hafa þegar lagt mikla vinnu af mörkum við að koma efni inn á vefinn, en hvert aðildarríki ber ábyrgð á að koma sér á framfæri. Hún sagði sannarlega ekki einfalt mál að útbúa vef sem uppfyllti kröfur og þarfir 34 þjóða en almenn samstaða væri um að láta verkefnið ganga upp. Mestum tíma var varið í að fara yfir hið viðamikla vefkerfi sem smíðað var fyrir verkefnið en þar hefur þurft að bregðast við ýmsum tæknilegum úrlausnarefnum sem upp hafa komið. Fjölmargar hugmyndir komu fram á fundinum um það sem betur má fara og voru þáttakendur á einu máli um að hann hefði verið mjög gagnlegur. Farið var yfir umferð á vefnum og  hefur umferð aukist verulega frá eldri útgáfu visiteurope.com, sem komin var talsvert til ára sinna. Mesta breytingin er að nú hafa gestir úr mun meira efni að moða og eru þannig að skoða fleiri síður en áður. Það var sem kunnugt er Evrópusambandið sem stóð straum af kostnaði við gerð vefsins en afhenti hann síðan ETC síðan til faglegrar umsjónar.

Tengibraut inn á vefi aðildarríkjanna
?Vefurinn er raunar hugsaður sem eins konar tengibraut, eða það sem kallað hefur verið ?portal?, fremur en vefsvæði í hefðbundinni skilningu þess orðs. Auk þess að veita allar grunnupplýsingar um Evrópu og einstök ríki á hann þannig að vera tengipunktur inn á ferðavefi í aðildarríkjunum,? segir Halldór Arinbjarnarson, vefstjóri Ferðamálastofu, sem sat fundinn en hann hefur séð um að koma efni frá Íslandi inn á Evrópuvefinn. Segir hann fundinn hafa staðfest það sem áður hefur komið fram að Ísland er þegar vel sýnilegt á vefnum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Umferð af Evrópuvefnum inn á vefi Ferðamálastofu er vel mælanleg þótt ég vilji gjarnan sjá hana aukast?, segir Halldór.

Fyrsta útgáfa vefins er á fjórum tungumálum og beinist að mörkuðum í Noður- og Suður-Ameríku. Á fundinum kom fram að næstu skref verða að útbúa alþjóðlega útgáfu á ensku og að því loknu verðu sjónum beint austur á bóginn, þ.e. til Rússlands, Kína og Japan.


Athugasemdir