Fara í efni

Ísland á ný valið "Uppáhalds Evrópulandið"

Ferðaverðlaun lógó2
Ferðaverðlaun lógó2

Ísland komst á ný í efsta sætið í árlegri könnun bresku blaðanna Guardian og Observer á uppáhalds landi lesenda þeirra í Evrópu. Verðlaunin voru afhent síðastliðinn laugardag og veitti Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands, þeim viðtöku.

Ísland var í efsta sæti í þessari könnun fyrir tveimur árum og var þá að komast á listann í fyrsta sinn. Í fyrra var ísland í 2. sæti á eftir Slóveníu, sem nú fór niður í 2. sæti. Þá fer Icelandair úr 14. sæti í það 4. þegar spurt er um besta flugfélagið sem flytur farþega til og frá Bretlandi á styttri flugleiðum. Reykjavík er í 34. sæti yfir uppáhalds borgirnar en fellur úr 12. sæti árið 2004.

Lesendur sjálfir sem velja
Verðlaunin byggja á niðurstöðum könnunar sem fjölmiðlarnir gera árlega á meðal lesenda sinna og voru verðlaunin í ár þau 19. í röðinni. Könnunin gengur þannig fyrir sig að lesendur eru beðnir að meta þá þjónustu sem þeir fá í ferðalögum sínum með því að gefa henni einkunn.

Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands, veitti sem fyrr segir verðlaununum viðtöku fyrir hönd Ferðamálaráðs Íslands og segir hann þetta verulega viðurkenningu fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. "Það góða við þessi verðlaun er að þau byggja alfarið á áliti lesenda. Það eru ferðamennirnir sjálfir sem eru að kveða upp dóm sinn byggðan á gæðum þeirrar þjónustu sem þeir fengu. Við urðum vör við verulega aukinn áhuga á Íslandi í kjölfar útnefningar Íslands fyrir tveimur árum og ég á fastlega von á að svipað geti orðið upp á teningnum nú," segir Ársæll.

Hverju er þetta að þakka?
Ársæll segir vissulega vert að spyrja þeirrar spurningar hverju þessi góði árangur Íslands er að þakka. ?Ég tel raunar að svarið sé margþætt og margir samverkandi þættir sem þarna spila saman. Við skulum hafa hugfast að undanfarin misseri hefur meiri fjármunum verið varið til að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland en áður hefur þekkst og þar hafa stjórnvöld og fyrirtæki í greininni sameinað krafta sína. Þetta tel ég tvímælalaust að sé að skila sér. Markaðsstarf flugfélaganna á stóran þátt í þessu, ekki síst Icelandair, eins og könnunin sýnir. Auðvitað er visst áhyggjuefni að sjá hvað Reykjavík fellur á listanum yfir borgir og það er mál sem þarf að kryfja. Einnig er Ísland að fá lægra skor nú en fyrir tveimur árum og það þurfum við einnig að skoða sérstaklega, ekki síst með tilliti til þjónustuþátta og verðlags,? segir Ársæll.

Ferðaverðlaun Guardian/Oserver