Fara í efni

Icelandair með beint áætlunarflug til Manchester

Ánægja með TUR
Ánægja með TUR

Áfangastöðum íslenskra flugfélaga heldur  áfram að fjölga. Nú síðast tilkynnti Icelandair að félagið muni hefja beint áætlanaflug á milli Manchester í Englandi og Keflavíkur í byrjun apríl á næsta ári.

Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum, með Boeing 757 þotum félagsins. Í tilkynningu segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, að félagið sé með þessu að sækja af auknum krafti inn á ferðamannamarkaðinn í Bretlandi, ásamt því að opna Íslendingum nýja leið inn á mjög spennandi svæði. Manchester sé miðpunktur í mjög þéttbýlu svæði með álíka marga íbúa og Danmörk, Noregur og Svíþjóð samanlagt, og flugtíminn til Íslands sé aðeins tvær og hálf klukkustund. Markaðsrannsóknir gefi félaginu væntingar um að Manchesterflugið verði góð viðbót við London og Glasgow.