Fara í efni

VAKINN - Tímamótasamningur við Félag ferðaþjónustubænda

Ferðaþjónustubændur semja um VAKANNFyrr í vikunni var skrifað undir samstarfssamning á milli Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans og Félags ferðaþjónustubænda (FFB) um að félagsmenn FFB verði flokkaðir samkvæmt gæða- og umhverfisviðmiðum Vakans. Jafnframt er kveðið á um að FFB leggi niður sitt eigið gæðakerfi.

90% þátttaka innan þriggja ára

Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að innan þriggja ára hafi a.m.k. 90% félagsmanna tekið upp Vakann. Í dag eru um 180 ferðaþjónustuaðilar innan vébanda FFB.

Öflugur félagsskapur með áherslu á gæða- og umhverfismál

„Elías Bj. Gíslason hjá Ferðamálastofu sem stýrt hefur vinnu við Vakann segist mjög ánægður með samninginn enda sé Félag ferðaþjónustubænda mjög öflugur félagsskapur þar sem gæða og umhverfismál hafa verið í forgrunni til margra ára þannig hafi FFB verið þeir fyrstu hér á landi til að setja sér opinber gæðaviðmið eða árið 1991“. Þess má geta að fyrsta hótelið sem var flokkað samkvæmt hótelviðmiðum Vakans er Hótel Rauðaskriða sem einmitt er innan vébanda FFB.

Mynd af undirskrift.
Elías Bj. Gíslason f.h. Ferðamálastofu/Vakans og Sigurlaug Gissurardóttir formaður Félags ferðaþjónustubænda.