Vinnustofa um afþreyingarferðamennsku

lógó samstarsfaðila

North Atlantic Tourism Association (NATA), Ferðamálastofa og Adventure Travel Trade Association (ATTA) standa ásamt Keili miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs fyrir tveggja daga vinnustofu um afþreyingarferðamennsku á Ásbrú, dagana 29. – 30. apríl næstkomandi. Verða vinnustofurnar haldnar í kjölfar ráðstefnu um afþreyingarferðamennsku í Keili þann 28. apríl.
Nánari upplýsingar um ráðstefnu Keilis 

Viðfangsefni

Viðfangsefni vinnustofunnar eru annars vegar staða afþreyingarferðamennsku við Norður Atlantshaf, helstu ógnanir og tækifæri og hvernig greinin getur unnið betur saman að sameiginlegum markmiðum. Hins vegar eru gæða- og öryggismál í brennidepli þar sem m.a. verður farið með þátttakendum í gerð öryggisáætlna. Leiðbeinendur eru með þeim fremstu á sínu sviði í heiminum og því um einstakt tækifæri að ræða.

Þátttökugjald

Viðburðurinn er haldinn með stuðningi NATA og leitast verður við að halda kostnaði þátttakenda í lágmarki. Þátttökugjald er kr. 19.790,- á mann og þarf að greiða sem staðfestingu á þátttöku fyrir miðnætti 24. apríl næstkomandi. Inni í þátttökugjaldi eru máltíðir á fundartíma auk sameiginlegs kvöldverðar þann 29. apríl. Vinsamlegast sendið greiðslukvittun á solrun@ferdamalastofa.is. Þátttökugjald greiðist inn á banka:

Reikningur: 0133-15-630059 Kennitala: 530169-4059

Skráning

Skráning á vinnustofuna fer fram hér að neðan og er skráningarfrestur til miðnættis 24. apríl næstkomandi.

Stuðningur NATA við ferða- og gistikostnað

NATA og Ferðamálstofa styrkja ferðir þátttakenda til og frá fundarstað, eða allt að kr. 25.000,- auk þess sem gisting í Reykjanesbæ er þátttakendum að kostnaðarlausu. Gisting er bókuð í gegnum skráningarsíðu viðburðarins hér. (væntanlegt)

Þátttakendur bóka og greiða sínar ferðir sjálfir en geta svo sótt um endurgreiðslu til Ferðamálastofu. Til að fá endurgreiðslu þurfa þátttakendur að senda greiðslukvittanir (þ.m.t. fyrir eldsneytiskaupum) og afrit af brottfararspjöldum (í innanlandsflugi) á:

Ferðamálastofa
Geirsgötu 9
101 Reykjavík

Athugið að einungis eru greiddir bensínstyrkir, en ekki kílómetragjald. Öll fylgigögn skulu merkt "ATTA vinnustofa á Ásbrú".

Nemar

Ferðamálafræðinemum á háskólastigi og í ævintýraleiðsögumannanámi Keilis er velkomið að sitja vinnustofurnar eftir því sem rými leyfir, fá afslátt af þátttökugjaldi og greiða kr. 10.000,-. Nemagjaldið inniheldur ekki sameiginlegan kvöldverð þann 29. apríl auk þess sem nemar geta hvorki sótt um ferðastyrk né skráð sig í gistingu. Þátttaka er háð fjöldatakmörkunum og ganga þeir sem greiða fullt þátttökugjald fyrir. Nemar geta skráð sig á skráningarsíðu viðburðarins (haka við „Nemi“). Eftir að skráningu lýkur fá þeir svo tilkynningu um hvort þeir hafi komist að eða ekki. 

Nánari kynning

Í PDFskjalinu hér að neðan er ítarleg kynning á vinnustofunni og leiðbeinendum auk áætlaðrar dagskrár.

ATTA-AdventureEDU vinnustofa um afþreyingarferðamennsku 

Fyrirspurnir má senda á hrafnhildur@ferdamalastofa.is

Hvað er ATTA? 

ATTA eru alheimssamtök afþreyingarfyrirtækja sem hafa það að markmið að stuðla að sjálfbærri þróun og fagmennsku innan greinarinnar. Hægt er að fræðast meira um samtökin á heimasíðu þeirra www.adventuretravel.biz og fræðsludeild þeirra AdventureEDU.


Athugasemdir