Fara í efni

Námskeið fyrir framlínustarfsfólk í ferðaþjónustu

safetravel logoVert er að vekja athygli á námskeiði á vegum Safetravel – Slysavarnarfélagsins Landsbjargar undir heitinu „Námskeið fyrir framlínustarfsfólk í ferðaþjónustu“. Aðilum býðst að fá námskeiðið haldið á sínu heimasvæði, sér að kostnaðarlausu.

Upplýsa um aðstæður jafnt sumar sem vetur

Tilgangur námskeiðsins er að gera starfsfólk í framlínu upplýsingaveitu og afgreiðslu hæfara til að upplýsa um aðstæður hér á landi og hvernig má útbúa sig og bregðast við íslensku landslagi og veðurfari, bæði að sumar- og vetrarlagi.

Útbúnaður til ferðalaga

Á námskeiðinu er farið í þann útbúnað sem ferðamenn þurfa til ferðalaga þ.e. klæðnað, annan búnað og neyðarbúnað. Farið er yfir nokkur þekkt ferðamannasvæði og hvað þarf til að ferðast um þau svæði, akandi sem gangandi. Hvaða hjálpartæki geta ferðamenn og starfsmenn í ferðaþjónustu nýtt sér þ.e. vefsíður, fjarskiptatæki og annað slíkt og sitthvað fleira.

Námskeið í heimabyggð

Þeir sem hafa áhuga á að fá þetta námskeið á sitt svæði, vinsamlegast sendið póst þess efnis á póstfangið jonas@landsbjorg.is með fjölda og staðsetningu sem fyrst. Námskeiðið tekur 1,5 klst. og er haldið á heimasvæði þátttakenda. Ekkert þátttökugjald

Drög að dagskrá:

Ferðaáætlun, skipulag ferðalags:
Farið yfir mikilvægi ferðaáætlana, sérstaklega fyrir þá sem ferðast utan alfaraslóða. Sýnt hvað skiptir máli og hvernig má aðstoða við gerð ferðaáætlunar o.fl.

Klæðnaður til útivistar, ferðalaga:
Mikilvægi rétts klæðnaðar, 3ja laga reglan og hvaða klæðnað ber að forðast hér á landi.

Annar búnaður, neyðarbúnaður:
Fjarskiptatæki, neyðarsendar, öryggisbúnaður o.fl.

Helstu ferðamannasvæði, aðstæður:
Hálendið, Vestfirðir og aðrir landshlutar. Hvað þarf að hafa í huga varðandi akstur, val á bíl o.s.frv.

Kaffihlé

Hjálpartæki starfsfólks:
Hvaða vefsíður koma að gagni og hvernig? Munur á veðurspá annarsvegar og úrkomu og vindaspá hinsvegar. Safetravel vefsíðan og skjáupplýsingakerfið.

Slys, viðbrögð, viðbragðsaðilar:
112 appið, neyðarnúmerið, hvernig virkar kerfið.

Spurningar og umræður