Þjónustugátt Ferðamálastofu opnuð

Þjónustugátt - forsíða

Í dag var tekið stórt skref í rafrænni þjónustu Ferðamálastofu með opnun þjónustugáttar. Þar geta viðskiptavinir m.a. sótt um leyfi og styrki, sent inn ábendingar, fylgst með málum og komið skoðunum sínum á framfæri.

Mitt svæði

Þjónustugáttinni svipar að mörgu leyti til þjónustu heimabanka og byggir á One systems skjala- og málakerfi sem Ferðamálastofa tók í notkun fyrr á árinu. Notendur þurfa að byrja á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma og fá þá aðgang að sínu svæði.

Sótt um leyfi og styrki

Markmiðið er að bæta þjónustu við viðskiptavini Ferðamálastofu með meiri skilvirkni og styttri svartíma við innsendum erindum. Notendur fá betri yfirsýn þar sem þeir hafa aðgang að sínum málum hjá stofnuninni. Nú er þannig hægt að sækja um:

Í stöðugri þróun

Þjónustugáttin er og verður í stöðugri þróun til að mæta sem best kröfum notenda og eru notendur hvattir til að kynna sér gáttina og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Í flipanum Hjálp eru algengar spurningar og svör en einnig hægt er að hafa samband ef um frekari spurningar er að ræða á upplysingar@ferdamalastofa.is eða í síma: 535-5500.


Athugasemdir