Fara í efni

Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar ásamt umhverfismati.

Tillagan ásamt fylgiskjali er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is og vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsstofnun.is. Gögnin liggja jafnframt frammi til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík.

Kynningarfundir

Fyrirhugaðir eru kynningarfundir vegna tillögunnar í janúar 2015 og verða þeir auglýstir eftir áramót.

Athugasemdafrestur

Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til 13. febrúar 2015. Þeim skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar, með tölvupósti á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is eða um athugasemdagátt á vef landsskipulagsstefnu www.landsskipulag.is.