Fara í efni

VAKINN - Gistiheimili og heimagisting geta sótt um

 Í gistihluta VAKANS hafa nú bæst við gæðaviðmið fyrir gistiheimili og heimagistingu en viðmið fyrir hótel voru kynnt fyrr á árinu. Því geta allir sem reka gististaði í þessum þremur flokkum sótt um stjörnuflokkun nú þegar.

Við hvetjum gististaðaeigendur sem falla í þessa flokka að kynna sér málið og taka þátt í VAKANUM þar sem gæði, fagmennska, öryggi og umhverfisvitund eru lykilþættir. Allar nánari upplýsingar um umsóknarform eru á vef VAKANS vakinn.is og þar má einnig kynna sé nýju viðmiðin.

Gistimerki