Fara í efni

Virðisauki í ferðaþjónustu – Kortlagning og samstarfsmótun

Virðisauki í ferðaþjónustu – Kortlagning og samstarfsmótun

Í dag kynntur afrakstur vinnu fyrirtækisins Gekon sem undanfarið ár hefur unnið að greiningu og kortlagningu íslenskrar ferðaþjónustu í anda klasaaðferðafræði.

Upphaf samstarfsins var á fundi í Norræna húsinu í Reykjavík í október 2012 þar sem yfir 40 aðilar undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar í anda klasaaðferðafræði dr. Michael Porter. Eitt helsta markmið samstarfsins er að auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun innan íslensku ferðaþjónustunnar. Um 430 manns víðsvegar um landið tóku þátt í verkefninu með beinum eða óbeinum hætti, segir í inngangi að viðamikilli skýrslu sem kynnt var í dag.

Á grunni þeirrar vinnunnar er mælt með 10 skilgreindum forgangsverkefnum, sem öll hafa það sameiginlegt að stuðla að bættri samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu og möguleikum til aukins virðisauka Mælt er með því að unnið verði að þessum forgangsverkefnum á næstu átta mánuðum (október 2013 – maí 2014).

Verkefnin eru:
• uppbygging ferðamannastaða og fjármögnun
• einföldun skipulags og stytting boðleiða
• endurskilgreining leyfa og eftirlits
• samræming markaðsmála
• Markhópagreining
• Gagnabanki ferðaþjónustunnar
• einföldun skattkerfisins
• Vöruþróun
• efling samstarfs og samræðu við menntastofnanir
• nýliðanámskeið

Skýrsluna í heild má nálgast hér að neðan.

Virðisauki í ferðaþjónustu – Kortlagning og samstarfsmótun