Fara í efni

Ferðamálaþing sent út á netinu

Ferðamálaþing sent út á netinu

Talsvert á þriðja hundrað þátttakendur eru skráðir á Ferðamálaþing 2013 á Selfossi á morgun, 2. október. Því miður er salurinn sprunginn og ekki hægt að taka við fleiri skráningum en ákveðið hefur verið að senda þingið út beint á netinu fyrir þá sem ekki komast á staðinn.

Að fylgjast með útsendingu á netinu

Leiðbeiningar til að tengjast útsendingu á netinu eru hér að neðan:

1. Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:
Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.

2. Tengjast fundinum:
Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en málþingið hefst:

https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=445218253&sipw=nv64

Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á "Run". Eftir það á fundur að hefjast.